Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 68
Gunnar fær bitastætt hlut- verk í Djöflaeyjunni í vor. Gunnar Jónsson hefur verið ráðinn í Þjóðleikhúsið og mun fara með hlutverk Hreggviðs í Djöflaeyjunni sem sett verður upp í vor. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann stígur á svið í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður þriðji söngleikur- inn minn, sá fyrsti var í Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1985. Ég hef nú ekki praktíserað söng en ég get alveg sungið með og tekið undir,“ segir Gunnar sem oftast er kallaður Gussi. Hann hefur í gegnum tíðina farið með fjölmörg hlutverk í kvik- myndum en þess á milli unnið við smíðar og fleira. „Leiklistin alltaf búin að vera hobbí hjá mér en ég hef aldrei skor- ast undan kallinu. Núna ákvað ég að verða „fúll tæm“ leikari og við skul- um sjá hvort það er eitthvað sem ég fíla,“ segir Gussi. Ráðning hans í Þjóðleikhúsið kórónar frábært ár því Gussi fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fúsa sem Dagur Kári Pétursson leikstýrði. Hann hefur fengið sex verðlaun fyrir leik sinn á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum. „Það var Tribeca í vor, svo var það Króatía, ein hátíð í Frakklandi, ein á Spáni, Lübeck og nú síðast í Marokkó. Þar var Cop- pola sjálfur í dómnefnd og hann kom til mín í salnum eftir myndina og sagði að hann vildi óska að það væru fleiri eins og ég.“ Gussa líst vel á hlutverk Hregg- viðs sem Magnús Ólafsson lék eft- irminnilega í kvikmynd Friðriks Þórs. „Jájá, er það minn eða þinn sjóhattur... þetta verður skemmti- legt.“ | hdm Grætt á myndlistinni Gott að keyra: Skelltu þér á stórsýningu bílaumboðs- ins Heklu á laugardaginn, það verður ekki bara boðið upp á Audi heldur líka Valdísar-ís og andlitsmálningu fyrir bílaáhugafólk. Hekla, laugar- daginn 17. janúar, kl. 12-16. Gott að passa sig: Ekki rófubeins- brotna um helgina. Það er hægt að kaupa mannbrodda á skóna í öllum útivistarbúðum, hjá skósmiðum og meira að segja flestum apótekum. Gott að syrgja: Láts hinnar goðsagna- kenndu popp- stjörnu, David Bowie, verður minnst í Bíó Paradís með sýningu bíó- myndarinnar The Man Who Fell to Earth. Myndin er frá 1976 og fjallar um geimveru, leikna af Bowie, sem kemur til jarðar að finna vatn fyrir deyjandi heimaplánetu sína. Bíó Paradís, sunnudaginn 17. janúar, kl. 20. Gott að frjósa: Nú er sjórinn kom- inn undir frostmark í fyrsta sinn í vetur. Nýtt ár, nýjar áskor- anir og ein þeirra gæti verið að synda í kaldari sjó en nokkru sinni fyrr. Gott og geðsjúkt: Skemmtikvöld til styrktar samtökum fólks sem glímir við geðræn vandamál, GEÐ- SJÚK, verður haldið á Loft Hostel á laugardagskvöldið. Á dagskránni er að kynna framtíðarplön félagsins, rapparinn Kött Grá Pjé treður upp og Futuregrapher þeytir skífum á eftir. Loft Hostel, laugardaginn 16. janúar, kl. 20. Gott að skoða: Ljósmyndahátíð Íslands fer í gang um helgina og verður sýnt í átta mismunandi söl- um, allt frá Ljósmyndasafni Íslands til Gerðarsafns í Kópavogi. Dagskrá hátíðarinnar má finna á fisl.is. Sýningin er meðal annars innblásin af ímynd og fagurfræði fjármálafyrirtækja. Listamaðurinn ávaxtaði peninga í stað þess að nota þá í sýninguna. Ávöxtun% er myndlistarsýning eftir Sæmund Þór Helgason sem tekst á við hlutverk myndlistar og þau skil- yrði og takmörk sem henni eru sett í nútíma samfélagi. Við gerð sýningarinnar ákvað Sæmundur að nota ekki þóknunina sem hann fékk fyrir sýninguna í gerð hennar heldur ávaxtaði hann upphæðina í staðinn. Til þess leitaði hann fjármálaráðgjafar hjá íslensk- um bönkum og skoðaði ávöxtun- arleiðir, sem útfærðar eru á vegg- spjöldum á sýningunni. Einnig fékk hann fyrirtæki til að styrkja sýn- inguna í stað þess að þau fengju aug- lýsingapláss á sýningunni. Sýningin er því ekki aðeins styrkt af heldur líka byggð á myndmáli markaðarins. Sýningarstjóri Ávöxtunar%, Heiðar Kári Rannversson, segir sýn- inguna háðskt innlegg í þá umræðu um hvort, hvernig og hver eigi að greiða listamönnum laun. „Hér er verið að taka gömlu tugguna um að „lifa á listinni“ alvarlega. Sýningin skoðar ekki bara hvort hægt sé að lifa á listinni, heldur hvort hægt sé að græða á henni.“ Sýningin verður opnuð í dag föstudaginn 15. janúar og er hluti af sýningarröðinni D-salurinn. Ný sending af @Vemanon Síðbúin jóla- og áramótakveðja barst frá dularfulla Íslandsvininum Vematsu í vikunni. Í pakkanum voru meðal annars límmiðar og ný upplög af síð- ustu útgáfu af „Vemanon“ kortum. Vinir Vematsu á Íslandi sáu um að dreifa varningnum í mennta- skóla landins. Alls seldust 10 kort og 12 límmiðar á 89 krónur en ágóðinn rennur til Rauða kross- ins. Til að nálgast varning frá Vematsu skal senda skilaboð til @doggdaman á Twitter. Gussi í Þjóðleikhúsið Gunnar Jónsson, Gussi, er ánægður með að hafa fengið ráðningu í Þjóðleikhúsið. Mynd | Hari Gott um helgina Íslenskur áhugahópur um heimildarþættina Making A Murderer var stofnaður á Facebook á dögunum en þar ræða meðlimir um umfjöllun- arefni þáttanna. Þátta- röðin varð aðgengileg á Netflix um miðjan desember og fjallar um mál hins bandaríska Steven Avery sem grunaður var um hrottalegt morð á Theresu Halback. Þættirnir deila harkalega á vinnubrögð lögreglunnar við rannsókn málsins og bandarísks réttarkerfis. Þeir hafa vakið fáheyrða athygli og fá 9,1 í einkunn á helstu kvikmyndasíðu heims, Internet Movie Data Base. Fyrir alla þá sem hafa misst svefn yfir ráðgátunni er eflaust gott að leita í félagsskapinn Sekur eða saklaus á Facebook. Var Steven Avery saklaus? 68 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.