Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 4
Íslendingar gætu lært af vandvirkni Svisslendinga. Ég heiti Ágústa Þóra Jónsdóttir. Fædd á Ísafirði, gift Aðalsteini Leifssyni, með fjögur börn. Við- skiptafræðingur og líffræðingur. Búsett í Genf í Sviss. Þetta er borg sem kom mér á óvart, hún er fjöl- skylduvæn, falleg, fjölbreytileg og það er stutt á skíði. Hef áður búið í Noregi, Finnlandi og Belgíu. Ég rek lítið fyrirtæki: gústa.is. Ég er að búa til nýja ull, mjúkull, þar sem ég blanda saman íslenskri ull og annari mýkri ull og nýti bestu eiginleika beggja – bý til al- þjóðlega ull. Svo hanna ég peysur og ýmiskonar prjónavörur, bý til prjónauppskriftir. Þetta er gamall draumur sem ég lét rætast á síð- asta ári. Ég hef sett mér allskonar mark- mið í lífinu sem ég skipti upp í hólf: Það er fjölskyldan, hlaupin (ég hleyp maraþon), fyrirtækið og svo auðvitað „leika sér hólfið“. En það sem mestu máli skiptir alltaf er að njóta lífsins, lifa í núinu, láta eitthvað gott af sér leiða af sér. Í Genf eru margar hjálparstofn- anir – starf þeirra smitar út frá sér. Þessi hugsun liggur yfir öllu. Að hjálpa öðrum. Maður sér þetta í skólanum hjá krökkunum. Það er partur af náminu hjá þeim að hjálpa öðrum og skipuleggja slík verkefni. Ég sakna fjölskyldu og vina á Ís- landi. Stundum hellist yfir mann skrítinn söknuður. Í miðri fjalls- hlíð í Ölpunum fór ég t.d. allt í einu að sakna norðurljósanna. Mér finnst umræða um sam- félagsmál á dálítið lágu plani heima á Íslandi, Ég sakna hennar ekki og finnst aðeins niðurdrep- andi að lesa og heyra hnútukast- ið. Ég myndi vilja sjá einhverjar breytingar. Ég vil ekki setja mig á háan hest en mín upplifun er að stjórnmálamenn og kannski við Íslendingar almennt séum að leita að skyndilausnum, reyna að redda hlutunum í snarhasti. Það mætti leggja meiri áherslu á hvernig við viljum hafa Ísland eftir 20 ár og 50 ár. Persónulega finnst mér menntun, náttúruvernd, holl matvælaframleiðsla og skapandi greinar vera mikilvægar. Það sem við gætum lært af Svisslendingum er vandvirkni. Það er veitir mikinn innblástur að sjá upplifa hvernig þeir vinna. Vandvirkni, undirbún- ingur og umræða er fyrir öllu og svo er byggt til langframa. Ég fer oft til Íslands og er í miklum samskiptum við mitt fólk í gegnum samskiptamiðlana. Ís- lendingurinn í manni er rosa sterkur. Ég er blátt áfram, stund- um dáldið ókurteis og óhefluð miðað við Svisslendingana en legg metnað í að vera opin og heiðarleg í samskiptum. Ég hef alltaf haft sterkar tilfinningar til Íslands og það verður alltaf þannig. Maður fær samt ákveðna fjar- lægð við að flytjast frá Íslandi. Fær aðra sýn á lífið og umhverfi sitt. Maður verður opnari fyrir annarri menningu, hugsun og vinnubrögð- um. Íslenska leiðin hefur marga frábæra kosti – við erum sveigjan- leg, fljót að takast á við hluti og ég hef hvergi mætt meiri vilja til að leysa vandamál – en hún er ekki endilega eina leiðin. Mér finnst ég alltaf vera svo heppin að fæðast á Íslandi. En það er líka gott að búa annars staðar og snúa aftur heim, vonandi með eitthvað sem nýtist manni sjálfum og samfélaginu til góðs. Póskort Sviss (Stílfærð sagan er ein af dæmi- sögum Aesops og ná rætur hennar aftur til sjöttu aldar fyrir Krist). Það var dag einn að sólin og vind- urinn tókust á um það hvort þeirra væri sterkara. Vindurinn sagðist hafa ýtt undir ófá snjóflóðin, rifið upp ótal tré og sökkt milljónum skipa. Sólin horfði á hann og sagði: „Það þarf ekki endilega að þýða að þú sért sterkari.“ Vindurinn setti í brýrnar og sagði: „Ég get hulið þig skýjum þannig að þú fáir enga athygli.“ Sólin brosti og svaraði af rósemd: „Ég held engu að síður að ég sé sterkari en þú.“ Vindurinn rumdi: „Af hverju reynum við ekki með okkur?“ um leið og hann sner- ist í hringi leitandi að einhverju til að reyna afl sitt á. „Eigum við að sjá hvort okkur getur eyðilagt fleiri mannabú- staði?,“ sagði vindurinn. „Nei, við skulum hafa þetta einfald- ara,“ sagði sólin. „Sjáðu konuna í fallegu kápunni sem gengur þarna áhyggjulítil niður veginn?“ „Já, eigum við að sjá hvort okkar getur fyrr þvingað hana af veginum?“ spurði vindurinn sólina. „Nei, það mun valda henni sársauka,“ svaraði sólin. „Við skulum frekar sjá hvort okkur fær náð henni úr kápunni.“ Vindurinn hringsnerist af til- hlökkun um leið og loftvogin féll. Hann hentist um loftið og hóf að þenja brjóst sitt. Hann smalaði saman dökkum skýjum og ýfði þau þannig að eldstrengir stóðu úr þeim og stefndu að jörðu. Um leið byrjaði hann að tæma brjóst sitt. Þá ýfðust drafnir á hafi og strítt var óstöndugum á storð. Konan horfði til himins og sveipaði sig kápunni og hélt fast um boðungana. Kári tæmdi nú brjóst sitt en það var sama hvað vogin féll og vindstiginn mögnuðust, kápunni varð ekki haggað af öxlum konunnar. Storm- urinn umbreyttist nú í andvara, þrýstingur loftsins jókst að nýju og stilla komst á um leið. Það birti til. „Ég gefst upp – ég næ henni ekki úr kápunni,“ sagði vindurinn um leið og hann klifraði upp á eitt fárra bjartra skýja og náði and- anum. „Nú er komið að mér að reyna,“ sagði sólin um leið og hún silaðist geispandi fram undan hverfandi skýj- unum og teygði úr hlýjum geislum sínum. Á fagur- mótuðu enni konunnar sem gekk áfram veginn perlaði nú sviti. Hún leit til sólar og undraðist veðrabrigðin um leið og hún hneppti frá sér og fór úr kápunni. „Skipti“ eru víða. Sam-, við- og um- eru allt ágætis forskeyti við „skipti“. Það að eiga samskipti er verðugt verkefni. Ég tel það til allra heilla að hafa sólina sem fyrirmynd í þeim „skiptum“. Höfundur er sérfræðingur í stefnumót- un og ráðgjafi í geðheilbrigðismálum. „Ég var tvítugur þegar ég flutti í bæinn og hef verið að vinna við að moka snjó síðan,“ segir Ragnar Einarsson snjómokstursmaður. „Svo ólst ég upp austur á Héraði þar sem var alltaf mikill snjór, svo ég er nú ansi vanur snjó. Ég hef verið að vinna við vélar frá því ég var lítill peyi. Fyrst var það traktorinn í sveitinni og svo komu stærri vélar. Þegar ég flutti í bæinn fór ég að vinna hjá Vélamiðstöð Kópavogs en í dag er ég á mínu eig- in tæki og vinn hjá sjálfum mér.“ „Snjórinn er fínn svona fyrstu þrjá dagana sem hann fellur, þá er gaman að ryðja en svo verður þetta jafn leiðinlegt og önnur vinna. Mér líður samt alltaf vel þegar hann byrjar að falla því hann er atvinnuskapandi. Snjór er ekkert nema peningar. Ég er lítið fyrir að labba í honum og ekkert fyrir að vera á skíðum.“ „Það er eitt sem getur verið erfitt við þetta starf en það er stressið í umferðinni. Sumt fólk verður pirrað eftir tvær sekúndur ef það lendir aftan við vélina, svo byrjar það að flauta eftir fimm sek- úndur og byrjar svo að naga stýrið og eftir tíu sekúndur er það komið út úr bílnum, helst með felgulykil. Þetta er ótrúlegt. Fólk verður að sýna smá þolinmæði og átta sig á því að snjómoksturinn er nauð- synlegur fyrir öryggið í borginni, hann er ekki til að fólk komist hraðar yfir.“ | hh Skipti Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Sakna ekki íslensku umræðunnar Snjórinn er peningar Ragnar Einarsson fagnar snjókomunni því hún er atvinnuskapandi. Myndir | Hari Árni þakkaði afmælisgjöfina en hann varð níræður í gær. Árni Ferdínandsson mokaði snjó heilan morgun. Þá kom Ragnar og var snöggur að moka frá innnkeyrslunni. 4 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.