Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 41
„Ég ætla að verða einn af bestu hlaupurum í heimi. Það er takmark sem ég hef unnið að síðan ég var krakki.“ TAKMARKIÐ AÐ VERÐA BESTUR Kári Steinn Karlsson langhlaupari n o w fo o d s. is NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem eru án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð-, rotvarnar- og uppfylliefna. G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i Á R N A S Y N IR Nú í nýjum umbúðum n o w fo o d s. is Á R N A S Y N IR greiddi 1500 evrur til þess að koma sér yfir til landamæra Króatíu þegar þeim var vísað úr bílnum í Serbíu og sagt að þau væru komin yfir landa- mærin. Þetta eru úlfar, þeir hnýs- ast allstaðar þar sem neyðina er að finna. Önnur fjölskylda, sem ég hitti, sagði mér frá því að þegar þau voru komin hálfan kílómetra frá strönd- inni kom tyrkneska strandhelgis- gæslan og stakk á bátana hjá þeim. Krafist var 50 evra frá hverjum og einum, annars yrði þeim drekkt. Síðan var farið með fólkið aftur til baka og þeir sem höfðu efni á því gerðu aðra tilraun til að komast yfir. Þetta er hryllingur.“ Flóttamannabúðir Lesbos Ómar fékk að kynnast flóttamanna- búðum á eyjunni Lesbos sem liggur nærri vesturströnd Tyrklands. Af þeirri milljón flóttamanna sem kom til Evrópu 2015 voru yfir 800.000 sem komu í gegnum Grikkland. Helmingurinn af þeim fjölda fer í gegnum Lesbos, sem er eyja með 80.000 skráða íbúa. Allt frá 4000- 7000 flóttamenn koma á eyjuna á hverjum einasta degi með bátum. Ómar sagði ástandið á mörg- um hafa verið skelfilegt upp á að horfa. Tveggja vikna gömul börn á barmi ofkælingar og þungaðar kon- ur í áfalli. „Ég fylgdist með einum manni koma að landi með þriggja daga skotsár í fótleggnum. Hann var skotinn niður af lögreglunni á tyrkensku landamærunum og með hjálp vina sinna komst hann til Les- bos með plastpoka bundinn um sár- ið. Í flóttamannabúðunum kynntist ég allskonar fólki, ég gleymi seint unga manninum Babúl sem hafði verið fótgangandi á flótta í tvo mán- uði. Hann, eins og svo margir, hafði ekki efni á öðrum ferðamáta til Evr- ópu. Hann missti alla fjölskylduna sína í stríðinu og ferðaðist fótgang- andi í níu manna hópi. Í bátsferðinni hans til Lesbos var kona með hríðir og átti hún barnið stuttu síðar. Þetta er víst algengt.“ Ómar segir að þar sem flóttamenn eru á ferðinni þá sé alltaf einhver til staðar til að reyna græða sem mest á ástandinu. Hvort sem það eru björgunarvesti á uppsprengdu verði, símafyrirtæki að selja símkort eða ferðaskrifstofur að nýta sér neyðina. Frá Lesbos til Aþenu eru eingöngu tvær einkareknar ferðaskrifstofur sem selja miða í báta. Ómar segir að almennt miðaverð hafi verið 28 evrur en fyrir flóttamenn var hærra gjald. „Þeim var gert að greiða 64 evrur í bátinn og í framhaldi rútu- ferð til Makedóníu á 60 evrur. Á þessum tíma var búið að koma upp kerfi til þess að halda flóttamönnum frá almennum borgurum og þeirra daglega lífi. Sérstakir bátar, rútur, lestir og landamæri.“ Snjallsíminn er lykillinn Víðsvegar í f lóttamannabúðum hefur Rauði krossinn komið upp hleðslustöðvum fyrir síma. Snjall- síminn hefur reynst vera einn mikilvægasti hlekkurinn í vegferð flóttafólks til Evrópu. Í lokuðum Fa- cebook hópum eru dýrmætar upp- lýsingar að finna um hvaða leiðir er best að fara og hvaða aðila mælt er með að leita til. Einnig hefur Fa- cebook einfaldað sjálfboðaliðum að skipuleggja starfsemi sína og athafna sig á réttum stöðum. Sam- félagsmiðlar hafa skapað samtal milli sjálfboðaliða og flóttamanna og eru sagðir vera „hljóðlátur bjarg- vættur“ flóttamannaástandsins en þeir „háværu“ eru Þýskaland og Frakkland þar sem þeir hafa tekið á móti flestum flóttamönnum. Snjall- forrit líkt og Google Maps hafa síðan vísað veginn og Twitter veitir allar nýjustu upplýsingar um stöðuna á landamærum. Ómar segir símann vera líflínu fólksins og einu leiðina til þess að halda sambandi við fjöl- skyldu og vini. Flóttamenn í bílakjallara Samkvæmt Ómari var lögreglunni og hernum mikið í mun að halda flóttafólkinu frá öðru fólki. „Fót- gangandi fylgdi ég hópi yfir landa- mæri Króatíu og saman ætluðum við koma okkur til Salzburg. Ég var stöðvaður og mátti ekki fara um borð í sömu lest og þau svo ég ferðaðist á undan og beið þeirra í Salzburg. Á afmörkuðum lestarpalli fylgdist ég með þúsundum flótta- manna koma út úr lestunum. Her- inn og lögregla tóku á móti þeim og ég fór þangað sem ég bjóst við að þau kæmu upp en þar var engan að finna. Ég spurði fjöldann allan af starfsmönnum en enginn kannað- ist við neitt. Það var ekki fyrr en ég stóð úti, við það gefast upp, sem ég sé hermann koma upp úr bílastæði og hleypa þangað niður. Á móti mér gýs ólýsanlega vond lykt og lögregl- an að standa vörð um bílakjallarann með grímur fyrir andlitinu. Þús- undir flóttamanna voru látnir dúsa í þröngu rými bílakjallarans. Það var síðan sigtað út í litlum hópum, merkt með armbandi, og keyrt með rútu að landamærunum. Tveimur dögum áður en ég kom var hægt að taka lest beint til München en þarna var búið að loka landamærunum. Sumir þurftu að bíða í allt að viku eftir að vera hleypt til Þýskalands.“ Sagan skrifuð Máttleysi er orðið sem Ómar notar til að lýsa fólkinu sem hann kynntist. Máttleysi gagnvart ástandinu, stjórn- völdum og örlögunum sem ekkert þeirra kaus. Dregið hefur úr flótta- mannastraumnum til Evrópu vegna vetrarins og átaks yfirvalda í Tyrk- landi gegn smyglurum. „Spreng- ingar voru hluti af þeirra daglega Gengið yfir landamæri Króatíu. lífi, dag eftir dag, á leið í vinnuna og skólann. Athyglin er helst á Sýr- landi og það er ekki mikið talað um það í fréttum hér hvað er að gerast í Afganistan, Írak og Sómalíu en þar eru stöðug hryðjuverk. Það eina sem þetta fólk biður um er friður. Ég get ekki ímyndað mér ástandið núna um hávetur og þúsundir manna að bíða á landamærum. Ég ætla mér að fara aftur og mynda ástandið eins og það er núna. Ég hef aðeins hálfa sögu að segja og ástandið gerir ekk- ert nema að versna.“ |41fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.