Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 145
„SKRIFARA LENGI LIFIR LOFIÐ MOLDUM OFAR“
145
búinn að missa hálfa sjón af veikinda
áfelli og bilaður á hægri handar fingr
um, svo varla má um penna halda,
hafði ei færi á að rita stóra bók“. [Sum
ir mundu nú segja, að bókin væri
nokk uð stór engu að síður]. Segist því
viljandi skrifa styst um þá menn
„hverra ævisögur á prenti eru nú í al
menningshöndum.“ Að síðustu segist
hann telja víst, „að hér og hvar muni
pennafeil í bók þessari og þar helst
sem síst skyldi.“ Við því fái hann nú
ekki viðgjört, en ef einhver vilji það
leiðrétta með góðum hug, þá þakki
hann það. Biður svo hvern sem les
fræða blöð þessi þau á betri veg að
virða. Ekki eru tök á í greinarkorni
þessu að gera nánari grein fyrir inni
haldi Fræðimannatalsins, utan það
sem fram kemur hjá höfundinum
sjálf um, það væri efni í aðra grein, en
til fróðleiks skulu hér birt tvö stutt
sýnishorn úr upphafi ritsins, sem sýna
efnistök höfundar:
Agnes dóttir Bjarna prests á Mæli felli
og Sigríðar Jóhannsdóttur var gift
Gísla presti á Hafsteinsstöðum syni
Odds prests á Miklabæ sem hvarf,
Gíslasonar biskups á Hólum. Hún
var vel að sér í guðfræði og hefur
kveðið nokkur andleg ljóðmæli og
gamanvísur. Lifði 1840 á sjötugs
aldri.
3. Ari læknir á Flugumýri, son ur
Ara prests á Tjörn í Svarfaðardal, Þor
leifssonar prófasts Skaptasonar, varð
læknir í Norðlendinga fjórðungi eftir
fráfall Jóns Péturssonar 1801, giftist
nokkru síðar Seselíu dóttur Vigfúsar
prests í Garði Bjarnasonar, börn
þeirr a eru: Ari studiós cirúrgi, Guð
laug gift Birni Gunnlaugssyni kenn
ara við Bessastaðaskóla, og Anna Sig
ríður giftist presti og prófasti Pétr i
Péturssyni að Staðastað. Ari læknir
deyði á sjötugsaldri síðla árs 1840.
Hann var mikill fyrirhyggju og
dugn aðarmaður, ráðsettur snill ing ur
og skáld og hefur kveðið nokkr a
smákveðlinga á íslensku og latnesku
tungumáli, einnin flokk ýmislegra
andlegra sálma.
Ekki verða öðrum handritum Einars
Bjarnasonar gerð skil hér. Afköst hans
voru með ólíkindum, ekki síst þegar
hafðar eru í huga aðstæður hans. Eftir
Sagan af HÁKONE GAMLA Norvegs
Konungi. Skrifað að Starrastöðum Annó
MDCCCXXIV [1824]. Titilsíða á hand-
ritinu HSk. 2521, 4to sem varðveitt er á
Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðár-
króki.