Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 161
161
fólk, presta og betri bændur. Á mörg
um heimilum var kaffið fyrst not að til
að bjóða gestum, einkum prestum,
sem alltaf hafa verið veikir fyrir lífs
nautnum, og á fyrri hluta 19. aldar var
víða farið að bjóða til kirkjukaffis eftir
messu. Almennur drykkur verður það
ekki í sveitum fyrr en um miðja 19.
öld. Frá Skagafirði eru allglöggar
heimildir um þetta. Í grein sem Þor
kell Bjarnason skrifaði um lifn
aðarhætti Skagfirðinga segir að „dag
leg morgunkaffibrúkun hafi verið
orðinn býsna almennur siður nyrðra
um 1850.“ Þarna er morgunkaff ið,
fyrsta hressing dagsins, komið til sög
unnar. Einmitt um þetta leyti er Árni
Þorleifsson á Ystamói að hefja búskap.
Ef til vill hafa þau Valgerður kona
hans upphaflega orðið sér úti um
þenn an bolla til að gefa kaffitár prest
inum og öðrum höfðingjum, sem litu
inn á Ystamói. Síðar varð Árni sjálfur
svo mikill kaffimaður að hann mátti
ekki sjá af bolla sínum, en seint mun
hann þó hafa grunað að bollinn góði
yrði einn þeirra hluta úr búi hans sem
lengst stæði.
Heimildir
Eggert Ólafsson: Ferðabók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirr a á Ís-
landi árin 1752–1757 (4. prentun).
Rvík, Örn og Örlygur 1981.
Hallgerður Gísladóttir: Kaffikvörn Eggerts
og Bjarna. Í: Gersemar og þarfaþing: úr
130 ára sögu Þjóðminjasafns Íslands.
Rvík, Þjóðminjasafn Íslands 1994. Rit
stj.: Árni Björnsson.
Hallgerður Gísladóttir: Íslensk matarhefð.
Rvík, Mál og menning/Þjóðminjasafn
Íslands 1999.
Þorkell Bjarnason: Þjóðhættir um miðbik
19. aldar. Í bókinni: Þjóðlífsmyndir, Rvík,
Iðunn 1949, 7–98. Gils Guðmundsson
bjó til prentunar. Sögn og saga 3.
KAFFIBOLLI ÁRNA Á YSTAMÓI