Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 190
SKAGFIRÐINGABÓK
190
Elstur var Guðmundur Helgi, fæddur
1930. Hann var bráðmyndarlegur og
tápmikill strákur. Þegar hann var að
alast upp á Króknum var hann mikið
hjá afa sínum og ömmu í Salnum og
svaf hann þar oft þótt þröngt væri.
Hann lék sér mikið með frænda sínum
Heimsbergi, sem síðar varð rakari á
Króknum. Guðmundur Helgi var
mestan hluta starfsævinnar sjómaður,
svo og bifreiðarstjóri.
Næstur í aldursröð er Ólafur Þórður,
fæddur 1935. Þegar átti að skíra hann
voru þau hjón ekki á eitt sátt um hvað
barnið ætti að heita. Þau koma sér
sam an um nafnið og kallað er á prest
inn til að skíra drenginn, en hann var
skírður úti í Höepfner. Presturinn
spyr hvað barnið eigi að heita. Svarar
Sumarrós að bragði: „Ólafur, Gústi
hvað var hitt?“ Sumarrós gat verið dá
lítið fljótfær, en Króksarar höfðu gam
an af að smjatta á þessu. Þegar Ólafur
varð fulltíða stundaði hann leigubíla
akstur í Reykjavík. Þá vann hann um
tíma hjá Ölgerðinni, en endaði starfs
ævina sem afgreiðslumaður hjá Olís.
Þá er Sigríður Sólveig, fædd 1937,
sem ég þekki ekkert til.
Yngstur er Ágúst Stefán, sem fæddist
í Reykjavík 1941.
Systir Sumarrósar, Ólafía, fædd
1904, var alla tíð til heimilis hjá syst
ur sinni. Þegar fjölskyldan flytur til
Reykjavíkur fer hún með þeim og er
til heimilis hjá þeim þar til hún deyr
1964.