Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 48
48 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 2016 Unga fólkið vill ekki hringja Á vinnustöðum er vandamál að ungt fólk forðast símtöl og kýs heldur netsamskipti. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Stjórnendur fyrirtækja segja það vaxandi vandamál að ungt fólki vill ekki taka upp tólið. Tilkoma snjall- símans hefur breytt hegðun heillar kynslóðar í samskiptum. Unglingar hafa nánast alveg skipt út símhring- ingum fyrir samskiptaforrit og tölvupósta. Þrátt fyrir að vera virk- asti aldurshópurinn til að notast við snjallsímann hringja þau fæst sím- töl. Guðbrandur Loki, yfirmaður hjá Miðlun, fyrirtæki sem tekur að sér að sinna símsvörun og úthring- ingum fyrir fyrirtæki, segir starfið alls ekki henta öllum. „Flestir sem sækja hér um gera sér grein fyrir eðli starfsins og treysta sér í það. En starfsmannaveltan er mikil, það eru margir sem hætta um leið því þeim þykir þetta óþægilegt. Flest okkar starfsfólk er ungt og mörgum þykir símtöl of mikil innrás í einka- líf annarra.“ Hanna Katrín er framkvæmdar- stjóri heilbrigðissviðs hjá Icep- harma og telur þetta almennt vandamál á vinnustöðum. „Tölvu- pósturinn er hentugur fyrir margt en þegar kemur að aðkallandi málum er síminn nauðsynlegur. Mál sem hægt er að leysa með einu stuttu símtali getur dregist yfir nokkra daga í tölvupóstasam- skiptum. Munurinn á kynslóðum er að símhringingar eru ekki hluti af daglegu lífi unga fólksins og net- samskipti eru innan þægindaramm- ans.“ Breyting hefur einnig orðið á eðli vinnusímans en hann er ekki leng- ur bundinn við skrifstofuna held- ur er persónulegur farsími fólks orðinn vinnusími þess. Að hitta illa á fólk í símann vekur upp kvíða og er freist- andi að gefa við- mælendum svigrúm til þess að svara á þeirra forsendum, líkt og tölvu- póstar gera. Yfirmaður hjá íslensku sprotafyrirtæki, sem kýs að koma ekki undir nafni, segir sig hafa rek- ist á vandamálið. „Hjá ungu fólki, bæði í sölu og móttökustarfi, höfum við upplifað þetta. Þau hafa mikla þekkingu á hinum ýmsu miðlum og eru góð að skrifa tölvupósta en það kemur ekki í staðinn fyrir símtöl og að fá svör um hæl. Þeirra upplifun á símhringingum er Gal- lup með skoðanakönnun. Þau taka með sér samskiptavenjur við vini og fjölskyldu og heimfæra á vinnu- staðinn.“ Kynslóð Y, þekkt sem „Millenni- als“ er kynslóðin fædd 1985 til alda- móta. Kynslóð Y er tæknivædd og elst upp við gríðarlegt upplýsinga- flæði. Hún er talin frjálslyndari en kynslóðin á undan, viðurkennir hjónaband samkynhneigðra, lætur sig varða réttindi trans fólks og and- æfir grimmd gegn dýrum. Vinnu- staðir eru taldir hafa tekið breyting- um með tilkomu kynslóðarinnar. Þau hafa nýjar væntingar, vonir og kröfur til fyrirtækja og vinnuveit- anda. Í yfirmanni leitast þau heldur eftir góðum leiðbeinanda frekar en stjórnanda og þau vilja sjá stöðuga möguleika á að vaxa í starfi. En ekki eru þau fullkomin og þurfa þau að yfirstíga hræðsluna við að hringja. Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg, tilfinningaleg, hugræn og félagsleg. Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og finna leiðir til að auka jákvæð bjargráð í erfiðum aðstæðum. Lögð verður áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu. Að auki verður boðið upp á hæfilega hreyfingu og útivist í fallegu umhverfi. Innifalið er gisting, hollur og góður matur, aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi. Umsjón er í höndum Bryndísar Einarsdóttur sálfræðings ásamt hópi fagfólks Heilsustofnunar. Verð á mann: 130.000 kr. (123.500 í tvíbýli) Sorgin og lífið Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi dagana 21. - 28. febrúar 2016. Grænumörk 10 - Hveragerði - heilsustofnun.is Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsa@heilsustofnun.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands 39.995kr. 74874099 BOSCH rafhlöðuborvél GSB 18-2 LI 2 x 1,5 Ah Lithium. 13 mm patróna. Hersla 38 Nm. Þyngd 1,3 kg. byko.is TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.