Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 172
SKAGFIRÐINGABÓK
172
mjaka honum þar fram og til baka til
þess að ná beygjunni. Snarbratt var af
veginum niður að ánni, sem rann
langt þar fyrir neðan. Nú liggur nýr
vegur niðri í dalnum meðfram ánni
og enginn veit af Giljareitnum uppi í
hlíðinni.
Þegar komið var ofan af Öxnadals
heiðinni var ekið um Norðurárdal og
þurfti að aka nokkurn spöl inn eftir
dalnum inn á gömlu brúna á Norðurá
við Prestselshöfða, og síðan niður dal
inn fram hjá Fremri og YtriKotum
og að Silfrastöðum. Á leiðinni niður
Norðurárdal er komið að Valagili,
hrika legu klettagili Valagilsár, sem
Hannes Hafstein orti um forðum.
Fyrsta erindi kvæðisins hljóðar svo.
Hefur þú verið hjá Valagilsá
um vordag í sólheitri blíðu?
Kolmórauð, freyðandi þeytist hún þá,
og þokar fram stórbjörgum gilinu frá,
sem kastast í ólgandi straumfalli stríðu.
Orgar í boðum, og urgar í grjóti,
engu er stætt í því dynjandi róti.
Áin, sem stundum er ekki í hné,
er orðin að skaðræðisfljóti.
Ég man ferðina um Öxnadalsheiði og
Norðurárdal. Ég stóð frammi við bíl
rúðuna og fylgdist með náttúru
undrum og mannvirkjum, og hvert
sinn sem við nálguðumst brúað vatns
fall þá hoppaði ég og dansaði og söng:
„Brú, brú, brú!“ Minnugur þessa hefi
ég fellt nokkrar brúarmyndir inn í
þessa frásögn mína.
Ekið var norður Blönduhlíð og
oftast um hlaðið á bæjunum. Farið var
fram hjá gerðinu hjá Víðivöllum, þar
sem Örlygsstaðabardagi var háður
hinn 21. ágúst 1238. Gamli vegurinn
liggur eftir melum og holtum neðan
við Örlygsstaðagerði. Þar er lágur
þúfnaávali með garðlagi umhverfis að
hluta. Líklega hefur þarna verið býli
löngu fyrir Örlygsstaðabardaga. Farið
var yfir Héraðsvatnabrú á Grundar
stokki til Varmahlíðar og áfram norð
ur til Sauðárkróks. Frá Sauðárkróki
var ekið austur um Borgarsand og yfir
brúna á vesturósi Héraðsvatna, um
Hegranes og Viðvíkursveit og inn
Hjaltadal heim að Hólum. Er komið
var á Eylendið austan Hegraness
þurft i að fara yfir nokkra óbrúaða kíla.
Langferða-
bifreið í
Giljareitnum.
Eig.: HSk.