Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 40
Síðast þegar ég sótti um P-merki bað ég læknirinn að skrifa í læknis- vottorðið, svona fyrir mína eigin geðheilsu, að Alexander væri fatlaður um ókomna framtíð, hann mun ekki standa upp úr stólnum eftir 5 ár og fara að ganga. Notar reynsluna úr heimi hátískunnar á heilbrigðiskerfið S teinunn Sigurðardóttir er með vinnustofu sína og verslun, STEiNUNN, úti á Grandagarði og hún segir hlæjandi að kannski sé það best geymda leyndarmál borgarinnar. Það má til sans vegar færa, því utan frá séð er ekki hægt að ímynda sér þann ævin- týraheim sem leynist innan dyra. Þar hefur hún stillt upp fjölda gína klæddum í nýjustu línu hennar, lín- una Lava Glass sem hún hannaði í tilefni af 15 ára afmæli fyrirtækis- ins – á sömu kennitölu eins og hún bendir hlæjandi á. Fatnaðurinn er ægifagur, svartur og vínrauður á víxl og það væri hæglega hægt að gleyma sér við að skoða hönnun og handbragð fatnaðarins dögum sam- an. Erindið er þó að taka viðtal við hönnuð Skyrgáms svo ég neyðist til að beita mig hörðu, setja mig í stell- ingar og skella fram fyrstu spurn- ingunni; kom aldrei annað til greina í huga Steinunnar en að verða fata- hönnuður? „Eiginlega ekki, nei. Amma mín var saumakona sem vann á sauma- stofu og það voru öll föt saumuð á mínu heimili. Það var ekki fyrr en ég var þrettán ára sem ég eignað- ist fjöldaframleidda flík, þá fór ég daginn eftir fermingu og keypti mér mínar fyrstu gallabuxur. Ég er því alin upp á heimili þar sem bæði móðir mín og amma saumuðu og prjónuðu nærri allan fatnað á okkur systkinin. Amma lést þegar ég var tólf ára og núna þegar ég er í mastersnámi í þjóðfræði finnst mér mjög gaman að skoða hvern- ig hefðir flytjast á milli kynslóða. Amma kenndi mér að prjóna og prjónið varð að mínu lífsviðurværi. Ég fór leiðir með prjónið sem fæstir hafa farið og það hefur verið minn helsti miðill í gegnum tíðina. Af því að ég þekki prjónið svo vel hef ég líka fundið leiðir til að brjótast út úr hinni hefðbundnu prjónahefð sem margir festast í. Fólk kaupir prjóna- uppskriftir og garn og fer eftir fyrirframgefnum stöðlum um það hvað það eigi að prjóna. Ég kann ekki að prjóna eftir uppskriftum og vil ekki læra það. Kannski er það þversögnin í þessu öllu að alla tíð hef ég leitast við að finna út úr prjóninu eitthvað annað en það sem viðtekið er.“ Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, hannar jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár og nefnist hann skyr- gámur. Steinunn hefur sterk tengsl við félagið því Alexander sonur hennar, sem er fjölfatlaður, hefur notið góðs af starfi félagsins frá þriggja mánaða aldri. Steinunn var aðstoðarhönn- uður hjá Calvin Klein þegar hún varð ófrísk en hún segir aldrei annað hafa komið til greina en að ala barnið upp á Íslandi. Prjónað við trommuslátt án prjóna Hér sprettur Steinunn á fætur og sækir fag- urlega innbundna bók sem inniheldur prjó- naprufur og lýsingar á mismunandi prjóni. „Þessa bók gerði ég þegar ég var tólf ára og hún hefur fylgt mér æ síðan. Þarna eru þau sex grundvallaratriði sem prjón bygg- ist á, sem nauðsynlegt er að kunna, en síð- an er hægt að byggja endalausar útgáfur á þeim. Ég held því fram að það sé hægt að prjóna næstum hvað sem er, listaverk, peysur, lampaskerma, sokka, gluggatjöld, borðtuskur, sokka, nærboli, vettlinga, húf- ur, buxur, kjóla möguleikarnir eru enda- lausir. Ég segi öllum að brjótast út úr því að prjóna eftir uppskriftum og prjóna í staðinn það sem þeir vilja sjálfir. Áhugi minn leiddi það af sér að ég setti í gang workshop sem heitir Rythm Knitting sem stendur í tvo og hálfan til þrjá tíma, meðal annars hafa þessi workshop verið haldin í Kennedy Art Center, Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn, Frankfurt Design Museum, National Gallery Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Þar er ég að láta fólk prjóna en ég byrja á því að taka af því prjónana, læt það prjóna með fingrum og berum höndum og þannig lærir fólkið hvernig verkfræðin í prjóninu er með sínum eigin líkama. Í nærri öllum workshops hef ég notað trommara sem spilar taktfasta tónlist sem byrjar hægt en síðan er hraðinn aukin. Í lokin er orði mikið fjör, fólk er dansandi upp á borðum eða úti á miðju gólfi, ég hef bætt ljósum inn í prjónið og þá er gjörningurinn að verða fullkominn. Hægt er að skoða öll vídeóin sem ég hef gert um Rhythm Knitting prjón- ið inn á Youtube þar sem allir geta skoðað þau og æft sig í að prjóna. Ég hef ekki enn haldið svona workshop hérlendis, en senni- lega geri ég það á næsta ári og er að leita að góðum stað til að gera þetta á.“ Aftur sprettur Steinunn á fætur, kveikir á stórum tölvuskjá og sýnir mér myndir frá workshops sem hún hefur haldið, þar sem glögglega má sjá að lýsingar hennar á gleðinni sem einkennir samkomurnar eru engar ýkjur. Við höldum áfram að tala um prjón, fatahönnun, gæði efna og flíka og það er augljóst að Steinunn hefur ástríðu fyrir starfi sínu. Tvö heilbrigðiskerfi á Íslandi En viðtalið átti að snúast um Alexander og Skyrgám og ég verð að beina því á þá braut. Fyrsta spurningin er hvaða sjúkdóm Alex- ander sé með. „Hann er ekki sjúkdómsgreindur. Það er mjög skrítið, að þótt hann sé að verða 21 árs þá hefur hann aldrei fengið sjúkdóms- greiningu. Og þegar greininguna vantar þá fellurðu ekki inn í neitt í hefðbundna kerf- inu, þú átt í raun hvergi heima. Þú fellur ekki inn í neitt foreldrafélag, þú ert ekki gjaldgengur í neitt félag sem ber heiti sjúk- dóms, þú ert ekki með neitt í höndunum varðandi framtíðarvæntingar og læknar vita eiginlega ekkert hvað þeir eiga að segja við þig. Ég hef oft talað um að það séu tvö heilbrigðiskerfi á Íslandi, annað sem tekst á við dreng eins og Alexander og hitt sem dílar við okkur hin. Ég hef fundið fyrir þeim báðum, annað virkar ágætlega, hitt er svona til hliðar og engin talar um það. Að eiga fatlað barn þýðir að þú lendir í ýmsum skrýtnum kringumstæðum sem geta verið bæði hlægilegar og síðan öm- urlegar. Viðbrögð fólks við fötluðum ein- stakling geta líka verið mismunandi, hið „Ég hef oft talað um að það séu tvö heilbrigðiskerfi á Íslandi, annað sem tekst á við dreng eins og Alexander og hitt sem dílar við okkur hin.“ Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 40 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.