Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 2
Peningarnir ættu að fara í að veita örugga og opna land- leið fyrir fólk sem vill sækja um hæli í öðrum löndum, að mati Láru Jónasdóttur hjá Læknum án landamæra. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Lára Jónasdóttir, verkefnastjóri Lækna án landamæra, gagnrýnir hvernig fjárveiting Evrópusam- bandsins til flóttamannamála nýt- ist. Lára starfar á svæðum Serbíu og Grikklands og segir ástandið fara versnandi. Í lok síðasta árs samdi Evrópusambandið við tyrk- nesk stjórnvöld um að þau skyldu draga úr flóttamannastraumnum til Evrópu sem kemur að stærst- um hluta til frá Tyrklandi. Lára segir þetta ekki vera lausn. „Fæstir flóttamenn vilja búa í flóttamannabúðum eða vera lokaðir inni í Tyrklandi þar sem engin tækifæri eru. Við erum stöðugt að fá til okkar yfirfulla báta til Lesbos á Grikklandi. Þetta fólk gefur ekki upp vonina um betra líf. Það sér að glugginn til Evrópu er að þrengjast og gerir allt til þess að koma sér yfir. Þús- undir manna deyja í bátsferðum yfir Eyjahafið. Peningarnir ættu að fara í að veita örugga og opna landleið fyrir fólk sem vill sækja um hæli í öðrum löndum.“ Með fjárveitingunni átti að bæta skilyrði flóttafólks í landinu og draga þannig úr vilja þeirra til að sigla yfir Eyjahaf til Grikklands. Skilyrðin eru að tyrknesk stjór- nvöld herði landamæraeftirlit og taki á smyglurum. Standi Tyrkir við sitt fá þeir að ferðast innan Schengen svæðisins án vegabréfs- áritunar. Bergsteinn Jónsson, fram- kvæmdarstjóri Unicef á Íslandi, segist upplifa ólíka hlið málsins. „Okkar reynsla er sú að flótta- menn vilja ekki flýja yfir hálfan heiminn heldur halda sig nærri heimkynnum til þess að eiga meiri möguleika á snúa aftur heim. Styrkurinn til Tyrklands er mjög þarfur og eðlilegur að okkar mati. Tyrkir hýsir flesta flóttamenn frá Sýr- landi innan sinna landamæra og hefur hingað til þurft að bera kostnaðinn af því sjálfir.” Tvær fylkingar innan yfirstjórnar lögreglunnar takast á um viðbrögð við ástandinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, stendur tæpt eftir að tveir undirmenn henn- ar hafa verið teknir til rannsóknar vegna spillingarmála. Báðum hefur verið vikið frá tímabundið þar til niðurstaða fæst. Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, skilaði yfirmönnum í lögreglunni greinargerð í fyrra þar sem kemur fram að engin ástæða sé til að van- treysta lögreglufulltrúanum sem tekinn var til formlegrar rannsókn- ar hjá héraðssaksóknara í gær. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir stöðu fíkniefnalög- reglunnar grafalvarlega. Hann seg- ist hafa átt fund með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra um hvernig tekið verði á málinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka starfsmenn en reikna með að Sig- ríður Björk geri það,“ sagði hann í samtali við Fréttatímann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið. Líklegt þykir að Aldís verði færð til í starfi en samkvæmt heimildum Frétta- tímans voru lögreglufulltrúinn og Aldís nánir samstarfsmenn. Ekki er þó einhugur innan yfirstjórnar lög- reglunnar um málið. Sigríður Björk og Alda Hrönn Jóhannsdóttur eru sagðar vilja færa deildarstjórann til en Jón H. B. Snorrason aðstoðarlög- reglustjóri og Friðrik Smári Björg- vinsson yfirlögregluþjónn ekki. Karl Steinar hvítþvoði lögreglu- fulltrúann Átta núverandi og fyrrverandi lög- reglumenn úr fíkniefnadeild fengu fund með Ásgeiri Karlssyni, að- stoðaryfirlögregluþjóni hjá ríkis- lögreglustjóra, í fyrravor og lýstu áhyggjum sínum af starfsháttum lögreglufulltrúans, sem er rúmlega fertugur og hefur starfað hjá emb- ættinu áratugum saman. Það varð til þess að málið var sent til ríkis- saksóknara. Þá hafði óánægjan fengið að dafna lengi innan embættisins án þess að tekið væri á henni með full- nægjandi hætti. Fíkniefnalögregl- unni var skipt upp fyrir nokkrum árum, í upplýsinga- og rannsóknar- deild. Viðkomandi lögreglufulltrúi starfaði á báðum stöðum og var því í lykilstöðu þegar kom að því að ákveða hvaða mál væru tekin til rannsóknar. Ríkislögreglustjóri sagði á fimmtudag að yfirmönnum lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri skylt að greina fjölmiðlum frá því hvað þeir gerðu í kjölfar þess að Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yf- irmaður fíkniefnadeildarinnar, skil- aði til þeirra greinargerð árið 2011 vegna ásakana á hendur lögreglu- fulltrúanum. „Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma,“ segir Jón H. B. Snorrason. Hann sagði auk þess við Fréttatím- ann að ástandið innan lögreglunnar sé vissulega alvarlegt og það sé og verði vonandi einsdæmi að tveir lögreglumenn úr sömu deildinni séu til rannsóknar vegna spillingar. Umhverfis- vænt góðæri Ef marka má fjölgun á Teslu bílum í umferðinni mætti halda að nýtt góðæri væri í uppsiglingu. Í þetta sinn virðist fólk örlítið meðvitað- ara um umhverfið og í stað þess að kaupa Range Rover kaupum við Teslur. Þá þarf enginn að skamm- ast sín fyrir einkabílinn lengur. 42 Teslur eru nú í umferðinni á Íslandi og liggja fleiri pant- anir fyrir. Í mars verður hægt að panta Model 3 af Teslu en það er ódýrasta tegundin og kostar um 5 milljónir króna. Teslan er rafknúin og sjálfkeyrandi, ef hún er nettengd. Reykjavík og Árborg eru þau sveitarfélög sem hafa hækkað gjald á stökum sundmiða mest af öllum sveitarfélögum frá því í janúar í fyrra, Árborg um 50% og Reykjavík um 38%. Þetta kemur fram í verðlagskönnun ASÍ en hún náði til 15 stærstu sveitarfélaganna á landinu. Sundmiði í Reykjavík og í Árborg kostar 900 krónur og er það hæsta verðið á landinu. Öll sveitarfélögin, nema Seltjarnar- neskaupstaður og Fljótdalshérað, hafa hækkað gjaldið á stökum miða en þar kostar miðinn 600 krónur. Ódýrast er í sund á Akra- nesi þar sem stakur miði kostar 450 krónur. Hvað segir mamma? „Mér finnst hann nú kannski full ungur en ég treysti hon- um í algjör- lega í þetta, honum og konunni hans. Og ég held að börn- in þeirra séu alveg nógu sterk til að taka þátt í þessu með þeim. Ég veit að það eru mjög margir sem hafa haft samband við hann en svo veit ég líka að það eru margir frambærilegir sem eiga enn eftir að koma fram. Hann er auðvitað ennþá að hugsa málið en ég er mjög jákvæð. Ég og við fjölskyldan öll treystum honum í þetta.“ Lögreglan Staða fíkniefnalögreglunnar grafalvarleg Yfirmaðurinn líklega á útleið Styrkur til Tyrkja nýtist illa Lára Jónsdóttir vill bæta landleiðina fyrir flóttamenn. Ekki er einhugur innan yfir- stjórnar lögreglunnar um stöðu Aldísar Hilmarsdóttur. Björgunarsveitarmenn í Skyggni í Vogum vilja ekki vera ódýrt vinnuafl fyrir bæjarfélagið. Þeir hafa fengið styrk frá bæjarfélaginu upp á tvær milljónir króna á ári, en bærinn hefur fengið flugelda fyrir átta hundruð þúsund í staðinn auk þess sem björgunarsveitarmenn hafa unnið hörðum höndum fyrir sveitarfélagið. Þá greiða þeir um tvö hundruð þúsund krónur í fasteignagjöld til bæjarins. Þeir ætla ekki að semja við bæinn á sömu nótum heldur leita annarra leiða til fjáröflunar. „Við vorum að fá um 3000 til 4000 krónur fyrir hverja vinnu- stund, en inni í því eru afnot af tækjum okkar, kvöld- og helgar- vinna björgunarsveitarmanna, sem og vinna á stórhátíðum,“ segir Kristinn Björgvinsson, formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis. „Við erum hættir að gefa sveitar- félaginu vinnu okkar. Þeir komast ekki lengur upp með að borga okkur minna en öðrum og kalla það styrk. Við ætlum að halda áfram að vera björgunarsveit en leita annarra leiða til fjáröflunar.“ | tka Ósáttir björgunarsveitarmenn Kristinn Björgvinsson, formaður björgunarsveitar- innar Skyggnis. Sundmiðinn hækkað næstmest í Reykjavík Kristín Björnsdótt- ir, móðir Andra Snæs Magnasonar, um mögulegt forsetaframboð sonar síns. 2 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.