Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 20
Ósáttur við að eiginmaðurinn fái ekki ríkisborgararétt 20 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 Ris og fall prívasíunnar friðhelgi einkalífsins er eitt mesta hitamál samtímans. Færri gera sér grein fyrir að einkalíf eins og við þekkjum það í hinum vestræna heimi er ekki nema 150 ára gamalt. Það er ekki þar með sagt að mannfólk hafi ekki eðlislæga þörf til einka- lífs, en á fyrri tímum þótti hag- kvæmni og efni einfaldlega mik- ilvægari en persónulegt næði. Því þótti til dæmis engin ástæða til að fólk svæfi í mörgum mis- munandi rúmum, ef átta gætu komist fyrir í einu, og nóg þótti að ein bók væri lesin fyrir hóp í stað þess að hver læsi sína bók. Innveggir um 1500 f. Krist Innveggir í húsum þekktust ekki fyrr en 1500 árum fyrir Krist, þegar skorsteinninn var innleiddur og þörf varð á stoð- veggjum vegna hans. Lesið í hljóði um 1215 Lestur í hljóði þekktist varla fyrr en um 1250, en þegar kaþ- ólska kirkjan innleiddi þann sið að játa syndir sínar í einrúmi komst á sú hefð að lesa og læra í næði. Það var svo ekki fyrr en 500 árum seinna að sá siður komst á meðal annarra en yfirstéttarinnar, þar sem bækur voru dýrar og einkaeign á þeim ekki venjan. Friðhelgi upplýsinga 20. öld Upplýsinganæði er svo langný- jast af þessum hugmyndum, en á 19. öld voru upplýsingar um þegna ríkja yfirleitt opin- berar. Jafnvel þó póstþjónustan hefði sett lög á starfsmenn sína um upplýsinganæði á 19. öld, voru póstkort einfald- lega ódýrari en að senda bréf í umslagi. Því var auðvelt að lesa skilaboðin án þess að upp kæmist. Lög um rétt til einkalífs voru svo sett í lok 19. aldar, en þau lög komu í kjölfar ótta fólks við hið nýja fyrirbæri, myndavélina. Fall prívasíunnar 2015 Nú virðist þróunin þó vera að færast til baka og fólk byrjað að taka hagkvæmni aftur fram yfir rétt til einkalífs. Ungt fólk deilir sífellt meiri upplýsingum um sig á netinu, hvort sem það er í formi mynda af sér, lífsstílsblogga eða upplýsinga um hvaða vefsíður það heim- sækir. Þetta bendir til fram- tíðar þar sem netnotkun okkar, lykilorð og leyndarmál hætta að vera einkamál. Ungur aldur fyrirbærisins sýnir okkur að minnsta kosti að hvarf prívasí- unnar myndi ekki vera neinn heimsendir. 2015  Miklu meira á frettatiminn.is GÆÐA- UPPFÆRSLA ÁV E X T I R B R AG ÐA S T A LV E G E I N S © 20 15 T he C o ca C o la C o m p an y - al l r ig ht s re se rv ed O K K A R B E S T I TRÓPÍ HEFUR GENGIÐ Í GEGNUM STÓRA UPPFÆRSLU. VIÐ HÖFUM TEKIÐ Í NOTKUN NÝJUSTU TÆKNI Í PÖKKUNARLÍNUM OKKAR TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR OKKAR BESTA ÁVAXTASAFA – ALLTAF! Einkarúm um 1700 Rúm voru einnig munaður sem ekki allir gátu leyft sér, því var það ekki fyrr en upp úr árinu 1700 að fólk fór að sofa í sér rúmum. Fram að því deildu fjölskyldur og gestir alltaf einu rúmi. Ásgeir og Youssef giftu sig fyrir fjórum árum en Youssef hefur ekki enn fengið íslenskan ríkis- borgararétt. „Ég kynntist Youssef í Afríkulandi sem ég vil síður nefna því það gæti stefnt honum í hættu. Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn og við giftum okkur tveimur árum síðar í Dómkirkjunni á Íslandi,“ seg- ir Ásgeir Ingvarsson blaðamaður sem hefur nú verið giftur Youssef í fjögur ár og er ósáttur við að eigin- maður hans fái ekki íslenskar ríkis- borgararétt. Í hættu í heimalandinu Til þess að fá ríkisborgararétt þarf Youssef að hafa fasta búsetu á Íslandi samfleytt í þrjú ár frá giftingardegi en frá giftingu hafa Ásgeir og Youseff búið víða um veröld því það hentar þeirra lifnaðarháttum. Ásgeir hefur starfað sem blaðamaður víðsvegar um heiminn og Youssef stundar nú nám í Bandaríkjunum. Að dvelja í heimalandi Youssefs kemur ekki til greina. „Það er stórhættulegt því þar viðgangast miklar ofsóknir í garð samkynhneigðra,“ segir Ásgeir. „Ný- lega komumst við svo að því að ætt- ingi Youssefs klagaði því í yfirvöld að hann væri samkynhneigður sem þýðir að honum yrði stungið í fang- elsi við fyrsta tækifæri, myndum við heimsækja landið. Ef hann hefði ís- lenskan ríkisborgararétt væri hann að öllum líkindum óhultur.“ Neitað um undanþágu „Að þurfa að senda beiðni til Al- þingis tvisvar á ári, upp á von og óvon um að þingmönnunum þyki hann orðinn nógu íslenskur til að verðskulda að fá íslenskt ríkisfang með lögum, finnst mér úreltar regl- ur á 21. öldinni,“ segir Ásgeir en þeir Youssef hafa hingað til fengið synjun um undanþágu frá lögun- um frá Alþingi. „Þetta er fyrst og fremst öryggismál fyrir okkur. Fyr- ir utan það að Youssef getur ekki heimsótt ættingja sína þá erum við hræddir um hvað yrði um hann ef ég til dæmis félli frá, þá væri hann algjörlega réttlaus. Ég tala nú ekki um ef við ættum börn. Frakkland, Belgía, Holland, Ítalía og Portúgal gera ekki þessa sömu búsetukröfu. Þar fær erlendi makinn ríkisborg- araréttinn þegar hjónabandið hefur varað í tiltekinn árafjölda, þó parið búi utan landsteinanna. Fólk lifir öðruvísi lífi í dag en áður. Það búa tugir þúsunda Íslendinga erlendis og stór hluti þeirra er í sömu stöðu og við, þessu verður að breyta.“ | hh Ásgeir Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.