Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 114

Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 114
Draumur Helgu Xochitl Ingólfsdóttur er að verða leik- og söngkona. Ljósmynd/Hari  Sjónvarp Hin 12 ára Helga leikur í klukkur um jól Krakkar farnir að þekkja mig úti á götu Á dagskrá RÚV fyrir þessi jól er ný þriggja þátta mynd sem heitir Klukkur um jól, og er gerð fyrir börn og unglinga. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson og handritið er eftir Guðjón Davíð Karlsson, Góa. Í myndinni er sögð lítil og hjartnæm jólasaga af íslenskum krökkum í íslenskum samtíma þar sem tekið er á brýnum viðfangsefnum á borð við einelti, fordóma, mikilvægi vinskaparins og hinn eina sanna jólaanda. Með aðalhlutverkið fer hin 12 ára Helga Xochitl Ingólfsdóttir sem býr í Hveragerði. É g var orðin spennt að sjá og leist bara mjög vel á,“ segir Helga Xochitl Ingólfsdóttir sem leikur aðalhlut- verkið í þáttunum Klukkur um jól en fyrsti þátturinn var um síðustu helgi á RÚV. „Ég fór í prufur hjá Iceland Casting hjá Sigrúnu Sól fyrir þessa þætti og mér var ekkert sagt hvaða hlutverk væri verið að prófa fyrir,“ segir hún. „Daginn eftir fékk ég að vita að ég mundi fá hlutverk og seinna að þetta væri aðalhlutverkið, sem var mjög gaman. Ég vonaði bara að fá að vera með svo það var óvænt að fá aðalhlut- verkið,“ segir hún. „Ég hef verið í Sönglist söng- og leik- listarskóla og leik í jólaleikritinu hjá þeim í ár, og ég hef leikið í Stundinni okkar og í nokkrum auglýsingum, svo ég hef alveg leikið nokkuð mikið,“ segir Helga sem er 12 ára og er í Grunnskólanum í Hveragerði. „Þetta eru svolítið spennandi þættir og ég held að þetta sé kannski ekki fyrir alveg yngstu krakkana, en flestum finnst þetta mjög skemmtilegt held ég. Við tókum þetta upp bara viku áður en þetta var sýnt á RÚV,“ segir hún. „Ég fór bara í tökur í 12 tíma á dag og það gekk bara mjög vel, og Bragi leikstjóri var góður við okkur. Ég er í Borgarbörnum fyrir jólin sem setja upp jólaleikrit á hverju ári sem ég er að leika í núna og við sýnum frekar oft,“ segir hún. „Það er ekkert mál að keyra fram og til baka frá Hveragerði svona oft, en maður getur orðið svolítið þreyttur á því. Ég er mjög mikið í Reykjavík og gisti líka oft þar. Það búa eiginlega allir sem ég þekki í Reykjavík þó ég sé búin að búa í Hveragerði í þrjú ár. Það er fínt í skól- anum þar. Það eru stundum sett upp leikrit en engin leiklistarkennsla,“ segir hún. „Mig langar mikið að verða leik- og söng- kona. Það er svona draumurinn. Vinkonum mínum og mörgum sem ég þekki fannst fyrsti þátturinn bara mjög flottur. Svo er líka mjög fyndið að það eru margir krakkar sem þekkja mig úr þættinum úti á götu, það er skemmtilegt og fyndið. Einhverjir sem maður veit ekkert hverjir eru,“ segir Helga Xochitl Ingólfsdóttir sem segir Xochitl nafnið koma frá Mexíkó þar sem afi hennar fæddist og nafnið merkir blóm. Klukkur um jól verða á dagskrá næstu tvo sunnudaga á RÚV. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég vonaði bara að fá að vera með svo það var óvænt að fá aðalhlut- verkið. Eðalsteinar og demantar  leikHúS jólaSýningin njála farin að taka á Sig mynd Blóðugt trommusóló í Borgarleikhúsinu Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að mikil leynd hvílir yfir upp- setninu Borgarleikhússins á Njálu, jólasýningu leikhússins. Leikstjór- inn Þorleifur Arnarsson er þekktur fyrir það að fara ótroðnar slóðir í uppsetningum sínum og hefur hann á æfingaferlinu farið með leikarana út á hina listrænu brún að sögn kunnugra. Mikið af blóði er notað í sýning- unni, en ekki hefur komið fram í hvaða tilgangi. Fréttatímanum barst þó mynd af æfingu, þar sem leikarinn Björn Stefánsson, sem áður gerði garðinn frægan sem trymbill harðkjarnasveitarinnar Mínus, spilar af miklum móð á trommusett á sviðinu, á meðan hellt er yfir hann nokkrum lítrum af blóði. Borgarleikhúsið og starfs- menn þess iða af spenningi þessa dagana og það er greinilegt að Njála muni hrista vel upp í leikhús- gestum á nýju ári. -hf Leikstjórinn Þor- leifur Arnarsson er þekktur fyrir það að fara ótroðnar slóðir í uppsetn- ingum sínum. Björn Stefáns- son reynir að spila á tromm- urnar, þakinn í gerviblóði. Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal er hættur við að opna skemmtistaðinn Escobar þar sem Dolly var áður til húsa í Hafnarstræti. Frétta- tíminn greindi frá þessum áformum í sumar, en á Escobar á að vera latínóstemning með tilheyrandi kokteilum og tekílaskotum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans leita Jón Gunnar og samstarfsmenn hans sér nú að öðru húsnæði fyrir Escobar. Því er hins vegar hvíslað í skemmtanabransanum að eigendur Loftsins ætli sér að opna annan stað í húsnæði Dolly á næstunni. Þarna hafa lengi verið reknir skemmti- staðir, áður en Dolly var opnað var Dubliner’s þar um árabil. Búrblaður og Grandagleði Á sunnudaginn ætla búðaeigendur í verbúðunum við Grandagarð að taka sig saman og vera með opið frá 11-18. Hver verslun mun bjóða upp á allskyns upp- ákomur og smakk fyrir gesti og gangandi. Tuddinn, hamborgarabíll Dodda og Lísu frá Matarbúrinu, kemur og grillar girnilegustu holdanauts borgara með ostum frá Búrinu. Lilli bóndi frá Kiðafelli verður líka hjá þeim með tvíreykta hangi- kjötið sitt. Búrverjar verða með smakk á frönskum jólabjórum með velvöldum ostum. 17 sortir verða. Sérríköku smakk. Jólaís í Valdís. Jens gullsmiður býður upp á konfekt og hvítvín og Sifka verður með sitt úrval af gjafavöru. Logandi báltunnur verða meðfram Grandagarðinum sem búa til einstaka jólastemningu. Barnaball í Gamla bíói Gamla bíó býður börnum og fjöl- skyldum þeirra á gamaldags barnaball á sunnudaginn klukkan 14. Þar mun barnakór Vatnsendaskóla leiða söng og dans í kringum jólatréð og veitingar verða í boði. Jólasveinar hafa boðað komu sína og munu vonandi rata á réttan stað, en þeir eru búnir að vera að æfa sig í að taka selfí og ætla að stilla sér upp með þeim börnum, og fullorðnum börnum, sem vilja vera á mynd með þeim. Allt er þetta í boði Gamla bíós og eru allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin á Sónar stækkar Tíu hljómsveitir og listamenn hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík – sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 18.-20. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra er bandaríska dans-rokksveitin !!! (CHK CHK CHK), einn virtasti plötusnúður heims, Annie Mac, og hin rísandi stjarna Hildur sem margir þekkja úr hljómsveitinni Rökkurró. Escobar opnar ekki í Hafnarstræti 114 dægurmál Helgin 18.-20. desember 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.