Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 14
Skráning á fundinn fer fram á landsvirkjun.is OPINN FUNDUR Á GRAND HÓTEL Miðvikudagur 20. janúar kl. 8:30-10:00 Morgunkaffi frá kl. 08:00 Ábyrgð Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fundarstjóri Virkjanir og áhrif þeirra í Sogi og Laxá Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun Virkjun og fiskistofnar Blöndu Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur og forstjóri Veiðimálastofnunar Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á fiskistofna Lagarfljóts og Jökulsár á Dal Ingi Rúnar Jónsson, fiskifræðingur á Veiðimálastofnun Þjórsár- og Tungnaársvæði, fiskistofnar og virkjanir Benóný Jónsson, líffræðingur á Veiðimálastofnun Að loknum erindum stýrir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun, umræðum. Fiskar og vatnsaflsvirkjanir Verið velkomin á opinn morgunverðarfund Landsvirkjunar sem er haldinn í samstarfi við Veiðimálastofnun um áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna. Kynntar verða rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um þann lærdóm sem við getum dregið af reynslunni. Fundinum verður streymt beint á landsvirkjun.is. Vill hjálpa Íslendingum við að hjálpa Sýrlendingum Markmið hins nýstofnaða félags Sýrlendinga á Íslandi er að styrkja tengslin á milli þjóðanna tveggja og aðstoða alla þá Sýrlendinga sem hingað koma. „Við viljum hjálpa Íslendingum við að hjálpa Sýrlendingum,“ segir Yasar Ashari en hann er einn af stofnfélögum hins nýstofnaða félags Sýrlendinga á Íslandi. Hann og systir hans Lina, ásamt Omar Kalachini, taka á móti blaðamanni í íbúð systkinanna. „Við viljum borga Íslendingum til baka. Íslendingar hafa gert svo margt fyrir okkur,“ segir Omar sem hefur verið hérna lengst af stofnfélögunum og hefur íslenskan ríkisborgarrétt. „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona manni eins og Yasar. Hann er ekki bara lög- fræðingur, sem er dýrmætt fyrir samfélag Sýrlendinga á Íslandi, heldur líka góður maður, algjör himnasending. Við ætlum að gera góða hluti saman í þessu félagi. Það er svo margt sem við getum gert.“ Yasar bendir á að ýmislegt sé hægt að gera til að auðvelda komu og aðlögun flóttamanna. „Íslend- ingar hafa tekið okkur vel en við erum með ýmislegt í huga sem mætti betur fara og sem við gæt- um aðstoðað við. Okkur langar að vinna í samstarfi við Rauða krossinn og önnur samtök og ein- staklinga sem hafa áhuga og okkur langar að byrja um leið og við finnum húsnæði undir félagið. Við viljum nota félagið til að kynna sýrlenska menningu, hvort sem það er matur, bækur, myndir eða hefðir. En svo erum við líka með framtíðarmarkmið því við viljum halda áfram að bæta samband þessara tveggja ríkja þegar stríðinu loks lýkur.“ The Iceland Syrian Friendship Association er á Facebook. | hh Yasar og Lina Ashari buðu blaðamanni upp á arabískt kaffi og hjónabandssælu. 14 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 Samfélag Yasar Ashari stofnar nýtt félag Sýrlendinga á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.