Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 50
Skaupið er
sameign
okkar allra
Áramótaskaup RÚV er það sjónvarpsefni sem
nánast öll þjóðin horfir á og allir hafa skoðun
á. Alveg sama hvernig á það er litið. Leikstjóri
skaupsins í ár, Kristófer Dignus, segir það mikið
ábyrgðarhlutverk að framleiða áramóta skaup.
Hann segist þó vera reynslunni ríkari eftir að hafa
gert það í fyrsta sinn fyrir tveimur árum, en er
auðvitað spenntur fyrir viðbrögðum landsmanna.
Hann segir áramótaskaupin hafa þróast mikið
með árunum og í dag er ekki eins mikið einblínt á
pólitíkina í landinu, enda sé hún leiðinleg.
Þ etta gengur mjög vel og þetta er allt að klárast,“ segir Kristófer Dignus kvik-
myndaleikstjóri, sem um þessar
mundir er að vinna hið vandasama
verk að leikstýra Áramótaskaupi
Ríkissjónvarpsins.
„Við erum að dútla í eftirvinnslu
og slíku, og eigum eftir einn dag
í tökum fyrir það sem vantar upp
á. Ég gerði skaupið 2013 og lofaði
konunni minni að gera það ekki aft-
ur,“ segir hann. „Ég stóð við það,
en svo kom nýtt ár og ég fann fyrir
smá þrýstingi frá RÚV um að gera
annað, svo ég sló til bara. Ferlið er
mislangt eftir leikstjórum en ég lít
á þetta sem ársverkefni. Í rauninni
byrjar maður að pæla í þessu á ný-
ársdag og er að pæla í þessu fram
á gamlársdag,“ segir Kristófer. „Ef
maður er búinn að ákveða það and-
lega að bjóða sig fram í þetta þá þarf
maður að hafa þetta bak við eyrað
allt árið.
Þetta er ekki endilega spurning
um að liggja yfir fréttum og sökkva
sér í pólitíkina eða slíkt, heldur
að vera með angana úti og skynja
hvernig þjóðfélagsandinn er. Það
sem er gott við samfélagsmiðlana á
netinu, er að maður fær góða heildar-
sýn á það sem er í gangi hverju sinni.
Nú getur maður lesið sig í gegnum
Facebook og Twitter og fengið
stemninguna í þjóðfélaginu beint í
æð, og eiginlega dag frá degi,“ segir
hann. „Því við höfum skoðun á öllu,
og við erum svo fá að allir, hver einn
og einasti er á netinu, sem gerir það
að verkum að það er auðvelt að lesa í
samfélagið. Þetta hefur hjálpað mér
og höfundunum að finna hvað hefur
gengið á að undanförnu, og við mun-
um reyna að endurspegla það í þessu
skaupi,“ segir Kristófer.
Hópurinn hlýðinn
Á árum áður tók áramótaskaupið
nær eingöngu á pólitísku landslagi
þjóðarinnar á ári hverju. Þetta hef-
ur breyst á undanförnum áratug og
segir Kristófer það vera vegna þess
að það er svo margt annað skemmti-
legra í gangi í þjóðfélaginu og póli-
tík sé oft ekkert fyndin.
„Ég held að sviðið sé miklu
breiðara,“ segir hann. „Nú fer mikið
fram á netinu og þau mál rata inn á
kaffistofurnar líkt og pólitíkin gerði
hér í eina tíð. Það er lítil pólitík í
skaupinu í ár. Bæði vegna þess að
okkur finnst íslenska þjóðin miklu
skemmtilegri en það sem er að ger-
ast inni á þingi, og líka var þetta
frekar bragðdauft ár í pólitík,“ segir
Kristófer. „Það voru ekki kosningar
og eitthvað millibilsástand í gangi.
Allir að bíða eftir því að geta kosið
aftur og slíkt.
Ég ákvað upp á mitt eindæmi
hverjir yrðu í handritsteyminu,“
segir hann. „Ég valdi það nánast
eingöngu út frá því hverjum maður
nennir að vinna og eyða tíma með.
Það fer mikill tími í þessa vinnu og
það er hræðilegt ef upp kemur sú
staða að þurfa að slökkva elda á
milli fólks. Einnig valdi ég fólk sem
getur unnið vel saman og hópurinn
var mjög þægilegur,“ segir Krist-
ófer en með honum í handritsteymi
skaupsins eru þau Steindi Jr., Guð-
jón Davíð Karlsson, Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir og Atli Fann-
ar Bjarkason, ritstjóri Nútímans.
„Þetta er allt fólk sem ég þekki og
hef unnið með áður,“ segir hann.
„Ég veit að þau hlýða mér og er
mjög fyndið og klárt. Þau hafa öll
sína eiginleika og sína styrki sem
sameinast vel í hóp. Sem gerir það
að verkum að við fáum breiðara úr-
val af gríni.“
Starfinu fylgir pressa
Það er mikil pressa á framleiðend-
um skaupsins því allir hafa skoðun
á því, á mínútunni sem það klárast.
Sumir sáttir og aðrir ósáttir og ræða
það fram á nýja árið. Kristófer seg-
ist þó ekki hafa miklar áhyggjur af
viðbrögðunum því þau eru alltaf á
báða vegu.
„Ég er rólegri núna en þegar
ég gerði það fyrst,“ segir hann.
„Kannski er það vegna þess að
mér finnst það betra en það sem ég
gerði fyrir tveimur árum, ég veit
það ekki. Ari Eldjárn sagði við mig
fyrir tveimur árum. Hvað er það
Framhald á næstu opnu
Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Ljósmynd/Hari
Ljúf og falleg saga um einmana kanínu sem
ákveður að byggja brú í von um að nna vini
hinum megin við lækinn.
Bergrún Íris hlaut tilnefningu til Norrænu
barnabókaverðlaunanna fyrir bókina
Vinur minn, vindurinn.
50 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015