Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 163
HROSSIN Í HÓLABYRÐUNNI
163
Norðurendi Hólabyrðu með Gvendarskál í miðju fjalli. Ljósmynd frá 11. október 2011.
Ljósm.: Sólrún Harðardóttir.
Kolbeinsdal af Almenningshálsi.
Þang að ókum við og fullvissuðum
okk ur innan tíðar um að þar væri eng
in ummerki að finna. Í bakaleiðinni
ákváðum við að fara suður með skóg
ræktargirðingunni á Hólum, en hún
er í neðri hluta Byrðunnar og teyg ir
sig allhátt upp í hlíðina. Þar rák umst
við loksins á hófför í skaflbrún en enga
marktæka slóð. Fórum við hvor í sínu
lagi að rýna í kringum okkur og leita
frekari ummerkja. Veðrið fór versn
andi og gekk á með dimmum éljum
þegar hér var komið. Þar sem við Elli
vorum orðnir viðskila og ekkert að sjá,
fór ég að hugleiða hvort þetta væri
rétt a aðferðin og hugðist bera það
und ir hann þar sem hann gekk nokkru
ofar en ég í hlíð inni. Hvar ég svipast
um eftir honum, rek ég skyndilega
aug un í eitthvað torkennilegt hátt
fyrir ofan hann, sem hverfur samstund
is í élið.
Þegar rofaði var ég tilbúinn með kík
inn og viti menn. Nokkra tugi metr a
neðan við Gvendarskálina stóð hrossa
hópurinn í einum hnapp á brött um
hrygg, umluktum hjarni. Við Elli tók
um að paufast upp í átt til hrossanna
og sóttist ferðin seint því tæplega var
stætt fyrir hálku, auk þess sem farið
var að skyggja. Þegar við loksins kom
umst á hlið við hópinn, hvor sínum
megin, var ókyrrð í fol unum og þeir
greinilega hræddir. Sjáanlegt var að
hóp urinn var þarna í sjálfheldu og eng
inn hestur ójárnaður gæti fótað sig nið
ur í móti í svona færi. Skyndilega, áður
en við vorum nokkuð farnir að athafna
okkur og án þess að við væri ráðið,
ruddust hest arnir á brattann og kröfs
uðu sig áfram upp hjarnið nokkra tugi
metra uns þeir staðnæmdust á skafli
sem lá meðfram brún Gvendarskálar
innar. Lengra komust þeir alls ekki
vegna urðar innar sem markar brúnina.