Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 42
2.190.000 kr. Kia Rio LX 1.1 Árgerð 2014, ekinn 30 þús. km, dísil, 75 hö, beinskiptur. 3.890.000 kr. Kia Carens EX 1.7 Árgerð 2014, ekinn 67 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur. 5.990.000 kr.3.950.000 kr. Kia Sorento ClassicKia cee’d EX 1.6 Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur. Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km, dísil, 128 hö, sjálfskiptur.4.490.000 kr. Kia Sportage EX Árgerð 2014, ekinn 105 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur. 28.777 kr. á mánuði* 51.777 kr. á mánuði* 50.777 kr. á mánuði* 78.777 kr. á mánuði* Afbo rgun aðe ins: 58.7 77 k r./mán .* *Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**Ábyrgð fylgir! nútíma samfélag sem er saman- sett af miklum fjölbreytileika, bæði milli kyna, stétta og kynþátta, ætti að þola miklu meiri fjölbreytileika, en einhvern veginn er það eins og að fatlaðir hafi ekki fengið að vera með. Við fórum með Alexander til New York þegar hann varð tvítugur og munurinn á viðhorfi fólks var sláandi. Í New York var leitast við að veita okkur aðstoð og fólk var alltaf að spyrja hvort það gæti ekki eitthvað hjálpað okkur. Við vorum síðan stödd á veitingahúsi og mað- urinn minn var að reyna að komast með drenginn framhjá 24 manna borði þegar sá sem sat við endann hrópaði á alla sem sátu við borðið; hey færið ykkur, hjólastóll þarf að komast framhjá. Og það færðu sig allir. Hér hefði þurft að biðja hvern og einn að færa sig og það hefði tekið heila eilífð að komast út með hjólastólinn að ég tali nú ekki um augnatillitin sem hefðu fylgt með. Okkur hefur orðið tíðhugsað um af hverju þessi munur stafi og ég held kannski að ein af ástæðunum gæti verið sú að í Bandaríkjunum þekkja margir til hermanna sem hafa særst í stríði og almenningur sýnir þeim virðingu og kurteisi. Viðhorf Íslend- inga er hins vegar ekki svona, þeir horfa og snúa sér svo gjarnan und- an. Þess vegna er ég svo ánægð með að Hitt húsið skuli vera niðrí bæ en Alexander var þar í mörg ár, það eru allir orðnir vanir að sjá krakkana úr Hinu húsinu í miðbænum, þau er orðin hluti af miðbæjarlífinu og hluti af samfélaginu.“ Nýtt læknisvottorð á fimm ára fresti Eitt af því sem Steinunn segir vera lýsandi fyrir hvernig kerfið sér um þessa einstaklinga er hið fræga P- Merki í bílinn. Sækja þarf um það til Sýslumannsins í Kópavogi, með tilheyrandi læknisvottorði, ferðum fram og til baka og myndatöku. „Þegar lykillinn að peningum þín- um, kreditkortið, rennur út færðu nýtt sent í pósti og hinn venjulegi einstaklingur fær ökuskírteini sem gildir í 15 ár. Þjónustan við okkur í samfélaginu er alltaf að lagast og verða þægilegri. Það er mér því gjör- samlega óskiljanlegt að eitt P-merki fyrir einstakling eins og Alexander skuli ekki mæta hér í póstinum eins og kreditkortið mitt og hafa aðeins líftíma upp á 5 ár meðan ökuskírteini hafa 15 ár. Síðast þegar ég sótti um P-merki bað ég læknirinn að skrifa í læknisvottorðið, svona fyrir mína eigin geðheilsu, að Alexander væri fatlaður um ókomna framtíð, hann mun ekki standa upp úr stólnum eftir 5 ár og fara að ganga þegar p- merki rennur út. Hann er fjölfatlaður og mun verða það ævilangt, P-merki hans ætti því allavega að hafa líftíma upp á 15 ár. Líf þeirra sem hugsa um hann er því gert miklu flóknara og erfiðara með lögum og reglugerðum sem eru löngu orðnar úreltar meðan líf okkar hinna er gert þægilegra.“ Sér ekki eftir að flytja heim Steinunn og maður hennar, Páll Hjaltason arkitekt, voru bæði í góð- um störfum í New York þegar hún varð barnshafandi en fluttu heim þegar Alexander var rétt ófæddur. Hún segir aldrei neitt annað hafa komið til greina. „Sú ákvörðun var tekin þegar ég var komin nokkuð margar vikur á leið að barnið okkar myndi alast upp á Íslandi. Það sem gerði okkur að þessum manneskj- unum sem við værum í dag væri að við hefðum alist upp á eyjunni fögru Íslandi. Fyrir þann sem er búinn að búa lengi erlendis er Ísland yndis- legt í minningunni og kannski var heimþráin farin að taka til sín, við vildum líka að barnið okkar hefði tækifæri til að alast upp með fjöl- skyldu. Ég sagði upp hjá Calvin Klein en það var engin eftirsjá með það, við vildum að barnið hefði ís- lenskt vegabréf. Ég sé ekki eftir því, þótt ég viðurkenni að á hinum seinni árum hefur okkur oft dottið í hug að endurskoða þessa ákvörðun. Ísland hefur breyst mikið á þessum 20 árum síðan Alexander fæddist og ég sakna fagmennskunnar frá vinnu minni erlendis svo ég segi það nú bara hreint út. Tískuheimurinn hér er mjög ungur og lítill og ekki margir hafa fengið þjálfun í stórum tískuhúsum. En hægt og rólega, kannski með ábendingum og krí- tík, þá hefur það haft áhrif að vera hér og maður sér hlutina verða betri og betri, ég er sannfærð að íslensk fatahönnun eigi eftir að verða stór.“ Engill á vökudeildinni Talandi um hönnun þá er löngu tímabært að Skyrgámur, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, berist í tal. Hvernig kom það til að Steinunn hannaði hann? „Já, hún Berglind frá SLF hringdi í mig og ég sagði að sjálfsögðu já um leið og ég var beðin um það. Þannig var að þegar Alexander var búinn að liggja tvo mánuði á vökudeild eftir fæðingu þá vildum við fá hann heim, ég eyddi 8 tímum á dag á spítalan- um hvort sem var, ég gat alveg eins séð vel um hann hér heima og ég viðurkenni að ég þoldi ekki að hafa hann þarna lengur, Þegar við fórum heim af spítalanum þá kom til mín engill, hjúkrunarkona á vökudeild- inni, og hvíslaði því að mér á leiðinni út að ég skyldi fara með drenginn í sjúkraþjálfun strax. Vegna þess- arar ráðleggingar lendir Alexand- er inni hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þriggja mánaða gamall og það er það besta sem gat kom- ið fyrir okkur því þar lenti hann í höndunum á konu, henni Unni Gutt, sem við eigum ansi mikið að þakka Hún kenndi okkur umgegni við drenginn, stappaði í okkur stálinu, fyrir utan það kenndi hún honum að syngja Fyrst á réttunni og svo á röngunni, söngur sem er enn sunginn í dag. Tuttugu árum síðar er Alexander enn í þjálfun og samband hans við félagið er orðið ótrúlega sterkt. Það þekkja hann allir þar. SLF er búið að vera stór hluti af okkar lífi og er enn í dag. Það var því alveg sjálfgefið að ég segði já við þessari beiðni SLF. Ég gat valið um að hanna nokkra jóla- sveina og ég valdi Skyrgám vegna þess að Alexander borðar svo mikið skyr og honum finnst það svo gott. Það kom enginn annar til greina í mínum huga en Sigurður Pálsson þegar ég var spurð hvaða ljóðskáldi ég gæti hugsað mér að vinna með, en það fylgir alltaf ljóð óróanum. Ég leigði hjá þeim hjónum úti í París þegar ég kom þangað fyrst 22 ára gömul og er tengd þeim mjög sterk- um böndum. Ljóðið hans Sigurðar er bæði hrífandi og því fylgir mikil kátína í mínum huga.“ Kerfið setur upp hindranir Steinunn hefur mjög sterkar skoð- anir á því hvernig búið er að fötl- uðum í samfélaginu og segir mála- flokka fatlaðra og gamals fólks vera gleymdu málaf lokkana. Dæmið sem ég tók áðan um P-merkin segir eiginlega allt sem segja þarf. Kerfið sér ekki þessa einstaklinga eins og okkur hin og það er það sem ég set út á. Tryggingastofnun hefur skráð hjá sér að Alexander sé í fötlunar- flokki eitt, sem sagt fjölfatlaður, er svona óskaplega erfitt að búa til eitt excel-skjal fyrir alla sem eru í þeim flokki og skilgreina þarfir þeirra svo ekki þurfi að framvísa læknis- vottorði í hvert einasta skipti sem þeir þurfa á þjónustu að halda? Eins og þetta er núna er kerfið ekki að hjálpa heldur þvert á móti alltaf að setja upp hindranir. Fyrir fatlaðan einstakling sem býr heima hjá for- eldrum árið 2105 þá á kerfið að vera orðið miklu skilvísara.“ Jólalög allt árið Steinunn segir að reynslan úr hin- um harða heimi hátískunnar hafi hjálpað sér mikið í glímunni við kerfið, hún hefði sennilega bara bugast ef hún hefði ekki haft þá reynslu að þurfa að standa á sínu og berjast fyrir því sem hún trúir á. „Það sem hefur líka létt þetta stórkostlega er hvað Alexander er glaður og heilbrigður einstakling- ur þrátt fyrir fötlunina. Hann er ótrúlega hamingjusamur drengur, síbrosandi og syngur jólalög allt árið um kring, það er stundum dá- lítið vandræðalegt þegar ég er að spila tónlist í búðinni og það koma kannski jólalög í júlí. Þannig að þó að ég kvarti yfir kerfinu þá er líf mitt með honum dásamlegt, hann er minn andlegi gúrú. Að lesa hann og skilja, fara með honum í gegn- um lífið og sjá hvernig samfélagið dílar við hann hefur verið mikil lífs- reynsla. Það hefur líka verið ein- staklega áhugavert að sjá hvað býr í mannfólkinu, hvernig mann það hefur að geyma þegar það upplifir hann. Ég hefði ekki viljað missa af allri þessari lífsreynslu, hún er ótrúleg, Alexander og samskiptin við hann hafa kennt mér meira en nokkuð annað í lífinu.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is 42 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.