Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 34
Þingholt fasteignasala er 40 ára á þessu ári og bjóðum við öllum fasteignaeigendum að því tilefni frítt verðmat og fría ráðgjöf er varða fasteignakaup í síma 5123600 eða síma 5123606 Erum að leita fyrir fjársterkan aðila að gistiheimili eða hóteli á Stór Reykjavíkur svæðinu. Upplýsingar gefur Sigurður í síma 6168880 Erum að leita að 30 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum í Breiðholti og Kópavogi fyrir fjársterka aðila. Uppl. Þingholt s. 5123600 Helluvað 7 – Opið hús sunnudag 17 jan frá kl 13 til 14 - Glæsileg útsýnisíbúð á fjórðu hæð. Þrjú góð svefnherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Stæði í bíla- geymslu. Uppl Guðrún í síma 845 7445 og Sigurður sima 616 8880 eða á tölvupósti sos@tingholt.is Engihjalli 1 Kópavogi – Glæsileg mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð með frábæru útsýni á 7 hæð. Tvö góð svefnherbergi rúmgóð stofa. Góð lán áhvílandi. V. 28.5 milljónir. Uppl Sigurður s 6168880 Opið hús Langabrekka - Þriðju- daginn 19. janúar kl 17.00 til 17.30 að Löngubrekku 10 Kópavogi – Góð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi í fallegu húsi á góðum stað. Verð 21.9 milljónir Uppl Sigurður s 6168880 og Artjón s 6621441 Selvað - Nýkomin í einkasölu 4ra herbergja 106,5 fm. íbúð á 3.hæð í góðri lyftublokk íbúð fylgir gott stæði í bílskýli. Stór svalir. V. 36,8m. upplýsingar og skoðun veitir Ellert 893-4477 eða ellert@ tingholt.is Rauðavað - Vel skipulögð 4ra herbergja 119 fm íbúð á 3. hæð (efstu) við Rauðavað í Reykjavík. m/stæði í bílageymslu, þvottahús innan íbúðar og rúmgóðar svalir. Íbúðin er laus til afhendingar. Möguleiki á fjórða herberginu. V 37,8 millj. Uppl Sigurður sim a616 8880 Lyngás – Nýjar glæsilegar íbúðir tilbúnar til afhendingar. Eigum enn til nokkrar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á þessum frábæra stað allar með stæði í bílageymslu. Verð frá 38.5 millj. Upplýsingar Garðar í síma 8539779 eða Sigurður í síma 6168880. Hörðukór Penthouse - glæsilega 197,3 fm. íbúð á 12 og 13 hæð íbúð fylgir stæði í bílskýli. Tvennar svalir aðrar eru 167 fm. með glæsi- legu útsýni, góður heitur pottur er á svölum.Uppl: Ellert s: 893-4477 eða ellert@tingholt.is og Siguður O Sigurðsson lögg. fasteignasali 616- 8880 eða sos@tingholt.is Hnoðravellir Hafnarfirði fallegt einnar hæðar einbýlishús 209 fm. að stærð þar af er bílskúr 26,2 fm. Húsið er innst í botnlanga og er langt komið að innan. Að utan vantar þakkant og á eftir að ganga frá lóð. Uppl Sigurður s 6168880 PENTHOUSEÍBÚÐ Glæsileg 182,4 fm. 3ja - 4ra herb. penthouseíbúð á 8. og EFSTU hæð í 101 SKUGGA. Mikil lofthæð, einstakt útsýni. Lyfta gengur beint upp í íbúðina. Húsið er fullbúið að utan en íbúðin afhendist tilbúin til innréttinga. Tvö merkt stæði í bílageymslu og rúmgóð sérgeymsla fylgja. Uppl Ísak s 8225588 eða isak@ tingholt.is Sumarhús á góðu verði í Grímsnesi.Húsið er timburhús á einni 71,5 fm  og  skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi og 3- 4 svefnherbergi. Lóðin er 5.033 fm eignarlóð. Lóðin er falleg og búið að planta mikið af trjám. V 10,9 m Uppl. gefur Ísak í síma 822-5588 isak@tingholt.is Í einkasölu  gistiheimilið Fagralundur ásamt einbýlishúsi og byggingarlóð í Reykholti Biskupstungum. EINSTAKT TÆKIFÆRI, MIKLIR STÆKKUNARMÖGULEIKAR. Gistiheimilið hefur skorað hátt, sjá á heim- síðu  fagrilundur.is V. tilboð. Uppl. gefaur Ísak V. Jóhannsson sími 822-5588 isak@ tingholt.is Op ið hú s Op ið hú s Sigurður Lögg. fasteignasali S. 616 8880 sos@tingholt.is Guðrún Hulda Lögg. fasteignasali S. 845 7445 gudrun@tingholt.is Artjon Árni Í námi til löggild. S. 662 1441 artjon@tingholt.is Ellert Sölumaður S. 893 4477 ellert@tingholt.is Garðar Sölumaður S. 853 9779 gardar@tingholt.is Ísak Sölustjóri S. 822 5588 isak@tingholt.is Jón Í námi til löggild. S. 777 6661 jonoli@tingholt.is Örn Sölumaður S. 696 7070 orn@tingholt.is Helena Mann, í október 1936 í kjöl- far systur sinnar og mágs, Rottber- ger-hjónanna, sem vísað var úr landi með tvö ung börn 1938. Af heilsu- farsástæðum Helenu fengu þau að vera um kyrrt á Íslandi. Helena var frá borginni Njtra í Ungverjalandi en hafði búið í Berlín frá 1913. Þau höfðu bæði verið svipt ríkisfangi, jafnvel þó hún teldi sig aldrei hafa haft þar ríkisborgara- rétt, sagði hún í viðtölum við út- lendingaeftirlitið. Í skýrslu sinni til Hjálparsamtaka gyðinga í ársbyrjun 1939 lýsir Hans nokkuð aðstæðum þeirra í Reykja- vík. Fyrst greinir hann frá afdrifum mágs síns og systur en skrifar síð- an: „Við viljum helst komast burt frá þessu óvinsamlega og hlaðkalda heimskautalandi ef við mögulega getum. Embættismenn finna upp á öllum hugsanlegum vandkvæðum til að koma í veg fyrir búsetu útlend- inga. Útlendingur fær því aðeins landvistarleysi hafi hann vottorð frá atvinnurekanda sem staðfestir að viðkomandi sé sérhæfður starfs- kraftur sem ekki hirði vinnu frá landsmönnum. Atvinnuleysi og ar- móður neyða stjórnvöld til þess.“ Stjórnvöld á Íslandi voru þess vit- andi hvaða aðstæður voru búnar flóttafólki álfunnar. Málgagn Fram- sóknarmanna birti í mars fréttir eftir danska íhaldsblaðinu Berl- ingske Tidende: „100 þús. Gyðingar hafa flutt búferlum frá Þýzkalandi á tímabilinu 11. nóv. til 28. febr. í vet- ur. Svarar það til þess að 900 Gyð- ingar hafi farið daglega úr landinu. Samkvæmt sömu heimildum höfðu 240 þús. Gyðingar f lutt burt úr Þýzkalandi, Austurríki og Sudeta- héruðunum frá því í febrúar 1933 og þangað til í nóvember 1938. Alls hafa því 340 þús. Gyðingar flutt frá Stór-Þýzkalandi síðan nazistar kom- ust til valda.“ Hermann Jónasson forsætis- og dóms- málaráðherra í stjórn hinna vinnandi stétta og þjóðstjórn- inni hafði málefni innflytjenda á sinni könnu, en vart hefur ásókn flóttamanna til Íslands farið framhjá þeim sem sátu með honum í stjórnunum: Eysteini Jónssyni, Stefáni Jóhann, Jakob Möller og Ólafi Thors. Í dómum sögunnar situr hann uppi með svartapéturinn. Þjóðstjórn Um þær mundir var að rofa til í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Í nær ár höfðu forystumenn svokallaðra lýðræðisflokka litið til þess mögu- leika að setja á þjóðstjórn án þátt- töku Sósíalistaflokksins. Komst hún á legg skömmu fyrir páska þá um vorið og hóf feril sinn með myndar- legri gengisfellingu. Ekki urðu neinar breytingar á stefnu stjórnvalda varðandi flótta- fólk við ríkisstjórnarskipti: Ekki varð lát á frekari umsóknum flótta- manna til dómsmálaráðuneytisins: samkvæmt gögnum var umsóknum frá 75 einstaklingum hafnað til loka árs 1939, en telja má víst að þeir hafi verið fleiri. Fæst ekki um það vissa fyrr en skjalasöfn ræðismanna nor- rænu ríkisstjórnanna verða könn- uð. Þrettán flóttamenn fengu dval- arleyfi. Í maí var haldinn samstarfs- fundur norrænna ríkisstjórna til að samræma reglur milli landanna um afgreiðslu og þær hertar frekar en hitt. Þegar ófriðurinn hófst með stríðs- yfirlýsingum Breta og Frakka á hendur Þjóðverjum í byrjun septem- ber dró snögglega úr umsóknum, þá var loku skotið fyrir flóttaleið hing- að norður. Afdrif þeirra sem hingað sóttu Hvað varð um fólkið sem sótti um hæli á Íslandi á þessum tíma sem hér er greint frá? Fátt af því komst af – flest hvarf úr skjölum sem nú eru aðgengileg þó mögulegt sé að tíma og vinnu þurfi til að kanna afdrif hvers og eins. Sumir féllu fyrir eigin hendi í þýskum borgum þegar hert var á brottflutningi gyðinga austur á bóginn 1942-143. Örlög margra eru kunn: Auschwitz, Treblinka, Minsk, dauðabúðir gleyptu þetta fólk þar sem það var myrt með skipulögðum hætti. Að baki hverri höfnun starfs- manna íslenska stjórnarráðsins býr harmsaga. Lærðu íslenskir stjórnmála- menn og embættismenn eitthvað af reynslu þessara ára? Víst veittu þeir norsku flóttafólki hæli eftir inn- rás Þjóðverja á Noreg í apríl 1940. Hér var þegnum danska konungs- ríkisins vært allt til þess að lýðveldi var stofnað á Íslandi 1944, en þá var þeim sem hér höfðu lifað og starfað veittur sex mánaða umþóttunar- tími og eftir það var staða þeirra í landinu háð dvalarleyfum eins og allra hinna sem hingað komust frá meginlandi álfunnar. Íslenska lýðveldið var sem fyrr land sem var lokað innflytjendum að mestu leyti. Þeir sem áttu hér hæli sóttu margir hverjir um ríkis- borgararétt ár eftir ár og þegar hann var loks veittur var þeim gert að gefa upp skírnarheiti sitt – taka upp nýtt nafn að íslenskum nafnvenjum. Þjóðverjar sem hér áttu fjölskyld- ur, en voru handteknir við hernám landins, máttu um nokkurra ára skeið eftir stríðslok sæta nauðung- ardvöl í sínu gamla föðurlandi þó sumum auðnaðist um síðar að sam- einast fjölskyldum sínum á Íslandi. Er af þeim málum löng saga og ljót. Og síðan... Útlendingaeftirlit stjórnvalda hélt áfram störfum sínum samkvæmt fyrri siðum. Opinber gögn um um- sóknir og dvalarleyfi frá stríðslokum eru enn ókönnuð í skjalasöfnum ís- lenskra stjórnvalda en hætt er við að þar liggi enn frekari vitnisburð- ir um einangrunarstefnu íslenskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka. Eftir að þjóðin taldi sig sjálfstæða jókst enn sá sjálfsskilningur lands- manna að þjóðin væri einstakt safn einstaklinga, aðstæður í samfélagi okkar væru sérstakar og yrðu ekki bættar með innflutningi fólks af öðr- um þjóðernum. Í opinskáum yfir- lýsingum má allt til okkar daga lesa fjálglegar og kjánalegar hugmyndir um þjóðareinkenni hins norræna stofns, mikilleik þessa kotríkis hvað varðar andlegt og líkamlegt atgervi. Þrátt fyrir að þjóðin hafi um áratugaskeið lagst í ferðalög í fjarlægar lendur, sótt menntun til fjölmennari þjóða og stæri sig hátt og í hljóði af menntun og gáfum er henni fyrirmunað að knýja fram á sviði stjórnsýslu sinnar þá breyt- ingu sem nauðsynleg er til að opna landið þeim sem námu hér sveitir og strendur í upphafi landnáms: flótta- fólki sem við erum öll komin af. Mynd | Kaldal Við viljum helst komast burt frá þessu óvinsamlega og hlaðkalda heim- skautalandi ef við mögulega getum. Embættismenn finna upp á öllum hugsanlegum vand- kvæðum til að koma í veg fyrir búsetu útlendinga. Í skýrslu til Hjálparsamtaka gyðinga árið 1939  Heimildaskrá á frettatiminn.is 34 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.