Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 30
30 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Gyðingar sem leituðu á
náðir Íslendinga fyrir seinni
heimstyrjöld mættu mikilli
andúð. Fáir þeirra sem sóttu
um hæli hér á landi komust
lífs af.
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Á síðustu mánuðum liðins árs beind-
ist athygli samfélagsins snögglega
að hlutskipti þess fólks sem hingað
komst í leit að skjóli, margt af því á
flótta undan ófriði, hrakið frá heim-
ilum sínum vegna ótryggs stjórn-
málaástands heima fyrir, sumt í lífs-
hættu í þjóðlendum sínum, annað
í leit að mannsæmandi lífskjörum
fyrir sig og börn sín. Um margra
ára skeið hefur ástand í aðstæðum
flóttamanna á Íslandi verið smánar-
blettur á íslensku samfélagi. Stjórn-
völd hafa verið treg til að tryggja
stofnunum nauðsynlegt rekstrarfé
sem annast skyldu afgreiðslu dval-
ar- og atvinnuleyfa einstaklinga
svo langir biðlistar hafa myndast á
sama tíma og starfs- og dvalarleyfi
atvinnufyrirtækja og umboðsskrif-
stofa fyrir vinnuafl á undirtöxtum
voru afgreidd snögglega.
Rasisminn
Nýlega fullyrti fyrrum formaður
Tollvarðafélags Íslands á einni út-
varpsstöðinni að allt til 1980 hafi
ríkt þegjandi samkomulag milli
tollyfirvalda og lögreglunnar að
vísa þegar burt öllu aðkomufólki
sem virtist líklegt til að leita hér
dvalarleyfa svo halda mætti „land-
inu hvítu“. Kynþáttahyggja setti alla
síðustu öld sterkan svip á afstöðu
íslenskra stjórnvalda til útlendinga
sem hingað leituðu. Skipti þá litlu
frá hvaða aðstæðum þeir f lúðu,
hvernig stöðu þeirra og hag var
háttað, heldur var fyrst og síðast
spurt um þjóðerni. Landlægur ótti
var ríkjandi um tiltekna kynstofna
og gegnsýrði alla fjölmiðla þar sem
gyðingar og sígaunar voru settir í
flokk hinna óæskilegu þjóða. Upp-
lausnar Evrópu, í kjölfar fyrra stríðs
með landhreinsunum minnihluta-
hópa, varð lítið vart hér á landi þó
dæmi þekkist bæði um Armena sem
hér fóru um sveitir og sígauna sem
hingað komu á millistríðsárunum.
Þegar lögin um eftirlit með út-
lendingum voru til umræðu, vetur-
inn 1936, vísaði Hermann Jónasson
til reynslu sinnar frá tíma sínum
sem lögreglustjóra í Reykjavík. Laga-
setningin var
fyrsta tilraun
stjórnvalda
til að stemma
stigu við hing-
aðkomu flótta-
ma n na sem
þá þegar töldu
annan tuginn,
f lestir þýskir
menn sem hing-
að komu á flótta
undan ofsóknum
heima fyrir, sósí-
alistar, kratar og
gyðingar.
Landflótta
Rússar
Í október 1936 var
tveimur mönn-
um hent í land í
Reykjavík: „Tveir
rússneskir menn,
sem enska kola-
skipið Kyloe skildi
hér eftir í fyrradag
eru nú í umsjá lög-
reglunnar. Eru þeir
algerlega vega- og
peningalausir, eiga hvergi ríkis-
borgararétt og yfirgáfu ættland sitt
1918,“ segir í frétt Nýja Dagblaðsins.
Rússarnir gáfu sig fram við lög-
reglu og sögðust vera hér nauðugir,
algerlega vega- og peningalausir.
Þeir voru Ivan Dubrovsky, 30 ára
frá Odessa og Orloff Peter, 26 ára,
frá Orjol sem er suður af Moskva.
Báðir kváðust þeir hafa flúið Rúss-
land 1918 og vildu ekki snúa heim.
Höfðu dvalið síðast í Finnlandi en
þar áður í Stettin. Kom í ljós að þeir
voru laumufarþegar á kolaskipinu
frá Finnlandi, freistuðu landgöngu
í Hull en var meinað þar um land-
vist. Í Reykjavík rak skipstjórinn þá
allslausa í land.
Nú var öllum málsmetandi mönn-
um í Reykjavík ljós flóttamanna-
straumurinn frá Sovétríkjunum
eftir byltingu og borgarastríðið þar
eystra. Lá öllum illt orð til stjórn-
valda þar nema kommúnistum.
Mennirnir voru landflótta af póli-
tískum ástæðum. Þrátt fyrir það
var þeim neitað um dvalarleyfi í
Reykjavík, annar komst í skips-
rúm en hinn dvaldi hér fram á
vor 1938 en þá kom kolaskipið
aftur til Reykjavíkur og var
skipstjórinn neyddur til að
taka Rússann aftur um
borð. Samkvæmt skila-
reglu varð skipstjórinn að
koma honum af sér í finnskri höfn,
þeir að skila honum til Þýskalands
og þaðan koll af kolli uns eitthvert
stjórnvald Evrópu kom honum til
sovéskra yfirvalda og auðvelt að
gera sér í hugarlund hvað hefur
beðið mannsins þar.
Ekki einsdæmi
Saga Rússanna var ekki einsdæmi,
þó hin dæmin væru nokkur um
hið gagnstæða. Samkvæmt land-
vistarskrá stjórnvalda sem tekin
var saman í apríl 1940 um þýska
þegna á Íslandi voru 99 Þjóðverjar
í landinu, sumir þeirra ríkisfangs-
lausir af pólitískum ástæðum, þ.e.
sviptir vegabréfi vegna stjórnmála-
skoðana, eða ættgreindir gyðingar,
aðrir voru með landvist tímabundið
og atvinnuleyfi og sátu í skjóli at-
vinnurekanda sinna.
Lagasetningin 1936 sem stjórn
hinna vinnandi stétta, Framsóknar-
og Alþýðuflokks, hafði beitt sér fyrir
var til samræmis við lög og reglur
annarra Norðurlandaþjóða. Í öllum
löndunum voru menn um langt ára-
bil, allar götur frá 1933 þegar nas-
istar náðu völdum í kosningunum
í Þýskalandi, búnir að kljást við
flóttamannavanda. Þá strax hófust
ofsóknir gegn yfirlýstum andstæð-
ingum stjórnvalda í Þýskalandi,
framámönnum í verkalýðshreyf-
ingunni og stjórnmálaflokkum frá
miðju til vinstri, krötum og sósíal-
istum af hvaða flokksbrotum sem
var. Þegar skipulagðar árásir hófust
í landinu gegn gyðingum tóku þeir
að flýja land. Í skránni frá apríl 1940
var á annan tug gyðinga tilgreindur.
Utanbæjarmenn
Grundvöllur fyrir landvist sam-
kvæmt lögunum 1936 var atvinnu-
leyfi. Það fékk enginn nema hann
hefði löggilt vegabréf, eða í tilviki
íbúa Norðurlandaþjóðanna ferða-
leyfi
(rejse-
kort), væri
fæddur á Ís-
landi í tilviki
þegna Bandaríkjanna og Kanada,
eða bæri danskt vegabréf því sam-
kvæmt sambandslögunum frá 1918
var þegnum Danmerkur frjálst at-
vinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og
íslenskum mönnum á sama hátt
heimilt að hafa heimilisfestu og at-
vinnuleyfi í Danmörku.
Bæjarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti 1933 hvatningu til atvinnu-
rekenda „hjer í bæ, að taka ekki
utanbæjarmenn í vinnu, meðan
nógur vinnukraftur er hjer fyrir. Í
sambandi við þetta aðvarar borgar-
stjóri utanbæjarmenn að þeir skuli
ekki koma hingað í atvinnuleit, því
að hjer sje ekki, sem stendur, um
meiri atvinnu að ræða en bæjarbúar
komast sjálfir yfir.“
Í bænum var viðvarandi atvinnu-
leysi hjá tugum og oftast hundr-
uðum manna sem þá leituðu á
framfæri hins opinbera. Bæjar-
yfirvöldum gekk því það eitt til að
huga að hag bæjarsjóðs. Var tals-
verð pressa frá stéttarfélögum og
atvinnurekendum að yfirvöld gættu
að því að heimamenn gengju fyrir
atvinnu og aðkomumönnum væri
torvelduð atvinnuþátttaka. Leiddi
hver tilraun aðkomumanna til at-
vinnurekstrar til athugasemda frá
samtökum launamanna og atvinnu-
rekenda, iðnráði og stéttarfélögum.
Útlendingar
Á þessu tímabili var áberandi and-
staða gegn landvist og atvinnuleyfi
til erlendra manna. Í mars 1938 seg-
ir í Morgunblaðinu: „Á síðustu árum
hefir safnast hingað allmargt af út-
lendingum, er setjast hjer að sem
verkafólk í iðnaði eða verslun, og
jafnvel tekur að reka slíka starfsemi
Sendum flóttamenn
í opinn dauðann
Og þjóðin
hefir enn-
fremur
þá helgu
skyldu, að
vernda hinn
íslenska
kynstofn,
hið nor-
ræna og
keltneska
blóð, svo að
ekki bland-
ist honum
sterkur
erlendur
stofn.
Úr leiðara Vísis 1938