Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 146
SKAGFIRÐINGABÓK
146
hann liggur mikill fjöldi handrita,
sem hann hefur átt einhvern hlut að.
Munu þau flest varðveitt á Lands
bókasafni og í Árnastofnun og þó
óvíst, hvort öll kurl eru þar til grafar
komin. Þar virðist kenna ýmissa grasa,
en að stærstum hluta eru það afrit og
um hin fjölbreytilegustu efni, sögu og
fornfræði, ættfræði o.fl. „Vitum vér
eigi meira liggja eftir nokkurn leik
mann á hans dögum“, segir Gísli
Konráðsson um Einar í Skagstrend
ingasögu sinni (bls. 179). Mun það vart
ofmælt. Geta má þess að Einar arf
leidd i son sinn, Guðmund, að mörg
um handritum sínum eftir sinn dag,
sem aftur ánafnaði þau Hinu íslenzka
bókmenntafélagi, en þaðan koma þau
til Landsbókasafnsins 1901. Rithönd
Einars er yfirleitt læsileg, stafagerð
minnir nokkuð á eins konar blokka
skrift á nútíma mælikvarða, upp
hafsstafir fagurlega dregnir, svo helst
minnir á Guðbrandsbiblíu. Kannski
hefur hann haft hana til hliðsjónar.
En Einar Bjarnason lifði ekki í neinu
tómarúmi, það skal haft í huga. Í
næst a nágrenni við hann í Skagafirði
lifðu og störfuðu menn með svipuð
áhugamál. Sr. Jóns Konráðssonar er
áður getið. Gísli Konráðsson, sagna
þulur og skáld (1787–1877), var nær
jafnaldri Einars og samtíðarmaður,
búsettur í Seyluhreppi lengst af, uns
hann fluttist til Flateyjar á Breiðafirði.
Ummæli Gísla um Einar, er hér að
framan hafa tilgreind verið, segja sína
sögu um kunningsskap þeirra og hvert
álit hann hefur haft á Einari sem fræði
manni. Samskipti Einars við Jón
sýslu mann Espólín (1769–1836), þann
afkastamikla fræðaþul, voru augljós
lega mikil, en þeir voru samt íða hér í
Skagafirði á síðustu embættis árum
Rithönd Einars Bjarnasonar aftan á titilsíðu sögunnar af Hákoni gamla þar sem hann
gerir grein fyrir afritun sögunnar: Haconar sögu þessa hef eg ritað eptir Bók Skrifadri
med Settleturshönd, undir umsión Assesors A. Magnúsarsonar af hans eiginhandritara og
sídann hef eg borið hana Saman við adrar afskriptir Sögunnar þær bestu, og sett á Spáti-
unum þann orðamun sem eg fann og hellst var nockurs verður. Eigandinn.