Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 31
 |31fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 Veldu hreint loft, aukna orku og vellíðan Loftgæðin innandyra hafa áhrif á heilsu okkar. Þau minnka á veturna á Íslandi og ekki hjálpar að opna glugga því að útiloft, sem er við frostmark, getur aðeins innihaldið um fjögur grömm af vatni á rúmmetra. Stadler Form rakamælar, rakatæki, lofthreinsitæki og ilmtæki á 20% afslætti í janúar. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.isHlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is Selina rakamælir Sýnir hitastig og rakaprósentu. Nákvæm mæling. Öflugt, hljóðlátt og stílhreint. Afköst mest 300 g/klst. Herbergisstærð allt að 40 m2. Náttúrulegur rakagjafi. Afköst mest 120 g/klst. Herbergisstærð allt að 25 m2. Skapar róandi stemningu og dreifir ilmi um herbergið. Öflugt og glæsilegt. Afköst mest 480 g/klst. Herbergissstærð allt að 65 m2. Hreinsar loftið með þremur síum. Eyðir ólykt, ryki, svifryki, bakteríum, veirum, frjókornum og öðrum örverum í híbýlum okkar. Herbergisstærð: 50 m2 Viktor lofthreinsitæki Anton rakatæki Jasmin ilmtæki Oskar rakatæki Jack rakatæki upp á eigin spýtur. Virðist mjög lítið og ófullnægjandi eftirlit vera haft með þessu af hendi yfirvaldanna, þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um, að svo skuli gert. Hjer á landi er, eins og nú háttar, tilfinnanlegur skortur á verkefnum fyrir lands- ins eigin börn. Borgararnir eiga því skilyrðislausa rjettlætiskröfu á því, að þeir atvinnumöguleikar, sem til eru, sjeu verndaðir fyrir þá, og ekki farið þar skemra en landslög leyfa. Ef lögin bjóða þeim ekki nægjanlega vernd í þessu tilliti, þarf að breyta þeim í þá átt.“ Greinarhöfundur atyrðir félags- skap í bænum, Friðarvinafélagið, sem hefur verið flóttafólki til að- stoðar og hæðist að tilgangi þess: „Er það út af fyrir sig næsta auð- virðileg stofnun, sem á sennilega rætur sínar að rekja til þess að ein- stakar persónur, sem gjarnan vilja láta á sjer bera í opinberu lífi, fá þarna tækifæri til að leika „rullu“ við sitt hæfi, þ.e.a.s. fjasa um og fást við hluti, sem einungis eru mark- leysa og vitleysa. Fjelagsskapur Ís- lendinga, ef annars má nefna þetta fólk sem lifir og hrærist eingöngu í „nationölum“ grillum, því nafni, hefir eðlilega ekki og getur ekki haft nein áhrif á friðar eða ófriðarmál heimsins. Slíkt er aðeins ómerki- leg tilraun til að sýnast. … Borg- arar með ábyrgðartilfinningu geta ekki horft aðgerðalausir á þennan skrípaleik í sambandi við þessa svo- nefndu erlendu „flóttamenn“. Og ef stjórnarvöld – og yfirvöld lands og bæja gera ekki skyldu sína gagnvart þjóðinni og landinu í þessu efni, verða borgararnir að taka höndum saman og verja rjett sinn, þann rjett, sem þeim einum ber.“ Lítill fengur Borgarapressan í Reykjavík var á einu máli í andúð sinni á útlending- um og skammt var í að dula væri dreginn af styrkasta þætti útlend- ingaóttans, gyðingahatrinu. Í leið- ara Vísis segir þann 31. maí 1938: „Í hverju einasta landi eru nú hafðar strangar gætur á því, að útlendingar taki sér ekki bólfestu í atvinnuskyni, nema með sérstöku leyfi yfirvald- anna. Víðast fá útlendir menn ekki dvalarleyfi ef grunur leikur á að þeir ætli að leita sér atvinnu, enda hefir lögreglan nákvæmar gætur í þeim sökum. Hér á landi hefir mjög á því borið síðustu þrjú árin, að útlendingar hafi komið hingað í atvinnuleit eða til að ná hér bólfestu. Talsverður hluti þess fólks er Gyðingar, sem af einhverjum ástæðum hafa yfir- gefið sinn fyrri dvalarstað. Mun flestum virðast svo, að þjóðinni sé lítill fengur í komu þessa fólks hing- að enda er hugsunarháttur þess að öllu gerólíkur hugsun og skapi Ís- lendinga. Margir líta svo á, að fólk þetta hafi flúið land sitt vegna póli- tískra ofsókna og þess vegna sé mannúðarskylda að veita því land- vist. Íslendingar geta yfirleitt ekki sætt sig við að menn séu ofsóttir vegna trúar sinnar eða þjóðernis. En menn mega ekki láta þetta villa sér sýn. Í fyrsta lagi er engin ástæða til að ætla að þeir sem hingað koma eigi einskis úrkosta þótt þeim sé neitað hér um dvalarleyfi. Í öðru lagi er þjóðin ekki aflögufær um atvinnu handa aðkomumönnum, í þriðja lagi er þjóðinni enginn fengur í þessum „landnemum“. ... Niður- jöfnunarskráin fyrir Reykjavík, sem er nýkomin út sýnir glögt, að ýmsir útlendingar eru þegar búnir að taka sér bólfestu hér, menn sem stunda hér atvinnu og greiða útsvar. Maður verður forviða að sjá öll hin útlendu nöfn sem koma fyrir í skránni. Hér skal aðeins gefið lítið sýnishorn af þessum nöfnum: Jozorski, Hoiriis, Halblaub, Fahning, Dehnow, Dett- loff, Blumenstein, Bloik, Hirst, Am- inorr, Schlither. Þetta eru aðeins nokkur nöfn tekin á víð og dreif í skránni. Erlendu nöfnin eru miklu fleiri. Allir greiða þessir menn lít- ið útsvar en ekki verður sagt hvort það er nokkur mælikvarði á eignir þeirra eða afkomu.“ Með hendur í vösum Leiðarahöfundur Vísis er fljótur að gera aðkomumönnum upp annar- legan tilgang og svik: „Þess eru ekki fá dæmi hér að þessir útlend- ingar hafa trygt sér landsvist hér með því að gerast eiginmenn inn- lendra kvenna. Ganga sumir þeirra hér alt árið með hendur í vösum og lifa á vinnu konu sinnar. Við þeim hefir ekki verið hróflað þótt vafa- samt sé hvort slíkt eigi að tryggja þessum mönnum ævilangt dvalar- leyfi. Gætu útlendar landeyður með því móti sest hér að í stórhópum. Eftirlit hér með útlendingum virðist ekki vera nærri nógu strangt. Þess verður eindregið að krefjast af yfir- völdum landsins, að dreggjum út- lends landshornalýðs sé ekki veitt hér landsvist. Atvinnan í landinu verður að vera fyrir landsmenn sjálfa.“ Þannig var alið á ótta lands- manna: hingað voru komnir óheiðarlegir karlmenn sem s e t t u s t upp á landsmenn, blekktu konur og rændu heimamenn lífsviðurværi sínu. Í heimóttarlegum hugarheimi beindist óvildin að stökum hópi að- komufólksins: gyðingum, en um langan aldur var óvild gegn þeim kynstofni búin að grafa um sig í hug- myndaheimi landsmanna. Víða um lönd voru arfbótasinnar háværir og hugmyndir þeirra féllu víða í frjóa jörð: í Læknablaðinu var síðla árs 1933 birt frétt um lofsverðar arf- bætur í Þýskalandi þar sem ræktað væri germanskt kyn til að „losa sig við gyðinga og aðra kynflokka, sem þeir telja lakari.“ Andúð á gyðingum kom víða fram í opinberri umræðu og var ekki ein- skorðuð við fylgismenn Flokks þjóð- ernissinna eins og sjá má í leiðara Morgunblaðsins í október 1934: „En hafa þá Gyðingarnir í Þýska- Þeir [Þjóð- verjar] reyna nú a rækta norrænt (ger- manskt) kyn þar í landi eftir megni og losa sig við gyðinga og aðra kyn- flokka, sem þeir telja lakari. Læknablaðið síðla árs 1933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.