Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 6
Kröfur Facebook um að notendur skrái kyn sitt og skírnarnafn gerir trans fólki erfitt fyrir. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Þrátt fyrir hávær mótmæli hefur Facebook ekki breytt þeirri stefnu að skilyrða notendur til að heita sama nafni á Facebook og skráð er á skilríki þeirra. Rögnu Rök Jóns, rithöfundi og listamanneskju, var nýlega hótað brottrekstri af samskiptamiðlinum nema Facebook fái afrit af gildum skilríkjum. Ragna gengur ekki lengur undir því nafni sem skráð er í vegabréfinu. Rögnu er gefin vika til að senda inn einhverskonar skilríki áður en aðganginum verður lokað. Eina leiðin til að opna aðganginn aftur er að senda Facebook afrit af þrennskonar skilríkjum, með sama nafni. „Sem trans manneskja og mann- eskja sem er á kafi í stafrænum fræðum, gerir þetta mig skelkaða.“ Ragna segir þetta jafnframt til vitnis um hvernig persónugögn og ótakmarkaður aðgangur að upp- lýsingum virðist skipta fyrirtæki eins og Facebook meira máli en notendur þess af holdi og blóði. „Facebook græðir á því að miðla ítarlegum upplýsingum um not- endur til auglýsenda. Allt annað skiptir minna máli.“ Ragna segir þetta auðkenning- arferli stórgallað, enda beini það spjótum sínum að hópum sem ekki vilja eða geta gefið upp skilríki af öryggisástæðum. Það geti til dæm- is verið trans einstaklingar, fólk sem tengist pólitískum aktífisma og fórnarlömb heimilisofbeldis. „Tveir starfsmenn Facebook höfðu samband við mig og ég þurfti að útskýra fyrir þeim af hverju ég væri ekki búin að senda þeim skilríkin mín í pósti.“ Starfsmennirnir hafi ekkert getað gert til að auðkenna Rögnu án skilríkja. „Þeir spurðu mig: „Hvernig getum við vitað að þú sért raunverulega manneskjan sem þú segist vera?“ En á sama tíma er ég að tala við þá í símann. Þetta er fáránlegt. Mér finnst umhugsunarvert að netmiðlar trúi gögnum frekar en fólki.“ Ragna stofnaði í kjölfarið myllu- merkið #TransFB þar sem fólk gat deilt sinni reynslu af auðkenn- ingarferlinu. Fjölmargir hafa gert það. Trans fólk um allan heim hefur mótmælt þessari stefnu Facebook allt frá því hún kom til, en hún hefur ekki verið tekin til baka. Ragna segir ýmislegt hafa breyst í kjölfar tæknivæðingar og hræðslu við hryðjuverk, því nú kalli yfirvöld sífellt á meiri persónurannsóknir. Ragna fer til dæmis ekki klædd í sín venjulegu föt á flugvelli, heldur klæðir sig þá heldur eftir kyninu sem skráð er á vegabréfið, til að forðast að vera tekin fyrir af öryggisvörslu. Ugla Stefanía Jóns- dóttir, talskona Trans Íslands, hefur líka verið tilkynnt á þennan hátt og þurft að auðkenna sig á Facebook, en þar sem nafn hennar á miðlinum er það sama og á skilríkj- um hennar gat hún auðkennt sig. Þeir sem tilkynntu hana hafa því ekki haft er- indi sem erfiði. Í til- kynn- ingu frá Chris Cox, einum verkefnastjóra Facebook, segir að sérstaða Fa- cebook sem miðils byggist á þess- ari auðkenningarstefnu, því minna sé þá um áreiti frá nafnlausum að- ilum. Þó er hægðarleikur að setja upp Facebook-aðgang með upp- spunnu nafni, enda er ekki beðið um skilríki við stofnun aðgangs, heldur aðeins ef einstaklingar eru tilkynntir fyrir falskt nafn á miðl- inum. Facebook Trans fólki mismunað við skráningu Ragna Rök Jóns segir skilyrði Facebook um skírn- arnöfn mismuna trans fólki. Bara tvö kyn viðurkennd Það hafa verið miklar breytingar á miðborginni síðustu ár og lítið til góðs. Ég er efins um allar breyt- ingar í skipulagsmálum í dag. Þessi stóru glerhýsi og hótel þrengja að miðbænum og ég er ekki hrifinn af því. Þegar bílastæðum er fækkað undir hótelstarfsemi, verður að bæta samgöngur. Það þarf að gera strætisvagninn að raunverulegum valkosti og bæta aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur, segir Sigurður Jón Ólafsson bóka- safnsfræðingur. Hvað á að gera við Hafnartorgið? Ráðagóður Sigurður Jón Ólafsson Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftasöfnun til að mótmæla tilraunaborunum HS Orku á Eldvarpasvæðinu. Grinda- víkurbær gaf leyfi til HS Orku til tilraunaborana á svæðinu, þótt Skipulagsstofnun telji að fram- kvæmdirnar muni stuðla að óaftur- kræfu raski. Ómar Ragnarsson seg- ir túrbínutrix í uppsiglingu. Hver tilraunahola kosti 560 milljónir. Fimm holur kosti hátt í 3 milljarða. „HS orka ætlar sér varla að eyða þessu fé nema að fá eitthvað í staðinn? Auðvitað heila virkjun. Og mun þá segja, að ef náttúruverndarfólk ætli að standa í vegi fyrir því, beri það ábyrgð á þriggja milljarða tjóni. Svipað var reynt við Laxár- virkjun 1970 þegar kaupa átti strax risatúrbínur fyrir stórstækkaða Laxárvirkjun og kenna andófs- fólki um tjónið sem yrði ef þær yrðu ekki keyptar,“ segir Ómar og minnir á að sú tilraun hafi sprungið framan í Landsvirkjun í bókstaf- legri merkingu þegar bændur náðu sér í dínamít og sprengdu stífluna. Um milljón ferðamenn sækja Grindavík heim árlega en í lok síð- asta árs setti UNESCO, menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna, Reykjanesið á lista yfir 120 áhuga- verðustu jarðvanga í heiminum. Skipulagsstofnun taldi í um- hverfismati að framkvæmdin hefði talsvert neikvæð áhrif. Þau helstu væru sjónræn vegna hávaða á framkvæmdatíma. Það hafi neikvæð áhrif á upplifun ferða- manna sem sækja svæðið heim. Ell- ert Grétarsson, ljósmyndari hefur verið óþreytandi við að benda á að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu. Hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Að auki hafi svæðið að geyma söguleg verðmæti. Hann segir að þótt ekki sé hróflað við gígunum sjálfum sé verið að gjöreyðileggja ásýnd svæðisins. Ómar segir túrbínutrix í uppsiglingu Mynd | Ellert Grétarsson 6 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 BOGGIE 3ja sæta Slitsterkt áklæði. Margir litir. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Verð: 99.900 kr. 20% AFSLÁTTUR Aðeins 79.920 kr. Aðeins 13.930 kr. O&D dúnsæng STÓRI BJÖRN · 50% dúnn & 50% smáfiður Fullt verð: 19.900 kr. Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 Sunnudaga kl. 13–17 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR NATURE’S COMFORT heilsurúm Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr. 25% AFSLÁTTUR Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. Aðeins 123.675 kr. Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður | www.dorma.is NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma 2.925 kr. NATURE’S COMFORT heilsurúm Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. 25% AFSLÁTTUR af öllum stærðum Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. Aðeins 123.675 kr. Verðdæmi 180 x 200 cm ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Fibersæng & Fiberkoddi PURE COMFORT 7.425 kr. PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr. PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr. Koddi Sæng 25% AFSLÁTTUR Fullt verð: 164.900 kr. Opið all a daga í janúar Þú finnur útsölubæklinginn á dorma.is Opið a lla dag a í janúa r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.