Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 76
Ó skin um eilíft líf er örugglega tálsýn, nema ef menn trúa á aðrar víddir en þá sem við búum í akkúrat núna. Ekki ætla ég að fara nánar í þá sálma og eft- irlæt það iðkendum hverjar trúar fyrir sig á hvaða ferðalagi viðkomandi er. Hins vegar hefur maðurinn lengi verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum lengt veru okkar hér og hefur læknisfræðin og þróun hennar auðvitað spilað aðalhlutverkið í þeim leik. Með nýrri tækni, meiri þekkingu og fram- leiðslu lyfja og bóluefna höfum við náð mjög langt. Umhverfi okkar og aðstæður, auk fjár- ráða, hafa mikið um þetta að segja líka og samanburðurinn við fátækari og efnaminni lönd sýnir það glöggt. Margar aðferðir hafa verið prófaðar í því skyni og tilraunir gerðar en án þess að teljandi árangur hafi náðst í því að hægja á öldrun, hvað þá lengja umtalsvert líf einstaklinga. Góð gen og almenn skyn- semi koma manni ansi langt þar til flóknari stuðnings verður þörf. Forvarnir eru nauð- synlegar til að draga úr líkum á sjúkdóms- myndun og þá skiptir rétt meðferð höfuðmáli til að draga úr hrörnun og versnandi líkams- starfsemi líkt og við háum blóðþrýstingi og sykursýki svo dæmi séu tekin. Töfralyf Ég fæ oft spurninguna um það hvort ekki séu einhver leyndarmál sem við læknar eig- um eða töfralyf sem geta yngt mann upp eða bætt starfssemi líkamans. Oft koma þá til tals hormónar og hormónalyf. Sérstaklega er þá verið að horfa til karl- og kvenhormóna auk vaxtarhormóns en þau eru mun fleiri, líkt og IGF eða Melatonin. Vissulega hafa þessi efni margvísleg áhrif og geta tíma- bundið haft jákvæð áhrif, en við þekkjum ekki til hlítar þær aukaverkanir sem af þeim kunna að hljótast. Því eru ekki til neinar sér- tækar leiðbeiningar varðandi slík lyf í þess- um tilgangi, þvert á móti er mælt gegn notk- un þeirra með þessum hætti. Það að snúa við öldrun eða „anti aging“ meðferðir sem boðið er upp á eru að verulegu leyti á tilraunastigi. Þar eru í boði ýmsir kokteilar af vítamínum, andoxurum, hormónum, mataræðisleiðbein- ingum, orkuskertu fæði og hreyfingu. Þó má segja að enn vanti nægjanlega einstaklings- miðaðar nálganir sem ég hef áður sagt að sé líklega framtíðin. Gamalt í nýjum búningi Stundum koma gömul lyf fram með virkni sem var áður óþekkt. Nýverið var fjallað um það í fjölmiðlum að með því að taka lyf sem er ætlað sykursjúkum, Metformin, þá væri mögulegt að lengja líf í allt að 120 árum að meðaltali ef marka má umfjöllunina. Það á reyndar eftir að koma á daginn en við mun- um eflaust sjá fleiri slík dæmi koma fram á næstu árum og áratugum. Eitt er víst að þetta gamla lyf gegn sykursýki mun líklega hækka verulega í verði ef það reynist vera yngingarpillan eina sanna. Niðurstaðan Okkur hefur ekki enn tekist að finna lykil- inn að eilífu lífi, né heldur tekist sérlega vel upp ennþá þrátt fyrir mikinn áhuga og vilja að sanna virkni einstaka meðferða. Mikið af gögnum byggir á dýratilraunum sem ekki endilega eru yfirfæranlegar á menn. Því gild- ir hið fornkveðna ennþá, jafnvægi og meðal- hóf er best. Það má þó leyfa sér stöku óhóf af og til, líkt og um jólin, enda vonlaust að gefa fæðisleiðbeiningar á þeim tíma. Það er ágætis leiðbeining að lifa lífinu lifandi, það gleymist stundum líka. Að lifa að eilífu PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Unnið í samstarfi við Doktor.is. Vítamín Gott fyrir Fæðutegundir A-vítamín Sjón Sætar kartöflur Vöxt Gulrætur Ónæmiskerfið Mangó B-vítamín Orkubúskapinn Heilkorn Ónæmiskerfið Kjöt Rauðu blóðkornin Baunir C-vítamín Járnupptöku Sítrus ávextir Kollagen framleiðslu Paprika D-vítamín Bein Fiskur (t.d. lax og túnfiskur) Ónæmiskerfið Næring fyrir líkama og sál Vítamín eru nauðsynleg fyrir líkama og sál. En hvaða áhrif hefur hvaða vítamín og í hvar er hægt að nálgast þau? Helstu ráð við áreynsluþvagleka: n Þjálfun grindarbotns n Raförvun n Hormónameðferð n Lyfjameðferð n Skurðaðgerð Grindarbotnsæfingar fyrir alla Þvagleki við áreynslu er ósjálfráður og verður við líkamlega áreynslu, t.d. við hósta, hnerra, hlátur, hlaup, hopp og við að lyfta þungu. Þetta er fyrst og fremst vandamál kvenna og getur aukist í tengslum við meðgöngu og fæðingu, við tíðahvörf og almennt með aldri. Þjálfun grindarbotnsvöðva er einföld, ókeypis og án aukaverkana ef rétt er að farið. Ætti því að reyna hana á undan öðru. Allar konur ættu að gera grindar- botnsæfingar öðru hverju alla ævi. Einkum er mikilvægt að þjálfa grindarbotns- vöðvana vel eftir fæðingu. Á þann hátt má fyrirbyggja vandamál tengd slökum grindarbotni, s.s. þvagleka við áreynslu. Grindarbotnsæfingar eru líka mikilvægar fyrir karlmenn. En konur sem fætt hafa barn/börn þurfa svo sannarlega að kunna og gera grindarbotnsæfingar alla ævi, það eitt getur komið í veg fyrir mörg vandamál. Algengar villur við grindarbotnsæfingar: Margir spenna rass-, lær-, kvið-, eða öndunarvöðva í stað grindarbotnsvöðva. Sumir þrýsta niður, rembast, en það hefur gagnstæð áhrif. Að takast á við breytingaskeiðið Breytingaskeið kvenna hefur ævinlega verið hjúpað mikilli dulúð. Breytingaskeiðið, eða tíðahvörf, fer oftast í hönd í lífi konunnar á fimmtugsaldri. Oft hafa blæðingar verið óreglulegar í nokkur ár fyrir tíðahvörf. Talað er um að breytingaskeiðið sé um garð gengið, þegar konan hefur ekki haft tíðablæðingar í eitt ár. Hvað er til ráða? Þetta er tímabilið sem vert er að nýta sér til gagns og ánægju. Sérstaklega ætti konan að hugsa vel um sjálfa sig og heilsuna. Hér má líta á nokkur ráð sem ættu að nýtast á breytinga- skeiðinu: Líkamsrækt: Regluleg hreyfing, til dæmis hressi- legir göngutúrar í 20-30 mínútur, 3-4 sinnum í viku, geta bætt heil- brigðum árum við lífið. Hreyfing styrkir beinin og ver gegn bein- þynningu, bætir almenna líðan, og það verður auðveldara að sofna vegna eðlilegrar þreytu. Mataræði: Neysla mjólkurafurða og/eða kalkríkrar fæðu skiptir miklu máli í þeim tilgangi að beinin fái nægjanlegt kalk, til að sporna við beinþynningu. Koffein, alkóhól og sterkt kryddaður matur eykur svitakóf hjá sumum og ber þá að forðast það. Náttúrulegar lausnir: Vegna þurrks í leggöngum eru náttúru- efni á borð við hindberjalauf og rauðs- mára talin efla slímhúð legsins. Kvöld- vorrósarolía hefur hjálpað mörgum konum að takast á við breytingarnar sem eiga sér stað og virðist draga úr einkennum. Grindarbotnsæfingar: Hjálpa við þvagleka. Slökunaræfingar: Nudd, íhugun, jóga eða aðrar öndunaræfingar geta dregið úr einkennum. Ef breytingaskeiðið veldur óbærilegum óþægindum, getur læknirinn orðið að liði með lyfjameðferð. Í dag eru ýmsir möguleikar á að leiðrétta þær hormónabreytingar sem verða á breytingaskeiðinu. Eftirfarandi þættir stuðla að þvagsýrugigt: n Ofneysla áfengis. n Fæðutegundir, sem innihalda mikið magn próteinefna, svo sem lifur, nýru, sardínur og ansjósur. n Offita. n Blæðingar í meltingarvegi. n Meiðsli sem valda mikilli eyðilegg- ingu á vefjum líkamans. n Lyf, t.d. sum þvagræsilyf. Þvagsýrugigt Þvagsýrugigt er gigtarsjúkdómur, sem leggst oft á einn lið í einu og er þá oftast um að ræða smáliði á neðri útlimnum. Oftast verður stóra táin fyrir barðinu. Táin bólgnar og verður rauð og aum, svo aum að minnsta hreyfing getur valdið gífurlegum sársauka. Algengt er að fyrsta verkjakastið komi að næturlagi. Þú vaknar um miðja nótt með gífurlega verki í lið, oftast í stóru tá eða öðrum smáliðum á neðri útlimum, en verkurinn getur einnig verið í smáliðum efri útlima, hné eða öxl. Hvað veldur? Sjúkdómurinn orsakast af þvagsýru- kristöllum sem falla út í liði. Þvagsýra er aukaafurð sem myndast við niðurbrot á kjarnsýrum í líkamanum. Undir venju- legum kringumstæðum losar líkaminn sig við niðurbrotsefnið með þvagi, en hjá ein- staklingum sem hafa þvagsýrugigt safnast þvagsýra fyrir í blóðinu. Helgin 18.-20. desember 201576
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.