Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 141
„SKRIFARA LENGI LIFIR LOFIÐ MOLDUM OFAR“
141
ur heimilismaður hér, Einar Bjarna
son, nýlega fundið í gamalli sögu
skræðu af Gullþóri vestur á landi.“6
Ekki er laust við, að prestur sé nokkuð
stoltur af sínum vinnumanni fyrir
fundinn. Þetta segir okkur líka, að
Einar hefur víða farið og líklega alls
staðar haft aug un hjá sér, verið naskur
og fundvís á gömul bókaslitur, er fyrir
augu bar. Það hefur löngum verið
hátt ur fróð leiksmanna.
Sr. Jón var tvíkvæntur. Fyrri eigin
kona hans var Sesselja Stefánsdóttir frá
Myrká í Hörgárdal (d.1821). Þau
eign uðust eina dóttur, Þorbjörgu, er
giftist sr. Benedikt Vigfússyni á
Hólum. Seinni kona Jóns var Steinunn
Þorsteinsdóttir frá Gilhaga (d.1843),
þau voru barnlaus. Sr. Jón lést 6. októ
ber 1850. Hafði þá verið prestur og
prófastur á Mælifelli í 40 ár.
Ævikvöld
Eftir séra Jón látinn tók við pró
fastsstörfum sr. Benedikt Vigfússon á
Hólum, tengdasonur sr. Jóns. Svo er
að sjá sem honum hafi farist vel við
Brot úr altarisklæði Elinborgar Pétursdóttur prestmadömu á Mælifelli er hún lauk við
1857 og gaf kirkjunni, ári eftir lát Einars Bjarnasonar. Klæðið er af svörtu flaueli,
ísaum að litþræði. Það er nú varðveitt í Mælifellskirkju. Þegar staðurinn brann aðfara-
nótt 21. september 1921 kom Ólafur Sveinsson meðhjálpari á Starrastöðum fyrstur
aðkomumanna á vettvang og lagði sig í mikla hættu er hann braust inn um kórglugga í
brenn andi kirkjuna, reif klæðið af altarinu og náði einnig hálfbrunninni ministerial-
bókinni með sér út. Hann var marga mánuði að jafna sig eftir reykeitrun. Myndin sýnir
krossfestinguna og fangamörk presthjónanna hvort sínu megin krossins: SAS og EPD sem
stendur fyrir: Sigurður Arnórsson og Elinborg Pétursdóttir.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.