Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 44
44 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 Úrvalslið þeirra bestu Íslendingar hafa átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina. En hverjir eru þeir allra bestu? þegar stórmót í handbolta stendur yfir sameinast þjóðin fyrir framan sjónvarpið og hvetur ís- lenska landsliðið – Strákana okkar – áfram. Í gegnum tíðina höfum við átt frábæra leikmenn og frábær lið en þeir bestu léku því miður ekki allir á sama tíma. Fréttatíminn ræddi við fólk í handboltaheiminum og fékk það til að velja tvo bestu leikmenn sem við höfum átt í hverri stöðu. Tíu manna hópur álitsgjafa – fimm kon- ur og fimm karlar – valdi svo þá bestu og sagði okkur af hverju þeir voru svo góðir sem raun ber vitni. Íslensku víkingarnir klárir í næstu orustu EM í handbolta hefst í Pól- landi í dag strákarnir okkar eru komnir til Póllands og leika fyrsta leik sinn á EM í handbolta síðdegis í dag, föstu- dag. Ísland er í B-riðli sem leikinn er í borginni Katowice. Fyrsti leikurinn er við Norðmenn og í kjölfarið fylgja leikir við Hvíta Rússland og Króatíu. Búist er við stórum hópi íslenskra stuðningsmanna á áhorfendapall- ana, að minnsta kosti í tveimur fyrstu leikjunum. Yfir 150 manns fara í hópferð með Icelandair þar sem leikarinn Jóhann G. Jóhanns- son er fararstjóri. Lagt var af stað í morgun, föstudag, en haldið er heim á leið eftir annan leikinn á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er þar að auki búist við yfir 100 manns sem komi á eigin vegum á leikina. Samanlagt gætu því verið á milli 250- 300 íslenskir stuðningsmenn á pöll- unum með tilheyrandi stemningu. Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson Alaborg Björgvin Páll Gústavsson Die Bergische Handball Club Aðrir leikmenn: Alexander Petersson Rhein Neckar Löwen Arnór Atlason St. Rafael Arnór Þór Gunnarsson Die Bergische Handball Club Aron Pálmarsson MKB Veszprém KC Ásgeir Örn Hallgrímsson Nimes Bjarki Már Gunnarsson Aue Guðjón Valur Sigurðsson FC Barcelona Guðmundur Hólmar Helgason Valur Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Róbert Gunnarsson Paris Handball Rúnar Kárason TSV Hannover/Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson Nimes Stefán Rafn Sigurmannsson Rhein Neckar Löwen Vignir Svavarsson HC Midtjylland ApS Ísland – Noregur Föstudagur 15. janúar kl. 17.15 Ísland – Hvíta Rússland Sunnudagur 17. janúar kl. 15 Ísland – Króatía Þriðjudagur 19. janúar kl. 19.30 Leikir Íslands í B-riðli Íslenski hópurinn Markvörður Einar Þorvarðarson 227 landsleikir Stór og mikill á velli, höfðingi að fornum sið. Gaf aldrei tommu eftir. Líklega besti markmað- ur sem við höfum átt, góður allsstaðar – í dauða- færum, hornunum og utan af velli. Svo var hann keppnismaður dauðans, af gamla skólanum og fór þetta á hnefanum. Skapmikill og litríkur karakter sem leyndi á sér. Gríðarlegt keppnisskap. Gerði miklar kröfur á sig og aðra í kringum sig. Okkar fyrsti alvöru markmaður, var á heimsmælikvarða þegar hann var upp á sitt besta. Mikill og flottur karakter. Var jafnari að gæðum en Björgvin Páll sem er mikill stemningsmaður, svo mikill að hann dettur stundum alveg úr gírnum. Það var sjaldgæft með Einar. Varamaður Björgvin Páll Gústavsson 171 landsleikur Mikill stuðkall og leikirnir geta ráðist af því hvort hann er í stuði eða ekki. Þarf að vera duglegur að halda fókus. Vinstra horn Guðjón Valur Sigurðsson 319 landsleikir Fyrirliði liðsins í dag og fer fyrir sínum mönnum í hverri orustu. Hann er fljótari en blettatígur og er því flottasti hraðaupphlaups- maður sem ég hef nokkurn tímann séð. Hann er frábær alhliða leikmaður sem getur skellt sér fyrir utan ef þörf er á. Hann er „overall“ stórkostlegur íþróttamaður og frábær fyrirmynd bæði innan og utan vallar.“ Einn langbesti handbolta- maður í heimi – til langs tíma – og á enn nóg eftir. Markamaskína. Fljótur á fótunum, góð skottækni og mikill stökkkraftur, ótrúlegur hraðaupphlaupsmaður. Virkar ennþá 22 ára á velli – fæddur íþróttamaður! Góður leiðtogi. Ævintýralegur ferill sem erfitt verður fyrir aðra leikmenn að toppa. Gríðarlega vinnusamur með ævintýralega snerpu og stökkkraft. Varamaður Guðmundur Guðmundsson 230 landsleikir Titturinn, eins og hann var kallaður, fór í gegnum þetta af mikilli elju. Hann hætti því miður 28 ára gamall en hefði getað náð lengra. Vinstri skytta Aron Pálmarsson 102 landsleikir Tók við hlutverki Ólafs Stefánsson- ar sem aðalmaðurinn í landsliðinu. Skottækni hans og kraftur er lygilegur miðað við aldur. Getur spilað allar stöður fyrir utan og er líklega einn af fimm bestu handbolta- mönnum í heimi í dag. Ef hann væri duglegri að æfa væri hann kominn skrefinu lengra. Hann er oft bestur í fyrstu leikjum móts, nú reynir á hann að halda út heilt mót. Töframaður í sóknarleik. Hæfileikaríkasti hand- boltamaður sem við höfum átt. Er einn af þremur bestu leikmönnum heims í dag. Tekur oft af skarið þegar öll sund virðast lokuð.“ Ef hann helst heill og verður með hausinn rétt skrúfaðan á verður hann enn betri með tímanum og kemst á sama stall og Óli Stef. Varamaður Alfreð Gíslason 190 landsleikir Einn af þessum mönnum sem alinn er upp á skyri í smjör- pappír. Var á sínum tíma einn fremsti varnarmaður heims. Miðja Dagur Sigurðsson 215 landsleikir Stjórnaði leik íslenska liðsins um árabil. Mikill leiðtogi og stáltaugar á ögur- stundu. Meðvitaður um eigin kosti og galla. Hann var mikill leiðtogi, frábær leikstjórnandi, útsjónarsamur og oft með skemmtileg óvænt skot. Dagur var líflegur karakter sem tók gjarnan af skarið og endaði því oft með því að vera annað hvort hetjan eða skúrkurinn í leikjum. Frábær leikstjórnandi með hausinn í lagi. Einn af þeim sem gerir lið að liði, bæði innan og utan vallar. Er eins og fullkominn stóri bróðir. Mikill leiðtogi og sterkur karakter, vanmetinn leikmaður á sínum tíma. Mikla yfirsýn og gerði samherja sína betri. Frábær leikstjórnandi sem lumaði á lúmskum skotum þegar andstæðing- urinn átti síst von á. Dagur var leiðtogi og útsjónarsamur leikstjórn- andi. Besti makkerinn sem Óli Stef átti í landsliðinu. Hreinræktaður sigur- vegari. Maður sem fórnar sér fyrir liðið. Varamaður Snorri Steinn Guðjónsson 252 landsleikir Algjör heili, miðstöð kerfanna, og lætur boltann „fljóta“ vel. Skynsamur og með yfirburða þekkingu á leiknum. Hugsar oft meira um aðra en sjálfa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.