Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 97
Íslenska spennuþáttaserían Réttur
kláraðist um daginn eftir átta vik-
ur í sjónvarpinu. Ég fylgist með ís-
lensku leiknu efni af miklum áhuga
og fylgdist því með Réttinum í hverri
viku.
Áður en þættirnir fóru í loftið sýndi
Stöð 2 svokallaðan Making-of þátt
þar sem talað var við flesta sem að
þættinum komu. Það var ágætt. Eitt
sem stakk mig í þeim viðtölum var
að einn af þeim sem vann að þessari
þáttaröð sagði þar að þessi sería af
Rétti væri á pari við það besta sem er
að gerast í Skandinavíu. Ég hugsaði;
ok. Komdu með það.
Ég hef fylgst með öllum þeim
norrænu þáttum sem hafa komið á
undanförnum árum og er búið að
skilgreina sem hugtakið Nordic-
Noir. Réttur er ekki í þessum hópi.
Fyrirgefið mér ef ég er neikvæður
en þetta er bara ekki svona einfalt.
Réttur er mjög fín sería á íslensk-
an mælikvarða og með þeim betri
meira að segja. EN að halda því
fram að við séum samferða frænd-
um okkar, er rangt. Við munum ekki
ná þangað á stuttum tíma, eingöngu
sökum þess að við höfum ekki sömu
fjármuni, né eins mikla sögu í þess-
um efnum.
Ég er samt ánægður með þessa
seríu. Hún er mjög góð á okkar mæli-
kvarða. Mér fannst hún þó tveimur
þáttum of löng. Sagan var ekki nema
6 þátta sería, en lopinn var teygður
í 8 þætti. Leikararnir voru margir
ágætir en mér finnst nauðsynlegt að
minnast á þau Halldóru Geirharðs-
dóttur og Berg Þór Ingólfsson, sem
voru áberandi best. Tónlistin í þátt-
unum var líka feikifín og margir af
ungu leikurunum sýndu efnilega
spretti. Hættum samt að miða okkur
við eitthvað sem er ljósárum á undan
okkur. Það sem við gerum er gott.
Hannes Friðbjarnarson
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Barnatími Stöðvar 2
11:50 Nágrannar
13:40 The X Factor UK
17:05 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu
17:10 Eldhúsið hans Eyþórs
17:40 60 mínútur
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn
19:10 Næturvaktin
19:40 Modern Family
20:05 Atvinnumennirnir okkar Önnur
þáttaröð þessara mögnuðu þátta
þar sem skyggnst verður inn í líf
fremstu atvinnumanna þjóðar-
innar.
20:40 Humans
21:30 Homeland
22:20 60 mínútur
23:05 The Art of More Vand-
aðir spennuþættir sem fjalla
um það gerist á bak við tjöldin
í listaheiminum í New York en
þar er ekki allt sem sýnist. Með
aðalhlutverk fara Christian Cooke,
Kate Bosworth, Dennis Quaid og
Gary Elves.
23:55 The Knick Önnur þáttaröðin
um lækna og hjúkrunarkonur á
Knickerbocker sjúkrahúsinu í New
York í upphafi tuttugustu aldar. Á
þeim tíma voru læknavísindin ekki
langt á veg komin og dánartíðnin í
aðgerðum var há. Skurðlæknirinn
John W. Thackery er bráðsnjall og
metnaðarfullur en hann er háður
eiturlyfjum og fíknin getur haft
áhrif á hæfni hans.
00:45 Men in Black
02:20 Leonie
04:00 The Mask of Zorro
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:40 Keflavík - Stjarnan
11:25 Carpi - Juventus b.
13:30 Formúla E - Beijing
14:55 Real Madrid - Rayo Vallecano b.
17:05 Atalanta - Napoli
18:45 Carpi - Juventus
20:25 Centers of the Universe: Shaq
& Yao
20:50 NFL Gameday
21:20 Pittsburgh Steelers - Denver
Broncos b.
00:20 Internazionale - Lazio
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
10:00 Man. Utd. - Norwich
11:40 Newcastle - Aston Villa
13:20 Watford - Liverpool b.
15:50 Swansea - West Ham b.
18:00 Manstu
18:40 Watford - Liverpool
20:20 Swansea - West Ham
22:00 Chelsea - Sunderland
23:40 Premier League World 2015/2016
00:10 Southampton - Tottenham
20. desember
sjónvarp 97Helgin 18.-20. desember 2015
Í sjónvarpinu réttur á stöð 2
Gott efni - á okkar mælikvarða
EITTHVAÐ VIÐ ALLRA HÆFI MEÐ JÓLAÍSNUM FRÁ EMMESSÍS
Fyrir
gleðistundir
jólanna
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA