Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 187
187
Guðmundur Jósafatsson og fjölskylda.
Í Höepfnershúsi bjuggu um skeið
hjónin Guðmundur Jósafatsson og
Hólmfríður Jónasdóttir skáldkona
ásamt börnum sínum. Þau fluttu til
Sauðárkróks 1932, en áður stunduðu
þau búskap frá 1927 í Hlíð í Hjalta
dal. Árið 1930 flytja þau að Axlarhaga
og búa þar þangað til þau flytja til
Sauðárkróks, eins og áður er getið. Á
Króknum voru þau með eina til tvær
kýr, kindur og hesta. Guðmundur
stund aði almenna verkamannavinnu.
Þótti hann afar duglegur og ósérhlíf
inn til allra verka. Var hann því eftir
sóttur til vinnu. Hann var nettur og
bjartur yfirlitum og fríður maður.
Hann var meðalmaður á hæð, grannur
og spengilegur og afar glaðsinna.
Hann varð fyrir því slysi rösklega sjö
tugur að detta af baki og hálsbrotna.
Bar hann ekki sitt barr eftir það og
lést nokkrum árum síðar.
Kona hans var, eins og áður er getið,
Hólmfríður Jónasdóttir. Hún var
dótt ir hins kunna hagyrðings Jónasar
Jónassonar frá Hofdölum og konu
hans Önnu Jónsdóttur. Hólmfríður
naut allrar þeirra fræðslu sem um var
að ræða á þeirri tíð. Þá var hún tvo
vet ur á Kvennaskólanum á Blönduósi.
Hólmfríður var rösklega meðalkona á
hæð, augun voru gráblá og skær. Hún
var fluggreind og átti mjög létt með
að kasta fram vísum og kviðlingum.
Hún gaf út ljóðabókina Undir berum
himni árið 1978. Hólmfríður var alla
tíð mjög vinstrisinnuð í pólitík og tók
virkan þátt í félagsmálum. Var hún
virkur félagi í Verkakvennafélaginu
Öldunni og formaður þess til fjölda
ára. Þá sat hún á mörgum Alþýðusam
bandsþingum á vegum félagsins. Hún
var kjörin heiðursfélagi Öldunnar og
einnig Kvenfélags Sauðárkróks. Þau
Guð mundur eignuðust fjögur börn:
Elstur þeirra var Hörður, fæddur
1928, sjómaður og verslunarmaður á
Sauðárkróki. Hann var bráðmúsíkalsk
ur og var tvo vetur við tónlistarnám
hjá Eyþóri Stefánssyni tónskáldi.
HÖRÐUR PÁLSSON
NOKKRIR GÓÐIR GRANNAR
Í HÖEPFNERSHÚSI
Æskuminningar
____________
Í síðustu Skagfirðingabók birtist löng grein eftir Hörð Pálsson þar sem hann rakti æskuminn
ingar sínar frá Sauðárkróki. Fyrir mistök féll út kafli úr þeim hluta þáttarins sem fjallaði um
íbúa Höepfnershússins. Birtist hann hér eftir. Ritstj.