Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 10
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR? Í samræmi við lög VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 22. janúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félags- manna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins, svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmdir. Uppstillinganefnd VR Lögreglan hefur ekki yfir- heyrt eiganda gistihúss sem stéttarfélag kærði fyrir mansal fyrir rúmu ári. Önnur kvennanna segist hafa óttast að lenda á götunni á Íslandi ef hún setti sig upp á móti manninum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Lögfræðingur hans gafst fljótlega upp enda aug- ljóst að við vorum með gjörunnið mál. Skjólstæð- ingur hans var með allt niðrum sig í málinu,“ segir Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi, um mál pólsku kvennanna en það var félagið sem kærði gistihúsaeig- andann fyrir mansal en hann lét stúlkurnar vinna allan sólarhring- inn, mánuðum saman og borgaði þeim óverulega upphæð þegar á hann var gengið og skráði það í bókhaldið sem gjöf. Þegar stéttar- félagið hóf afskipti af málinu tók við mikið stríð sem lyktaði þannig að stúlkurnar fengu greidda eina milljón hvor. Halldóra segir að starfsmenn félagsins hafi sótt fræðslufundi um mansal en það sé mun algengara en margir halda. Sérstaklega séu mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu og bygg- ingaiðnaði á gráu svæði. „Við höfum dæmi þess að starfsfólk hefur verið við vinnu í allt að þrjú ár án þess að vera skráð. Oft eru fyrirtæki með sjálfboðaliða og erlendar starfs- mannaleigur eru farnar að koma inn í ferðaþjónustuna. Það er mikið um að atvinnurekendur hóti starfs- fólki með því að segja: „Ef þú ferð í stéttarfélagið þá getur þú bara farið. Erlent starfsfólk á oftast í engin hús að venda þannig að það lætur flest yfir sig ganga.” Hún segir að það hafi fljótlega runnið upp fyrir þeim, að þótt mansal sé stórt orð, hafi líklega fleiri slík mál, tvö til þrjú, rekið á fjörur félagsins, án þess að þau hafi gert sér grein fyrir að það félli undir skil- greininguna. Þar af sé allavega eitt mál sem tengist sama gistihúsaeig- anda og var með pólsku stelpurnar í vinnu. „Ef fólki er haldið nauðugu, það er hvergi á skrá, látið vinna allan sólarhringinn og fær ekki borguð laun, þá er það mansal,“ segir Halldóra. Ég vona að lögreglan taki málið föstum tökum. Það má ekki klúðra svona alvarlegum mál- um, því það er nógu erfitt að fá þau upp á yfirborðið. Við höfum haldið vinnustaðafundi um þessi mál og enginn þorir að taka til máls. Síðan kemur í ljós að einhver hefur elt okkur niður á skrifstofu eftir fund- inn og hefur þá jafnvel hræðilega sögu að segja. Fólk er oft svo hrætt. Það kemur jafnvel frá löndum þar sem lög- regla og verkalýðsfélög ganga fyrir mútum. Menn komast upp með það í lengstu lög að kúga þetta fólk.“ Hún bendir á að þessar stelpur séu nú þegar farnar úr landi. Félagið hafi komið þeim í samband við ann- an vinnuveitanda eftir að málið kom upp. Þær hafi unnið þar um hríð en séu núna komnar aftur til Póllands. Þessi ævintýri endi hinsvegar ekki alltaf vel. Þetta fólk sé hvergi á skrá, það eigi engin réttindi og ef eitt- hvað komi fyrir, slys eða veikindi, sé fólkið sent slyppt og snautt úr landi, án þess að eiga rétt á neinni aðstoð frá samfélaginu. Flest slík mál komi aldrei upp á yfirborðið. Mörg fyrirtæki á gráu svæði  Hvers konar vinnu starfar þú við?  Eru þér borguð laun?  Getur þú yfirgefið starfið þitt ef þú kýst svo?  Getur þú komið og farið eins og þú óskar?  Hefur þér eða fjölskyldu þinni verið hótað?  Við hvers konar aðstæður starfar þú og býrð við?  Hvar borðar þú og sefur?  Þarft þú að biðja um leyfi til að borða, sofa, fara á salernið?  Er læsing á útihurð eða gluggum sem koma í veg fyrir að þú farir út?  Hafa skilríki eða önnur persónuleg gögn verið tekin af þér? Selfoss Lögregla hefur ekki yfirheyrt eigandann þótt meira en ár sé síðan rannsókn málsins hófst Eigandi gistiheimilis kærður fyrir mansal Tvær pólskar konur á þrítugsaldri réðu sig til starfa á gistiheimili á Suðurlandi en eigandinn var kærður til lögreglu vegna stórfelldra brota á kjarasamningi sem stéttarfélagið telur að flokkist undir mansal. Kon- urnar voru látnar vinna alla daga vikunnar og svara í síma gistiheim- ilisins nótt og dag. Konurnar komu til landsins frá Póllandi í júlí 2014 en í september höfðu þær ekki fengið krónu útborg- aða og voru auk þess hvergi á skrá. Lögreglan hefur hinsvegar ekki enn yfirheyrt gistihúsaeigandann þótt meira en ár sé liðið frá brotunum. Þá á enn eftir að yfirheyra ýmis vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að lögreglan taki málið mjög alvar- lega þrátt fyrir þetta. Það sé bara svo mikið að gera hjá embættinu og kyn- ferðismál séu sett í forgang: „Þú hell- ir ekki meira í trektina en stúturinn ræður við,“ þannig er það nú bara,“ segir hann. Eigandi gistiheimilisins rekur marga slíka staði þar sem er boðið upp á gistingu og morgunmat. Upp- haflega sömdu konurnar um að vinna tíu tíma á dag, sjö daga vik- unnar fyrri eitt þúsund evrur á mán- uði, sem er langt undir lágmarks- kjörum á Íslandi. Fyrstu dagana var eigandinn vingjarnlegur og vinnan eins og samið hafði verið um. Hann hafði sagt þeim við komuna að það borgaði sig ekki að fá kennitölu, þá yrðu þær rukkaðar um skatt. Eftir að önnur starfskona frá Litháen hætti, tóku konurnar yfir verkefni hennar og vinnudagurinn var nú allt að fimmtán tímar á sólar- hring, auk þess sem ætlast var til að þær tækju við bókunum á öllum tím- um sólarhringsins. Undir lokin voru þær alveg hættar að komast nokkuð frá gistiheimilinu. Brást við með dónaskap „Við vorum úrvinda, að vinna svona alla daga, án þess að fá neitt frí,“ seg- ir önnur þeirra í viðtali við Frétta- tímann en hún er komin aftur til Póllands. „Við lögðum til við eigandann að hann réði eina konu í viðbót, en hann taldi að þetta væri síst of langur vinnudagur. Þetta væri hans fyrirtæki, hann réði og hann gæti fundið aðrar konur í okkar stað, strax á morgun.“ Hún segir að upp frá þessu hafði eigandinn orðið mjög ruddalegur í garð þeirra, komið drukkinn og verið með leiðindi, þótt allt hafi ver- ið í stakasta lagi. Eftir mánuð hafi hún spurt hvort þær færu ekki að fá útborgað, en hann hafi brugðist við með dónaskap og sagst borga þegar honum sýndist. Hann féllst eftir þrjá mánuði á að greiða þeim hundrað þúsund krón- ur inn á reikning og skrifaði í skýr- ingartexta að um væri að ræða gjöf. Hann hafði sagt konunum að það þýddi ekki að leita til stéttarfélags- ins þar sem hann væri með það i vasanum. Hann væri auk þess með góð sambönd innan lögreglunn- ar. Konurnar leituðu þó aðstoðar félagsins að lokum. Það gekk í mál- ið en konurnar áttu þá inni milljón hvor í vangoldin laun. Málið var einnig kært til lögreglu þar sem stéttarfélagið taldi að um væri að ræða mansal. Lögreglan er enn með málið til rannsóknar, eins og áður sagði, þótt meira en ár sé liðið frá brotunum. Óttuðust að enda á götunni Önnur kvennanna segist hafa upp- lifað mikinn vanmátt og áttað sig á því að ef til vill fengju þær engin laun. Þær væru óskráðar og rétt- lausar og þar sem þær ættu ekki fyrir miða til Póllands gætu þær endað á götunni. Hún segir að fólk frá Póllandi sé vant því að réttindi verkafólks sé látin lönd og leið, löndin séu fátæk og fólk fallist á að vinna meira fyrir lægri laun, án þess að kvarta. Margir vilji notfæra sér þetta. „Útlendingar vinna betur, þeir eru ódýrari og eru ekki til vandræða, og þeir tala stundum ekki einu sinni ensku. Hvar eiga þeir þá að fá hjálp.” Gátlisti um mansal 10 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.