Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.01.2016, Side 12

Fréttatíminn - 15.01.2016, Side 12
12 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 Formaður velferðarnefndar segir að fjármálaráðherra geri sig að ómerkingi verði frumvarpið ekki afgreitt. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra segir að ríkisstjórnin hafi lofað því í tengslum við kjara- samninga að húsnæðisfrumvörpin verði að veruleika: „Það væru hrein og klár svik ef við myndum ekki ljúka þessu. Þetta er eitt af rauðu strikunum í kjarasamn- ingum og forsenda þess að friður verði á vinnumarkaði til lengri tíma,“ segir hún. Frumvörpin eru alls fjögur talsins, frumvarp um húsnæðis- bætur sem kostar um 2 milljarða á ári, frumvarp um almennar íbúðir sem kostar 1,5 milljarða árlega næstu fjögur árin en gert er ráð fyrir kostnaðinum við frumvörpin á fjárlögum. Þá eru frumvörp um breytingar á húsnæðissamvinnu- félögum og breytingar á húsa- leigulögum. Margir sjálfstæðismenn eru ósáttir við frumvörpin og segja að þau verði aldrei að veruleika. Nærri ár er síðan ráðherrann lagði fram frumvarpið um húsnæðis- bæturnar en fjármálaráðuneytið fór um það ómjúkum höndum í fyrravor. Óvanalega víðtækt samráð Eygló segir að það hafi verið tekið tillit til athugasemdanna eins og hægt var, það hafi til að mynda verið gerðar miklar breytingar á frumvarpi um almennar íbúðir. Hún segir óvanalegt að haft sé jafn víðtækt samráð um mál eins og raunin sé í þessu tilfelli. „Ég veit ekki betur en það sé unnið að því hörðum höndum í velferðarnefnd þings- ins að afgreiða málið,“ segir hún. Eygló segir frumvörpin fela í sér miklar réttarbætur fyrir leigjendur: „Það er hinsvegar hefðbundinn málflutningur sumra að ríkið eigi aldrei að koma fólki til aðstoðar. Við eigum hinsvegar að gera það í þeim tilfellum þar sem þörfin er mest. Og ef ein- hversstaðar er fólk sem þarf á aðstoð að halda, þá er það á leigumarkaði,“ segir ráð- herrann. Annars þarf ráðherrann að fara „Ég trúi því ekki að þetta verði stöðvað, þá þarf ráðherrann að segja af sér því hún hefur lagt allt undir í þessu máli og stjórnarsam- starfið hlýtur að vera í uppnámi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar. „Þetta loforð ríkisstjórnarinnar var leið til að leysa úr mjög alvarlegri stöðu á vinnumarkaði. Ég spái því að þetta verði að veru- leika, annars væri fjár- málaráðherra að gera sig að ómerkingi.“ Efnaminni einstæðir foreldrar græða minna á breytingunni en þeir njóta mests stuðnings í núverandi kerfi, sam- kvæmt greiningu fjár- málaráðuneytisins á kostnaði við frumvarpið. Þær muni jafnframt leiða til hærri húsaleigu og hætt við að leigusalar geti þannig hagn- ast meira á breytingunni en leigj- endur. Þar segir að hlutfallslega verði meira greitt niður af húsa- leigu eftir því sem tekjur heimila eru hærri. Ekki verði séð að sú útkoma sé í samræmi við markmið frumvarpsins um að auka stuðn- ing við efnaminni einstaklinga og fjölskyldur. Eygló Harðardóttir bendir hins- vegar á að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að setja allan húsnæðis- stuðning undir einn hatt og það sé mun stærri hópur að fá húsnæðis- stuðning samkvæmt frumvarpinu en áður. Þeir sem hafi lægstu tekj- urnar fái áfram hæstu bæturnar í krónum talið. Fjöldi fólks sem hafi ekki fengið neinn stuðning fái núna húsnæðisbætur og sé því að hækka hlutfallslega meira. Það sé auðvitað hægt að gagnrýna allar bætur á þessum forsendum, en líka skattalækkanir, eins og hafi sýnt sig. Aldrei fleiri erlendir verkamenn Metið frá 2008 slegið. Flestir eru í láglaunastörfum. Fjöldi erlendra verkamenn fer í tæp nítján þúsund á þessu ári, sam- kvæmt spá Vinnumálastofnunar. Metið frá árinu 2008 er þar með slegið en þá voru um átján þúsund verkamenn í landinu. Fjöldinn stafar af stóraukinni þörf í ferða- þjónustu og byggingavinnu. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að hlutfallslega hafi erlendir starfs- menn verið fleiri árið 2008 eða tíu prósent en núna eru þeir 9,3 pró- sent alls vinnandi fólks, en þá voru hlutfallslega færri á vinnumarkaði. Árið 2018 fer hlutfallið hinsvegar aftur í tíu prósent, samkvæmt spánni. Flestir koma frá Póllandi eða öðr- um ríkjum Austur-Evrópu, stærsti hlutinn er farandverkamenn sem ætla að staldra við í stuttan tíma en oft fer það svo að þeir setjast að og stofna fjölskyldu hér. „Langflestir eru í lægst launuðu störfunum,“ segir Karl. „Það er verið að leita að fólki í störf sem krefjast ekki menntunar eða sér- hæfingar, svo sem þjónustustörf, þrif og almenna byggingavinnu.“ Flest fólkið vinnur á suðvestur- horninu, margir á Suðurnesjum eða í höfuðborginni. Árið 2008 voru karlar í yfirgnæfandi meiri- hluta, núna eru kynjahlutföllin jafnari þótt karlar hafi enn vinn- inginn. | þká Félagsmálaráðherra Sannfærð um afgreiðslu húsnæðismála Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir að ráðherrann þurfi að segja af sér verði frum- vörpin ekki afgreidd. „Annað væru hrein og klár svik“ Myndir | Hari Eygló Harðardóttir félags- málaráðherra minnir á að loforð ríkisstjórnarinnar sé hluti af kjarasamningum. Á vorin skartar Prag í Tékklandi sínu allra fegursta. Borgin er afar skemmtileg þar sem andi miðalda ræður ríkjum í bland við blómstrandi listalíf. Í þessari ferð skoðum við t.d. Karlsbrúna og Hradcanykastalann í Prag, en stöldrum einnig við í Pilsen, heilsubænum Karlovy Vary og Nürnberg í Þýskalandi. Ferð sem kemur skemmtilega á óvart! Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör e hf . Fararstjóri: Pavel Manásek 23. - 30. apríl Gullborgin Prag Vor 4 www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.