Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 160

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 160
SKAGFIRÐINGABÓK 160 eitt og sér ekki til að halda saman kaffi bolla til langframa. Hlutverk þess var fyrst og fremst að þétta bollann. Eftir líminguna voru spangirnar settar í. Þær eru 12 talsins, þunnar eirspang­ ir, um 3 mm á breidd, en nokkuð mis­ langar eftir aðstæðum. Því næst hefur breiðari spöng verið felld að bolla­ brúninni allan hringinn að utanverðu. Að lokum hefur lími verið drepið í spangargötin að innanverðu í bollan­ um og þar með var hann kominn í nothæft stand. Árni á Ystamói hefur á ný getað drukkið kaffið glaður og sæll úr sínum gamla bolla. Nú hefur saga þessa kaffibolla verið sögð eins og í hana verður ráðið af boll anum sjálfum og þeim sögum sem honum fylgja, en ýmsum spurningum er þó ósvarað. Hvaðan kom þessi boll i? Hversu gamall er hann? Hvenær fóru bændur og búalið í Fljótum að drekka kaffi hversdags? Síðustu spurningunni má velta fyrir sér. Í bókinni Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur, er ýmislegt að finna um kaffi og kaffi­ drykkju og þar er meira að segja mynd af bollanum frá Ystamói. Drykkurinn barst til Norðurlanda um 1700 og ruddi sér til rúms hægt en örugglega næstu eina og hálfa öldina. Elsta dæmi um kaffi á Íslandi er í bréfaskriftum Árna Magnússonar og Lárusar Gott­ rups lögmanns á Þingeyrum frá 1703. Í Þjóðminjasafninu er til kaffikvörn sem þeir Eggert og Bjarni höfðu í far­ angri sínum á ferðalögum um Ísland upp úr 1750 (Hallgerður Gísladóttir 1994) og í Ferðabók þeirra er þess get­ ið að allvíða sé boðið upp á kaffi. Kaff­ ið var þó munaðarvara og neysla þess mun lengi hafa verið bundin við efna­ Hér fyrir neðan eru birtir tveir stuttir kafl ar úr spurningaskrá þjóðháttasafns Þjóðminjasafns, þar sem fjallað er um viðgerðir á leirtaui: „ . . . leirtau var spengt. Það þurfti ævinlega að spengja á tveimur stöðum eða þremur ef ílátið var stórt eða þá skál. Þá voru boruð göt sín hvoru megin við brotið. Síðan var kopar­ þráður sleginn til þannig að hann féll alveg í götin. Endunum á honum var stungið í gegnum götin og þeir síðan beygðir inn af hinu megin. Þetta leit út eins og hefti nú til dags sem blöð eru heft saman með. Það þótti alltaf vandi að spengja og það varð að fara varlega með hlutinn því hann vildi brotna þegar borað var í hann. Það var ævinlega borað með fínum al. Það var bara hægt að bora í leir. Það var ekki hægt að spengja gler eða postulín. Svo var hægt að sjóða saman leirtau í und­ anrennu. Þá varð að binda það saman og láta brotin falla þétt saman. Þetta entist náttúrulega ekki eins vel og að spengja, en ef farið var vel með hlut­ inn þá gat þetta enst þó nokkuð leng i.“ (ÞÞ 48;7920) „Ég man ekki til að pottar væru spengdir en leirtau var spengt. Það var líka hægt að sjóða það saman í broddi. Það var svo mikið lím í broddinum og þessi suða entist oft lengi.“ (ÞÞ 48;7922)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.