Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 191
KAGFIRÐINGABÓK er rit Sögufélags Skagfirðinga. Bókin hefur komið út
frá árinu 1966 og flutt lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði.
Hér birtist 34. hefti bókarinnar, með sama sniði og síðast, efnismikið og
ríku lega myndskreytt.
Efni bókarinnar er fjölbreytt. Fyrst er grein Árna Gunnarssonar frá Reykjum
um Jón S. Nikódemusson vélsmið og hitaveitustjóra, sem kallaður hefur
verið faðir Hitaveitu Sauðárkróks. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra
segir frá sveitadvöl á Reynistað, Sigurjón Páll Ísaksson fjallar um Halldóru
Árnadóttur, konu Guðbrands biskups, Gylfi Ísaksson leitar skýringa á
ör nefninu Skíðadal í Kolbeinsdal, Hjalti Pálsson flettir minningabók Árna H.
Árnasonar frá Kálfsstöðum, og Bjarni E. Guðleifsson segir frá kynnum
sínum af Árna G. Eylands. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli fjallar um Einar
Bjarnason fræðimann frá Mælifelli, Hjalti Pálsson birtir minningabrot
Guðríðar Brynjólfsdóttur frá Gilsbakka, Árni Hjartarson segir frá kaffibolla
Árna Þorleifssonar á Ystamói í Fljótum, Gunnar Rögnvaldsson lýsir björgun
hrossa úr Hólabyrðu, Sigurður Björnsson rifjar upp flutning frá Akureyri að
Hólum 1934, og Andrés H. Valberg segir sögu Valnastakksins. Loks bætir
Hörður Pálsson við æskuminningar sínar úr Höepfnershúsi.
Það er von ritstjórnar, að bókin og efni hennar falli lesendum vel í geð, og
að þeir veiti áfram öflugan stuðning við útgáfu Skagfirðingabókar. – Hægt er
að gerast áskrifandi að bókinni í síma 453 6640 eða með því að senda
tölvu skeyti í netfangið: saga@skagafjordur.is
S
34
S
K
A
G
FIR
Ð
IN
G
A
B
Ó
K
Hér fyrir ofan: Tinnárhnjúkur með fjölbreytilegri stuðlabergsbrún,
ofan Tinnár sels í Austurdal, sem kemur við sögu í minningum
Guðríðar Brynjólfsdóttur. Ljósmynd: Hjalti Pálsson.
FORSÍÐUMYNDIN er vatnslitamynd Magnúsar Jónssonar af
Reynistað um 1930. Þar er sögusviðið í grein Björns Bjarna
sonar fyrrverandi ráðherra. Frummyndin er á Reynistað.