Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 160
SKAGFIRÐINGABÓK
160
eitt og sér ekki til að halda saman
kaffi bolla til langframa. Hlutverk þess
var fyrst og fremst að þétta bollann.
Eftir líminguna voru spangirnar settar
í. Þær eru 12 talsins, þunnar eirspang
ir, um 3 mm á breidd, en nokkuð mis
langar eftir aðstæðum. Því næst hefur
breiðari spöng verið felld að bolla
brúninni allan hringinn að utanverðu.
Að lokum hefur lími verið drepið í
spangargötin að innanverðu í bollan
um og þar með var hann kominn í
nothæft stand. Árni á Ystamói hefur á
ný getað drukkið kaffið glaður og sæll
úr sínum gamla bolla.
Nú hefur saga þessa kaffibolla verið
sögð eins og í hana verður ráðið af
boll anum sjálfum og þeim sögum sem
honum fylgja, en ýmsum spurningum
er þó ósvarað. Hvaðan kom þessi boll i?
Hversu gamall er hann? Hvenær fóru
bændur og búalið í Fljótum að drekka
kaffi hversdags? Síðustu spurningunni
má velta fyrir sér. Í bókinni Íslensk
matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur,
er ýmislegt að finna um kaffi og kaffi
drykkju og þar er meira að segja mynd
af bollanum frá Ystamói. Drykkurinn
barst til Norðurlanda um 1700 og
ruddi sér til rúms hægt en örugglega
næstu eina og hálfa öldina. Elsta dæmi
um kaffi á Íslandi er í bréfaskriftum
Árna Magnússonar og Lárusar Gott
rups lögmanns á Þingeyrum frá 1703.
Í Þjóðminjasafninu er til kaffikvörn
sem þeir Eggert og Bjarni höfðu í far
angri sínum á ferðalögum um Ísland
upp úr 1750 (Hallgerður Gísladóttir
1994) og í Ferðabók þeirra er þess get
ið að allvíða sé boðið upp á kaffi. Kaff
ið var þó munaðarvara og neysla þess
mun lengi hafa verið bundin við efna
Hér fyrir neðan eru birtir tveir stuttir
kafl ar úr spurningaskrá þjóðháttasafns
Þjóðminjasafns, þar sem fjallað er um
viðgerðir á leirtaui:
„ . . . leirtau var spengt. Það þurfti
ævinlega að spengja á tveimur stöðum
eða þremur ef ílátið var stórt eða þá
skál. Þá voru boruð göt sín hvoru
megin við brotið. Síðan var kopar
þráður sleginn til þannig að hann féll
alveg í götin. Endunum á honum var
stungið í gegnum götin og þeir síðan
beygðir inn af hinu megin. Þetta leit
út eins og hefti nú til dags sem blöð
eru heft saman með. Það þótti alltaf
vandi að spengja og það varð að fara
varlega með hlutinn því hann vildi
brotna þegar borað var í hann. Það var
ævinlega borað með fínum al. Það var
bara hægt að bora í leir. Það var ekki
hægt að spengja gler eða postulín. Svo
var hægt að sjóða saman leirtau í und
anrennu. Þá varð að binda það saman
og láta brotin falla þétt saman. Þetta
entist náttúrulega ekki eins vel og að
spengja, en ef farið var vel með hlut
inn þá gat þetta enst þó nokkuð
leng i.“ (ÞÞ 48;7920)
„Ég man ekki til að pottar væru
spengdir en leirtau var spengt. Það var
líka hægt að sjóða það saman í broddi.
Það var svo mikið lím í broddinum og
þessi suða entist oft lengi.“ (ÞÞ
48;7922)