Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 157
157
Á fimmtugsafmæli mínu, 14. júní
1999, gaf Erla móðursystir mín mér
gamlan leirbolla, margspengdan, úr
búi sínu, kjörgrip hinn mesta. Bollinn
er upprunalega úr eigu langalangafa
míns og nafna, Árna Þorleifssonar
hreppstjóra og bónda á Ystamói í
Fljótum. Hann var fæddur 12. maí
1824, en lést 5. september 1890.
Steinunn dóttir hans (06.07.1852–
28.12.1933), sem gift var Jóni Jóns
syni hreppstjóra og bónda á Hafsteins
stöðum í Skagafirði, eignaðist síðan
bollann. Hún gaf Sigríði Snæland
dótt ur sinni gripinn en hann gekk
síðan til Erlu Árnadóttur Hafstað,
bróðurdóttur hennar, sem svo gaf mér
hann eins og fyrr sagði. Síðan liðu 11
ár en þá gaf ég Árna, syni Erlu og Ind
riða Sigurðssonar, þennan ættargrip er
hann varð sextugur. Þar með er eig
endasaga bollans sögð. Hún er ekki
flókin en þó lengri en gengur og gerist
um venjulegan kaffibolla.
Erla móðursystir mín var fædd í Vík
í Skagafirði 6. desember 1921 en lést
28. september 2000. Hún var fróð
leiks kona mikil, vel að sér um bók
menntir, ættfróð í betra lagi, einkum
um ættir Skagfirðinga og hélt til haga
ÁRNI HJARTARSON
KAFFIBOLLI ÁRNA
Á YSTAMÓI
____________
Til hægri:
Sigríður Snæland,
dóttir Steinunnar
Árnadóttur og Jóns
Jónssonar hreppstjóra
á Hafsteinsstöðum.
Myndin er líklega
tekin um 1920.
Til vinstri:
Erla Árnadóttir
Hafstað.
Eigandi myndar: Anna
Sigríður Indriðadóttir,
dóttir Erlu.