Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 24
Kristín von Kistowski Gunn- arsdóttir er komin af sjó- mönnum í Hnífsdal en stýrir baráttu sjö Afríkuríkja gegn sjóræningjaveiðum í Vestur- Indlandshafi. Baráttan er hættuleg og að sögn Kristínar væri miklu einfaldara að sleppa henni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Bakgrunnur minn auðveldar mér vinnuna í Afríku. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir fólki sem vinn- ur á sjó og ég veit hvað það getur verið hættulegt,“ segir Kristín. Hún fer fyrir verkefninu Fish-i Africa sem er átak allra landa við austur- strönd Afríku gegn rányrkju. Lög- saga landanna er í hinu víðáttustóra Vestur-Indlandshafi þar sem frum- skógarlögmálið ríkir og enginn hefur nákvæma yfirsýn yfir það sem þar fer fram. Þar eru önnur stærstu tún- fiskmið í heimi, á eftir Kyrrahafinu. „Löndin geta ekki fylgst með allri umferð um hafsvæði sín og þess vegna sjá fyrirtæki frá Evrópu og Asíu sér leik á borði og sigla skipum sínum þangað. Skipin veiða grimmt og gera allt sem þau geta til að há- marka gróða sinn. Brotavilji þeirra er einbeittur. Þó flestir sem stunda veiðar á svæðinu fari að lögum þá eru ólöglegar veiðar alltof umfangs- miklar. Við höfum komið upp mjög árangursríku kerfi sem hjálpar lönd- unum að hindra slíka starfsemi. Það er í raun einfalt kerfi og snýst um að safna mikilvægum upplýsingum og kortleggja umferð um hafsvæðin með aðstoð gervihnatta.“ Kristín er stödd í Berlín þar sem hún býr með börnum sínum, á milli þess sem hún ferðast um heiminn vegna vinnunnar. Hún á ekki langt að sækja áhuga sinn á lífríki hafsins. Fjölskylda hennar hafði öll unnið á sjó eða í fiskverkun og Kristín taldi ekkert sjálfsagðara en að það yrðu hennar örlög líka. „Ég þráði að vinna í frystihúsi. Mér fannst eins og þann- ig hlyti lífið að verða fullkomið. Þeg- ar ég var 13 ára og komin á aldur til að geta farið að vinna, fluttum við frá Þýskalandi til Indónesíu. Þar bjó ég öll unglingsárin og einhvernveg- inn missti ég alveg af tækifærinu til að vinna í frystihúsi.“ Öll fjölskyldan í slorinu Foreldrar Kristínar kynntust í Kiel þar sem þau störfuðu bæði við haf- rannsóknir. Faðir hennar var Gunn- ar Páll Jóakimsson, fiskifræðingur frá Hnífsdal, en móðir hennar, Helga von Kistowski frá Hamborg, starf- aði sem tæknilegur aðstoðarmað- ur. Þrátt fyrir að Kristín hafi aldrei búið á Íslandi kom hún til landsins á hverju ári og tengdist fjölskyldu sinni hér sterkum böndum. „Sem bjargaði mér sennilega frá því að gleyma mál- inu,“ segir hún á lýtalausri íslensku. Ættingjar Kristínar störfuðu meira og minna allir í fiski og höfðu mikla þekkingu á sjávarútvegi. Svo mikla að Kristín veigraði sér í fyrstu við því að taka að sér þetta ábyrgð- armikla starf, henni fannst eins og skyldmenni hennar væru miklu hæf- ari til þess en hún. Sjálf hafði Kristín lært sjávarlíffræði í Kiel og unnið hjá bandarísku umhverfisstofnuninni í nokkur ár. Síðar var hún fengin til að stýra Fish-i verkefninu. „Mér fannst spennandi að taka þátt í þessari baráttu Afríkuríkjanna. Komandi úr sjómannafjölskyldu hafði ég líka ýmislegt til málanna að leggja. Ég hef skilning á aðstæðum þeirra sem starfa í höfnum og á skipunum í Afr- íku. Það er eitthvað sem ég kom með að heiman.“ Ertu að kljást við alvöru sjóræn- ingja? „Við hjá Fish-i höfum vanið okkur á annað orðalag en í raun má alveg kalla þá sjóræningja. Fyrir- tækin sem stunda veiðarnar tengj- ast mörg hver skipulagðri glæpa- starfsemi svo sem peningaþvætti og þrælkun á fiskverkunarfólki. Við höf- um líka séð smygl á dýrum og dópi. Barátta okkar snýst því ekki bara um fiskinn í sjónum heldur erum við að glíma við fyrirtæki sem svífast einsk- is. Á bak við fyrirtækin er auðvitað fólk sem gerir allt sem það getur til að verða ekki gómað. Löndin þurfa að vinna saman til að sýna að þau viti hvað er á seyði og hiki ekki við að veita því mótspyrnu.“ Fiskurinn fer líka til Evrópu Aðspurð um hverskonar fyrirtæki sigli skipum sínum alla leið til Vestur- Indlandshafs til þess að þverbrjóta lög, segir Kristín að flest komi Leiðir baráttu gegn sjóræningjum Sjóræningjaveiðar Íslensk-þýskur sjávarlíffræðingur ver lögsögu Austur-Afríkuríkja www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur hefur verið framleiddur frá árinu 1965 og rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribo-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með vott af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBO HLÝLEGUR Hinn stolni fiskur getur því hæglega endað í Evrópu þó hann sé veiddur af skipi frá Asíu. Þannig flækj- umst við öll inn í málið. Faðir Kristínar var Gunnar Páll Jóakimsson, fiski- fræðingur frá Hnífsdal, en móðir hennar, Helga von Kistowski frá Hamborg, starfaði sem tæknilegur aðstoðarmaður í hafrann- sóknum. Kristín á ekki langt að sækja áhugann á lífríki hafsins. Skipin stunda blekkingar til að hylma yfir brot sín. Þekkt aðferð er að blanda illa fengnum afla við lög- lega veiddan fisk. Það villir um fyrir eftirlitsaðilum. 24 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.