Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 108

Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 108
HORFÐU Í GÆÐIN 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM SONY SJÓNVÖRPUM Nýherji / Borgartúni 37 Kaupangi Akureyri netverslun.is W8 Afburðahönnun og frábær myndgæði frá meisturum Sony 43" – Verð: 149.990 kr. 50" – Tilboðsverð: 179.990 kr. 55" – Tilboðsverð: 209.990 kr. X8 W85 Sjáðu stærstu myndina í snjallasta sjónvarpinu 65" – Verð: 369.990 kr. 75" – Verð: 569.990 kr. 4K Ultra HD upplausn, sjáðu hvert smáatriði í nýju ljósi 43" – Verð: 199.990 kr. 49" – Tilboðsverð: 219.988 kr. 55" – Tilboðsverð: 279.990 kr. Markús & The Diversion Ses- sions blása til tónleika í Gym & Tonic á KEX Hostel í kvöld, föstudaginn 18. desember, klukkan 21. Hljómsveitin mun spila flest lögin af nýútkom- inni plötu sinni, The Truth The Love The Life, ásamt fleiri lögum, eldri og nýrri. Sveitin leggst í hýði á nýju ári þar til útgáfutónleikar verða haldnir í mars/apríl. Þetta er því gott tækifæri til þess að hlýða á tónleika af stærri gerðinni með sveitinni. Markús & the Diversion Sessions skipa þeir Ási Þórð- arson, Georg Kári Hilmars- son, Markús Bjarnason og Marteinn Sindri Jónsson. Á tónleikunum í kvöld verða lög- in skreytt með lúðrablæstri, slagverki og bakröddum ým- issa gestaspilara. Húsið opnar klukkan 20.30 og byrja tónleikarnir stundvís- lega klukkan 21. Forsala miða er á Tix.is og er verð í forsölu 1000 krónur, verð á miðum við dyr er 1500 krónur. -hf Kammerhópurinn Cammerarctica hefur spilað Mozart við kertaljós í 23 ár.  Tónleikar Markús á keX HosTel Markús spilar nýju lögin  JólaTónleikar MozarT við kerTalJós á efnisskránni í ár eru Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Kv. 411 og Kv. 580 , Allegro úr Divertimento fyrir strengi Kv.563 og Kvartett fyrir klarinettu og strengi Kv. 374. Einnig syngja tveir ungir söngvarar þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ár- mannsson Ave Maríu úr óperunni Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfra- flautunni eftir Mozart. „Þetta er nánast sami hópurinn og byrjaði fyrir 23 árum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari. „Við erum fjögur sem höfum staðið vaktina í öll skiptin.“ Ásamt Ármanni skipa Cammerarctica þau Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Einar Jóhannesson sem leikur á uppáhaldshljóðfæri Mozarts, Bassetthornið. „Hallfríður Ólafsdóttir, konan mín, hefur verið með frá upphafi en getur ekki verið með í ár, og er þetta upp- haflega hennar hugmynd,“ segir Ármann. „Hún lætur verkin tala, eins og maður segir. Við fengum lánaða kertastjaka í byrjun og prófuðum þetta og það mætti bara fullt af fólki. Við hugsuðum þá með okkur að þetta væri eitthvað sem hægt væri að endurtaka,“ segir hann. „Svo seinna létum við sérsmíða kertastjaka fyrir okkur og gerðum meira úr þessu. Í dag eru þetta 500- 600 manns sem koma á þessa tónleika. Mikið af fólki sem maður sér aldrei á tónleikum en hefur gert það að hefð að koma á þessa tónleika. Við höfum verið í sömu kirkjunum á sömu dag- setningunum ár eftir ár,“ segir Ármann. Tónleikarnir verða fernir. Í Hafnarfjarðar- kirkju á laugardagskvöld, Kópavogskirkju sunnudagskvöld, Garðakrikju á mánudags- kvöld og í Dómkirkjunni þriðjudagskvöldið 22. desember. „Það er sérstök stemming sem mynd- ast við það að nota bara birtuna af kerta- ljósum,“ segir Ármann. „Svolítið eins og að hverfa aftur í tímann. Þetta eru aðallega ljós í kringum okkur flytjendur, ásamt ljósum í gluggum og slíkt. Andrúmsloftið verður allt annað. Við rétt sjáum á blöðin,“ segir hann. „Efnisskráin er síbreytileg, en samt koma alltaf sömu verkin upp aftur og aftur. Svo endum við alltaf á sama sálminum og það hefur verið hefð fyrir því. Við höfum bara haldið þetta út í þennan tíma og brölt með stjakana frá ári til ár. Þetta er einstök stemming og hringir inn jólin hjá okkur, rétt eins og hjá tónleikagestum. Tónlist Mozart er líka svo ótrúleg,“ segir Ármann. „Hún er bæði létt og leikandi í bland við mikinn hátíðleika, svo þetta á allt saman vel saman. Hvort við höldum áfram í önnur 23 ár er ekki gott að segja. Við höfum gert grín að því að kannski á endanum mætum við bara og látum taka mynd af okkur og spilum ekki neitt,“ segir hann. „Við gerum þetta bara eins lengi og við getum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari. Tónleikarnir eru allir klukkan 21 og eru um klukkustundarlangir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Ármann Helgason, klarinettuleikari Cammerarctica, segir þessa tónleika hringja inn jólin hjá mörgum, og líka hjá meðlimum. Hefð í tuttugu og þrjú ár Tónlist Mozart er líka svo ótrúleg, hún er bæði létt og leikandi í bland við mikinn hátíðleika, svo þetta á allt saman vel saman 108 menning Helgin 18.-20. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.