Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 175
FLUTT FRÁ AKUREYRI AÐ HÓLUM Í HJALTADAL HAUSTIÐ 1934
175
Hún rennur ofan dal, sem verður mill i
Hólabyrðu og fjallsins Elliða. Dal
urinn heitir tveimur nöfnum, nefnist
Víðinesdalur norðan ár en Hóladalur
sunnan árinnar. Víðinesá er að jafnaði
fremur lítið vatnsfall en í miklum
vorleysingum getur hún orðið að
skað ræðisfljóti. Síðan lá vegurinn yfir
Kollugerði og austan túngirðingar á
Hólum. Nyrst í túninu stóð eitt sinn
mikið gripahús og hlaða, sem kölluð
var »Eldspýtnaborg«. Líklega hefur
mönnum þótt timbrið sparað og það
fullgrannt í stoðir og þakbita. Þarna
voru, er hér var komið sögu, aðeins
standandi þaklausir veggir. Er komið
var fram hjá Eldspýtnaborginni varð
fyrir hlið á Hólagirðingu. Það voru
tveir steinsteyptir, hvítkalkaðir hlið
stólpar, rúmlega mannhæðar háir, og
timburgrind á milli þeirra. Er inn
fyrir hliðið kom var ekið meðfram
gróðrarstöðinni svokölluðu, með tvo
birkilundi á vinstri hönd, og síðan
Kolbeinn Tumason, foringi Ásbirn
inga, sótti að Guðmundi Arasyni
biskupi á Hólum haustið 1208. Hann
var kominn með lið sitt á áreyrarnar
við Víðines á Maríumessu, hinn 8.
september. Aðdragandi þeirrar aðfar
ar var, að flokkur manna úr liði bisk
ups hafði farið um sveitir og krafið
bændur um gjöld. Þeir fóru fram af
mikilli hörku, brenndu einn bæ og
rændu á tveimur bæjum. Talið var að
þetta athæfi væri þvert á vilja biskups
en bændur töldu hann ábyrgan fyrir
þessum ribbaldahætti. Hinn 8. sept
ember var leitað sátta til þess að kom
ast hjá átökum, að Guðmundur bisk
up mætti hverfa frá Hólastað með
liðsmönnum sínum. Allt kom það
fyrir ekki. Kolbeinn undi því ekki að
þeir menn í liði biskups, sem troðið
höfðu illsakir við hann og ættmenni
hans, kæmust auðveldlega á brott.
Daginn eftir fór Guðmundur með sitt
lið og fylgisveina upp í EfriLág
skammt ofan við Hólastað, og norður
eftir láginni allt að Víðinesá. Stað
hætt ir eru þannig, að unnt er að fara
með her manns frá Hólum allt að
Víðineseyrum án þess að menn þar
yrðu nokkurs varir. Guðmundur bisk
up og lið hans hugðist komast brott
fram hjá liði Kolbeins. Kolbeinn
hafði fjögur hundruð manna lið og
ríð ur í veg fyrir menn biskups. Er
flokkarnir mætast lýstur þegar í bar
daga. Biskup situr á hesti með nokkra
klerka í kringum sig og hvatti til þess
að eigi skyldi berjast. Að því gáfu
menn engan gaum. Nærtækt var í
þann tíð að nota grjót í bardögum og
nóg var af því á Víðineseyrum. Kol
beinn Tumason fékk stein í höfuðið í
orustunni og hlaut af því sár til ólífis.
Hann lést eftir bardagann hinn 9.
september 1208. Talið er að Kol beinn
hafi ort sálminn „Heyr himna smiður“
kvöldið fyrir Víðinesbardaga, gæti þó
hafa ort hann nokkru áður, eða
skömm u eftir að Guðmundur biskup
hafði bannfært hann. Þessi 800 ára
sálmur er elsti sálmurinn í íslensku
sálmabókinni og raunar elsti sálmur á
Norðurlöndum. Þorkell Sigurbjörns
son tónskáld samdi það lag, sem nú er
sungið við þennan vel þekkta sálm.