Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 12
12 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 Formaður velferðarnefndar segir að fjármálaráðherra geri sig að ómerkingi verði frumvarpið ekki afgreitt. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra segir að ríkisstjórnin hafi lofað því í tengslum við kjara- samninga að húsnæðisfrumvörpin verði að veruleika: „Það væru hrein og klár svik ef við myndum ekki ljúka þessu. Þetta er eitt af rauðu strikunum í kjarasamn- ingum og forsenda þess að friður verði á vinnumarkaði til lengri tíma,“ segir hún. Frumvörpin eru alls fjögur talsins, frumvarp um húsnæðis- bætur sem kostar um 2 milljarða á ári, frumvarp um almennar íbúðir sem kostar 1,5 milljarða árlega næstu fjögur árin en gert er ráð fyrir kostnaðinum við frumvörpin á fjárlögum. Þá eru frumvörp um breytingar á húsnæðissamvinnu- félögum og breytingar á húsa- leigulögum. Margir sjálfstæðismenn eru ósáttir við frumvörpin og segja að þau verði aldrei að veruleika. Nærri ár er síðan ráðherrann lagði fram frumvarpið um húsnæðis- bæturnar en fjármálaráðuneytið fór um það ómjúkum höndum í fyrravor. Óvanalega víðtækt samráð Eygló segir að það hafi verið tekið tillit til athugasemdanna eins og hægt var, það hafi til að mynda verið gerðar miklar breytingar á frumvarpi um almennar íbúðir. Hún segir óvanalegt að haft sé jafn víðtækt samráð um mál eins og raunin sé í þessu tilfelli. „Ég veit ekki betur en það sé unnið að því hörðum höndum í velferðarnefnd þings- ins að afgreiða málið,“ segir hún. Eygló segir frumvörpin fela í sér miklar réttarbætur fyrir leigjendur: „Það er hinsvegar hefðbundinn málflutningur sumra að ríkið eigi aldrei að koma fólki til aðstoðar. Við eigum hinsvegar að gera það í þeim tilfellum þar sem þörfin er mest. Og ef ein- hversstaðar er fólk sem þarf á aðstoð að halda, þá er það á leigumarkaði,“ segir ráð- herrann. Annars þarf ráðherrann að fara „Ég trúi því ekki að þetta verði stöðvað, þá þarf ráðherrann að segja af sér því hún hefur lagt allt undir í þessu máli og stjórnarsam- starfið hlýtur að vera í uppnámi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar. „Þetta loforð ríkisstjórnarinnar var leið til að leysa úr mjög alvarlegri stöðu á vinnumarkaði. Ég spái því að þetta verði að veru- leika, annars væri fjár- málaráðherra að gera sig að ómerkingi.“ Efnaminni einstæðir foreldrar græða minna á breytingunni en þeir njóta mests stuðnings í núverandi kerfi, sam- kvæmt greiningu fjár- málaráðuneytisins á kostnaði við frumvarpið. Þær muni jafnframt leiða til hærri húsaleigu og hætt við að leigusalar geti þannig hagn- ast meira á breytingunni en leigj- endur. Þar segir að hlutfallslega verði meira greitt niður af húsa- leigu eftir því sem tekjur heimila eru hærri. Ekki verði séð að sú útkoma sé í samræmi við markmið frumvarpsins um að auka stuðn- ing við efnaminni einstaklinga og fjölskyldur. Eygló Harðardóttir bendir hins- vegar á að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að setja allan húsnæðis- stuðning undir einn hatt og það sé mun stærri hópur að fá húsnæðis- stuðning samkvæmt frumvarpinu en áður. Þeir sem hafi lægstu tekj- urnar fái áfram hæstu bæturnar í krónum talið. Fjöldi fólks sem hafi ekki fengið neinn stuðning fái núna húsnæðisbætur og sé því að hækka hlutfallslega meira. Það sé auðvitað hægt að gagnrýna allar bætur á þessum forsendum, en líka skattalækkanir, eins og hafi sýnt sig. Aldrei fleiri erlendir verkamenn Metið frá 2008 slegið. Flestir eru í láglaunastörfum. Fjöldi erlendra verkamenn fer í tæp nítján þúsund á þessu ári, sam- kvæmt spá Vinnumálastofnunar. Metið frá árinu 2008 er þar með slegið en þá voru um átján þúsund verkamenn í landinu. Fjöldinn stafar af stóraukinni þörf í ferða- þjónustu og byggingavinnu. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að hlutfallslega hafi erlendir starfs- menn verið fleiri árið 2008 eða tíu prósent en núna eru þeir 9,3 pró- sent alls vinnandi fólks, en þá voru hlutfallslega færri á vinnumarkaði. Árið 2018 fer hlutfallið hinsvegar aftur í tíu prósent, samkvæmt spánni. Flestir koma frá Póllandi eða öðr- um ríkjum Austur-Evrópu, stærsti hlutinn er farandverkamenn sem ætla að staldra við í stuttan tíma en oft fer það svo að þeir setjast að og stofna fjölskyldu hér. „Langflestir eru í lægst launuðu störfunum,“ segir Karl. „Það er verið að leita að fólki í störf sem krefjast ekki menntunar eða sér- hæfingar, svo sem þjónustustörf, þrif og almenna byggingavinnu.“ Flest fólkið vinnur á suðvestur- horninu, margir á Suðurnesjum eða í höfuðborginni. Árið 2008 voru karlar í yfirgnæfandi meiri- hluta, núna eru kynjahlutföllin jafnari þótt karlar hafi enn vinn- inginn. | þká Félagsmálaráðherra Sannfærð um afgreiðslu húsnæðismála Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir að ráðherrann þurfi að segja af sér verði frum- vörpin ekki afgreidd. „Annað væru hrein og klár svik“ Myndir | Hari Eygló Harðardóttir félags- málaráðherra minnir á að loforð ríkisstjórnarinnar sé hluti af kjarasamningum. Á vorin skartar Prag í Tékklandi sínu allra fegursta. Borgin er afar skemmtileg þar sem andi miðalda ræður ríkjum í bland við blómstrandi listalíf. Í þessari ferð skoðum við t.d. Karlsbrúna og Hradcanykastalann í Prag, en stöldrum einnig við í Pilsen, heilsubænum Karlovy Vary og Nürnberg í Þýskalandi. Ferð sem kemur skemmtilega á óvart! Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör e hf . Fararstjóri: Pavel Manásek 23. - 30. apríl Gullborgin Prag Vor 4 www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.