Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 18
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Í Fréttatímanum í dag skrifar Páll Baldvin Baldvinsson um hvernig íslenskt samfélag brást við komu þýskra flóttamanna fyrir seinna stríð. Flóttamennirnir höfðu flúið ómennskar aðstæður í heimaland- inu. Fólkið hafði verið rænt eigum sínum og svipt öllum borgaralegum rétti, ýtt út fyrir jaðar samfélags- ins og á endanum úrskurðað rétt- dræpt. Eina sök þess var að vera annarar trúar og af öðrum upp- runa en stjórnvöldum var að skapi. Þrátt fyrir að fólkið væri í bráðri lífshættu vísuðu íslensk stjórnvöld flóttafólkinu úr landi, börnum sem fullorðnum. Afstaða stjórnvalda var ekki í andstöðu við almenning. Fáir mótmæltu. Þvert á móti keppt- ist fólk við að lýsa yfir stuðningi við afstöðu stjórnvalda. Almennt töldu Íslendingar að flóttafólkið ætti sjálft sök á vanda sínum. Það var útbreidd og viðurkennd skoðun meðal fólks að lífsgildi gyðinga væru svo ólík gildum Íslendinga að samfélagið myndi skaðast ef hingað kæmu fáeinir tugir flóttamanna. Íslensk stjórnvöld skáru sig ekki frá stjórnvöldum í öðrum í afstöð- unni til flóttamanna. Á árunum fyr- ir stríð voru Vesturlönd gegnsýrð af fordómum gagnvart gyðingum. Hvergi var almennur stuðningur við móttöku flóttamanna. Alls stað- ar var móttöku þeirra mótmælt há- stöfum, jafnvel þegar aðeins einni fjölskyldu var veitt hæli eða einum manni. Stjórnvöld sem samþykktu að taka við flóttamönnum gerðu það þrátt fyrir hávær mótmæli og ásakanir um að þau væru að stefna öryggi viðkomandi landa í hættu. Stjórnvöld í hverju landi rétt- lættu brottvísun flóttafólksins með vísan í afstöðu stjórnvalda í öðrum löndum. Þau sögðu að þar sem önn- ur lönd tæku ekki við fólkinu gætu þau illa gert það. Bæði væru rök annarra landa fullgild í sjálfu sér og eins væri válegt fyrir eitt land að opna faðminn ef önnur lönd héldu sínum hliðum lokuðum. Hættan væri að allur straumur flóttamanna hvolfdist yfir þetta eina land. Niðurstaðan fyrir stríð var að flest ríki gerðu lítið til bjargar flótta- mönnunum og engin mikið. Flótta- mannastraumurinn frá Þýskalandi nasismans fyrir stríð reyndi á sið- ferðisstyrk og –þor Vesturlanda og þau brugðust öll. Það sjá allir líkindin með þessari sögu og atburðum síðustu miss- era í Evrópu. Það er enginn munur á rökum þeirra sem vilja neita flóttafólki um landvist í dag og fyrir bráðum áttatíu árum. Rökin eru þau sömu, þau byggja á sömu hug- myndum, og orðfærið er það sama. Í dag finnst okkur óhugnanlegt að lesa harðbrjósta afstöðu fólks gagnvart flótta gyðinga undan of- beldi nasismans. Heimskan og illsk- an verður svo ber í ljósi sögunnar. Þótt augljóst sé að fólk hafi ekki haft neina innsýn inn í það sem það var að tjá sig um hélt vankunnáttan ekki aftur af því. Þvert á móti. Það sótti í heimskuna, sannfæringuna fyrir málflutningi sínum og flagg- aði illa grunduðum hugdettum um eðli og innræti gyðinga og hvernig þetta fólki væri í raun allt annarar gerðar en við hin. Hélt því fram að það gæti aldrei samlagast samfélagi sem byggði á góðum gildum. Það má einnig lesa hefðbundnar hugmyndir andmannúðarstefn- unnar úr umræðunni fyrir stríð. Þar er því haldið fram að flótta- mennirnir geti varla verið alsak- lausir af þeirri stöðu sem þeir voru í. Þetta eru sömu rök og eru notuð gegn aðstoð við alla sem eru neyð eða búa við ill kjör. Samkvæmt kenningum andmannúðarstefn- unnar ber hinn fátæki alltaf sök á fátækt sinni, hinn veiki ber sína sök á veikindum sínum, hinn atvinnu- lausi á vinnumissi sínum og hinn undirokaði ber sök á veikri stöðu sinni í samfélaginu. Allar þessar hugmyndir njóta enn mikils fylgis í samfélaginu. Þrátt fyrir að við viljum trúa að sam- félag okkar hverfist um samhjálp og jafna virðingu fyrir öllu fólki vinna margar helstu stofnanir þess gegn þessum hugmyndum. Og það er enn ríkjandi viðhorf að þótt mannúðin sé vissulega góð séum við sjaldan í aðstöðu til að leyfa henni að vísa veginn. Því er jafn- vel haldið fram að það sé barnalegt að láta mannúð ráða breytni. Það geri helst þeir sem láti tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur. Það sé á hinn bóginn þroskað að kæfa mannúðina og óttast þá sem standa veikast og þurfa helst hjálp. Viðbrögð Íslendinga við þýskum flóttamönnum voru skammarleg á alla lund. Við sjáum nú að það hefði ekki gert nema gott fyrir ís- lenskt samfélag ef þeim fáeinu flóttamönnum sem leituðu ásjár þjóðarinnar hefði verið veitt hæli. Það hefði sáralítið kostað og valdið engum vanda. En það hefði öllu breytt fyrir fólkið sem vísað burt. Gunnar Smári AndmAnnúð hefur Aldrei rétt fyrir sér Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. ÚTSALA 30-60% afsláttur af völdum vörum Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is Selena undirfataverslun Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is Skráning á imark.is Þrír stjórnendur fjalla um gildi og helstu viðfangsefni markaðsstarfs í íslenskum verslunarrekstri. Finnur Árnason, forstjóri Haga Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri ÍSAM Morgunfundur ÍMARK fimmtudaginn 28. janúar kl. 8.30–10.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 9.00. Léttur morgunmatur í boði frá kl. 8.30–9.00. – FULLT HÚS ÆVINTÝRA Fiskislóð 1 Sími 580 8500 REYKJAVÍK Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 AKUREYRI ELLINGSEN RISA- ÚTSALA Komdu og skoðaðu úrvalið! 20–70% AFSLÁTTUR PI PA R\ TB W A • S ÍA 18 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.