Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 66
Geysir opnar nýja
verslun á Skólavörðustíg
Geysir hefur opnað nýja og
glæsilega verslun á Skóla-
vörðustíg 7. Verslunin er
hugsuð sem framlenging á
upprunalegu versluninni á
Skólavörðustíg 16. Í versluninni
má finna aukið vöruúrval auk
nýrrar fatalínu frá Geysi sem
hönnuð er af Ernu Einars-
dóttur. Notaleg og heimilisleg
stemning verður í verslunum
Geysis fram að jólum og opið
verður langt fram á kvöld.
G eysir sem verslun og vöru-merki er í sífelldri þróun og lengi hefur staðið til að
stækka Geysi. Að sögn Lovísu V.
Guðmundsdóttur, rekstrarstjóra
Geysis, er í raun ekki litið á búðina
sem algjörlega nýja verslun heldur
meira sem framhald af upprunalega
Geysi. Í nýju versluninni má finna
aukið vöruúrval auk þess sem ný
fatalína frá Geysi, hönnuð af Ernu
Einarsdóttur, er fáanleg í verslun-
inni. „Við erum að bæta ansi vel í
merkjaflóruna okkar og það koma
inn ný merki með nýju versluninni.
Það verður meiri áhersla á kven-
fatnað en það verður alltaf nóg í
boði fyrir herrana líka. Verslanirnar
eiga að tala ansi mikið saman og við
vonumst til að fólki líði eins og það
hafi bara farið upp á næstu hæð í
Geysi frekar en inn í algjörlega
nýja verslun,“ segir Lovísa. Með-
al merkja sem eru fáanleg í nýju
versluninni, auk Geysis línunnar,
eru Stine Goya, Woodwood, Ganni,
New Balance og Chie Mihara.
Áhersla á íslensku ullina
Fatalína undir merkjum Geysis hefur
verið fáanleg frá árinu 2010 og í nýju
línunni er lögð áhersla á íslensku ull-
ina. Erna Einarsdóttir hefur hannað
fyrir Geysi síðan 2013 en hún er út-
skrifuð með mastersgráðu í fata-
hönnun frá Central Saint Martins
í London. „Með tilkomu Ernu kom
fram ákveðin löngun að bæði stækka
línuna og vinna meira og öðruvísi
með ullina sem og önnur gæðaefni.
Seinustu tvö ár hafa því farið í mikla
tilrauna- og þróunarvinnu og það var
virkilega gaman að kynna afrakstur
þessarar vinnu í tengslum við opnun
nýju verslunarinnar,“ segir Lovísa.
Notaleg stemning verður í verslun-
um Geysis á Skólavörðustíg fram að
jólum og tilvalið að kíkja þar við á
röltinu um miðborgina.
Unnið í samstarfi við
Geysi
Geysir hefur
opnað nýja
og glæsilega
verslun á
Skólavörðu-
stíg 7. Opið
verður til
klukkan 22 öll
kvöld fram
að jólum, og
til klukkan 23
á Þorláks-
messu. Myndir/
Axel Sigurðsson.
Andi jólanna
í miðbænum
Sannkölluð jólastemning verður í miðbænum þessa síðustu
helgi fyrir jól. Verslanir verða opnar til klukkan 22 og nóg
verður af uppákomum víðs vegar um bæinn. Ingólfstorg skartar
sínu fegursta, en torginu hefur verið breytt í skautasvell. Matar-
markaður Krás fer fram í Fógetagarðinum laugardag og sunnu-
dag og síðustu dagana fyrir jól verður settur upp jólamarkaður
þar sem yfir tuttugu aðilar munu selja handverk, hönnun og
ýmislegt góðgæti.
N ova, í samstarfi við Sam-sung og Reykjavíkurborg, opnaði skautasvell á Ing-
ólfstorgi á 8 ára afmælisdegi Nova
þann 1. desember. „Við höfum séð
stemninguna sem skapast í kring-
um svona skautasvell og jólaþorp
erlendis og okkur langaði að gera
eitthvað nýtt og gefa svolítið af okk-
ur í desember. Við settum því pen-
inga í skautasvell og jólaþorp í stað
þess að verja þeim í framleiðslu á
auglýsingaefni,“ segir Guðmundur
A. Guðmundsson, markaðsstjóri
Nova. Umhverfis svellið er jólaþorp
og jólaskreytingar og jólatónlist sjá
svo um að skapa rétta jólaandann.
Jólastemning líkt og þekkist
erlendis
Viðtökurnar hafa verið afar góð-
ar og að sögn Guðmundar hafa um
10.000 manns farið á skauta en fleiri
tugir þúsunda komið og skoðað.
„Það er hægt að kaupa mat drykk
og útivistarfatnað á torginu en mjög
margir hafa nýtt sér það og notið
jólastemningarinnar án þess að fara
á skauta. Það er boðið upp á allt frá
heitu kakói yfir í jólaglögg og rist-
aðar hnetur. Fólk hefur haft á orði
við okkur að það hafi skapast jóla-
stemning á torginu líkt og tíðkast
erlendis. Nú eigum við okkar eigið
Rockefeller Center svell, Ingólfs-
svell,“ segir Guðmundur, og vísar
þá í eitt stærsta skautasvell New
York borgar. Enginn aðgangseyr-
ir er á svellið en hægt er að leigja
saman skauta og hjálm gegn vægu
gjaldi. Auk þess er hægt að leigja
barnagrindur sem auðveldar yngstu
kynslóðinni að fóta sig á svellinu.
„Aðsóknin hefur verið það mikil
að við fengum framlengingu á leig-
unni á svellinu. Það verður opið til
3. janúar og því verður opið á milli
jóla og nýárs, nánast alla daga á
milli klukkan 12 og 22,“ segir Guð-
mundur. Svellið verður þó lokað á
aðfangadag og jóladag.
Matar- og jólamarkaður í Fóg-
etagarðinum
Frá Ingólfstorgi er tilvalið að
leggja leið sína í Fógetagarðinn, en
sérstök gönguleið verður skreytt
með ljósum þar á milli. Á laugar-
dag og sunnudag fer fram Jólakrás,
sérstök jólaútgáfa af Krás matar-
markaði, sem hefur notið mikill
vinsælda síðastliðin sumur. Dag-
ana þar á eftir og fram á Þorláks-
messu verður svo jólamarkaður
í Fógetagarðinum. „Yfir tuttugu
aðilar munu sýna og selja hand-
verk, góðgæti og annað skemmti-
legt,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir,
einn skipuleggjandi markaðarins á
vegum Reykjavíkurborgar. „Hægt
verður að kaupa allt frá silkislæðum
til skeggsnyrtivara, auk þess sem
ýmis góðgerðasamtök verða á svæð-
inu.“ Slökkvilið Reykjavíkur mun
einnig láta sjá sig og hægt verður
að sitja með þeim á mynd, auk þess
sem dagatal Slökkviliðsins verður
til sölu. „Jólamarkaðurinn verður
opnaður klukkan 14 alla dagana og
verður opinn til klukkan 22, en 23 á
Þorláksmessu,“ segir Hildur.
Ingólfstorgi hefur verið umbreytt í
skautasvell. Umhverfis svellið er jóla-
þorp og jólaskreytingar og jólatónlist
sjá svo um að skapa rétta jólaandann.
Laugavegi 35
101 Reykjavík
www.einvera.is
Klapparstíg 44
Skóverslun
Laugarvegur 43
101 Reykjavík
S. 551-2475
Jólakjólarnir
fást í Öxney
Prjónajólin
byrja hjá
okkur
Laugavegur 59, 2. hæð
Sími 551 8258 / www.storkurinn.is
fallegar og vandaðar barnavörur
Skólavörðustíg 5 • 101 Reykjavík • www.litiliupphafi.is
66 Aðventan í miðbænum