Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 88

Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 88
88 matur & vín Helgin 18.-20. desember 2015 Jólin koma med Fjölmargar skemmti- legar verslanir hafa sprottið upp úti á Granda að undan- förnu og hverfið verður sífellt líflegra. Ein af þessum verslunum er Matarbúrið sem er sér- verslun með nautakjöt. Matarbúrið reka hjónin og nautgripabændurnir Þórarinn Jónsson og Lisa Boije af Gennaes sem búa á Hálsi í Kjós. Þar rækta þau grasalið Galloway-nautakjöt af mikilli ástríðu – ástríða sem er augljós þegar verslunin er heimsótt. Við fengum þau Lísu og Dodda til að leggja okkur til girnilega upp- skrift að nautabrisket sem getur passað hvenær sem er um hátíðarnar. Hægelduð hátíðarsteik hjónanna á Hálsi Innihald: - U.þ.b. 1,3 kg. brisket (við stofuhita) - salt og pipar - 2 lárviðarlauf - 4 negulnaglar - 10 svört piparkorn - 2 stjörnuanis - 1 kanilstöng, brotin í tvennt - 2 tsk. sykur - 2 tsk. worchestersósa - 200 gr. þurrkaðir ávextir (t.d. fíkjur,apríkósur og sveskjur, jafnvel blandað saman) – skornir í tvennt eða í heilu - 600 ml. rauðvín - 2 dl. nautasoð - 2 matsk. sólblómaolía - 200 gr. gulrætur, flysjaðar og saxaðar gróft - 450 gr. púrrulaukur, saxaður gróft - 2 gulir laukar, saxaðir fínt Aðferð: Hitið ofninn í 150°C. Þerrið bris- ketið og setjið eina matskeið af sólblómaolíu á steikarpönnu og brúnið brisketið vel á báð um hlið- um, þar til það er orðið gullinbrúnt. Takið brisketið af pönnunni og færið í ofnfast form með loki. Bætið annarri matskeið af sólblómaolíu á steikarpönnuna og steikið gula laukinn í u.þ.b. 2 mínútur, bætið þá púrrulauk, gulrótum og kryddi út í og steikið í nokkrar mínútur til, bætið nú rauðvíni við og skrapið botninn á pönnunni til að ná fram öllu brisketbragðinu. Nú má setja nautasoðið út í og hita að suðu, hér er rétta að staldra við og salta og pipra eftir smekk. Þegar suðunni er náð, takið þá pönnuna af hitanum og hellið yfir brisketið. Lokið forminu vel og stingið því inn í heitan ofninn. Eftir um það bil klukkustund skuluð þið snúa brisketinu við í forminu. Eftir 2-2,5 klukkustundir takið þið formið úr ofninum og látið kólna, ef hægt er veiðið þá fituna ofan af. Daginn eftir er rétturinn hit- aður upp og er gott að bera hann fram með kartöflumús. Ef svo ólíklega vill til að afgangur verði af réttinum þá er hann bara enn betri að einum degi liðnum. Hægeldað brisket með jólabragði Best er að elda þetta deginum áður til að rétturinn verði sem bragðmestur. Eldunartími 2-2,5 klst. Uppskriftin er fyrir 6 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.