Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 174
SKAGFIRÐINGABÓK
174
ingar niður að læknum. Er upp úr
Bakkagilinu kom var fram haldið, og
von bráðar komið að Brimneslæk.
Hann rann í gili, sem var nokkru
minna en Bakkagilið. Báðir þessir
lækir voru að sjálfsögðu óbrúaðir.
Áfram var ekið norður sjávarmelana
vestan við Brimnes. Milli vegarins og
túngirðingar í Brimnesi lá Kringlu
mýri. Þegar komið var norður fyrir
Brimnes, sveigði vegurinn til norð
austurs upp með Stekkjargili, yfir
melana og um Brimnesskóga. (Heim
ild: Séra Björn Jónsson frá Bakka.)
Ekki voru hér lengur skógar, sem
stæðu undir nafni, þar sem stóðhross
gætu dulist eins og Fluga forðum,
heldur móar og þúfnakollar vaxnir
fjalldrapa. Þegar Brimnesskógar
þrut u var komið norður undir Hjalta
dalsá á götutroðninga, sem lágu frá
kirkjustaðnum Viðvík að Kolkuósi,
sem forðum var höfn og verslunar
staður biskupsstólsins á Hólum. Ekin
var þessi gata, sem upphaflega var
aðeins kerruvegur, og norðan og aust
an við tún í Langhúsum upp á Gálga
brú yfir Hjaltadalsá. Síðar var skipt
um nafn á Langhúsum og bærinn
nefnd ur Ásgarður. Er komið var upp á
Gálgamelinn greindust leiðir. Til
hægri lá leiðin inn Hjaltadal austan
ár, en áfram til norðurs var ekið að
brúnni yfir Kolku eða Kolbeinsdalsá
hjá Sleitustöðum, og þaðan norður
Óslandshlíð að Hofsósi. Inn Hjaltadal
lá vegurinn um áreyrar og móa og að
nokkru niðurgrafinn. Allir lækir voru
óbrúaðir. Vegurinn varð illfær í fyrstu
snjóum á haustin. Bæirnir ofan vegar
voru NeðriÁs, EfriÁs, Brekkukot
og Víðines. Ráðherraleyfi var gefið út
14. ágúst 1944 að breyta nafni
jarðarinnar Brekkukots í Laufskála.
Árið 1950 var bærinn fluttur niður
fyrir brekkuna á flatirnar sunnan
Lauf skálaholts, skammt frá Lauf
skálarétt, fjárrétt Hólahrepps og Við
víkursveitar, hinni landsfrægu stóð
rétt í Hjaltadal.
Sunnan Víðiness var farið á brú eða
nánast timburfleka yfir Víðinesá.
Hliðið á
þjóðveginum
heim að Hólum.
Eig.: HSk.