Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 64
FRÁ 11.30–14.30
HÁDEGIS
TRÍT
2ja rétta 2.990 kr.
3ja rétta 3.790 kr.
FORRÉTTUR
BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA
Hægelduð bleikja, yuzu mayo, truu mayo,
stökkt quinoa, epli
HREFNA
Skarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar
NAUTARIF
24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi,
gulrætur, karsi
AÐALRÉTTUR
LAMBAKÓRÓNA
Grillaðar lambahryggsneiðar, sveppa
„Pomme Anna“
SKARKOLI
Sjávargras, grænn aspas, blóðappelsínu-
og lime beurre blance
JARÐARBERJA YUZU-SALAT
Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex,
ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur
EFTIRRÉTTUR
KARAMELLU CRANKIE
Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn,
karamellukaka
SÚKKULAÐI RÓS
Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn
ARPÍKÓSU MASCARPONE
Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín,
mascarponemousse, Sacherbotn
ÞÚ VELUR
ÚR ÞESSUM
GIRNILEGU
RÉTTUM
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is
ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT
Íslenskur veitingastaður á
besta stað í 2. hverfi í París.
„Frakkar eru svolítið erfiðir og
halda fast í hefðirnar en yngri kyn-
slóðin vill sjá eitthvað nýtt eins og
þetta,“ segir Eva Gunnarsdóttir
sem á næstu vikum opnar veit-
ingastaðinn Lemon í París.
Eva er 36 ára, þriggja barna
móðir sem kynntist manninum
sínum í fríi í París fyrir áratug og
var flutt út til hans tveimur mán-
uðum síðar. Hún rekur Lemon
í París ásamt fjölskyldu sinni og
tengdafjölskyldu. „Það hefur
alltaf verið draumur minn að eiga
veitingastað,“ segir Eva. Lemon
verður í 2. hverfi, rétt fyrir ofan
göngugötuna Rue Montorgueil þar
sem mikið af fólki er á ferðinni.
„Þetta er alveg svakalega skemmti-
legt hverfi sem er að breytast
hratt,“ segir hún.
Þó matarúrvalið í París sé ekk-
ert slor hefur Eva ekki áhyggjur af
eftirspurn eftir heilsusamlokum
og djúsum Lemon. „Þetta er klár-
lega eitthvað sem vantar í París,
eitthvað ferskt, flott og gæjalegt.
Svo skemmir ekki fyrir að þetta
er íslenskt – þegar fólk hugsar til
Íslands hugsar það um eitthvað
ferskt, hreint og gott.“ | hdm
Krakka Gaman eru
grínþættir sem hópur
krakka skrifar, leikur og
framleiðir sjálfur.
Í hópnum Krakka Gaman eru
átta krakkar á aldrinum 9-16 ára
sem síðastliðið ár hafa gert sjö
grínþætti og birt á Youtube. Gerð
myndbandanna kemur þannig til
að krakkarnir í hópnum eru börn
vinafólks sem oft kemur saman og
heldur matarboð. Í löngum boð-
um, þar sem spjallað er fram eftir
kvöldi, tóku krakkarnir til þess
ráðs að búa til þætti til að stytta
sér stundir.
Krakkagaman-hópurinn kemur
nú alltaf saman þegar slík matar-
boð eru haldin. Krakkarnir byrja
á að koma með hugmyndir að
atriðum og skrifa handrit. Svo eru
þau tekin upp og allir skiptast á að
leika og hjálpast að með upptöku
hljóðs.
Eggert Geir kýs heldur að vera
fyrir aftan myndavélina og sér
um myndatöku, klippingu og
eftirvinnslu. Eggert hefur haft
áhuga á framleiðslu kvikmynda
í fjögur ár og pabbi hans sýndi
honum klippiforrit í tölvunni.
Síðan hefur hann safnað sér fyrir
kvikmyndavél, hljóðnemum og
öðru til að framleiða Krakka
Gaman og annað efni.
Svo virðist vera að hópurinn sé
farinn að vekja athygli fyrir þætt-
ina og er framtíð hans björt.
Margrét Vilhelmína er eina
stúlkan í hópnum, eins og er,
og segir að ókunnugir krakkar
hafi stundum komið að máli
við sig vegna þáttanna. „Það
hafa einhverjir krakkar sagt við
mig: „Hey, ert þú ekki stelpan
í Krakkagamni?“ Það eru ekki
endilega krakkar sem ég þekki,
bara krakkar í sundi og svoleið-
is.“
Hópurinn er rétt að byrja og
langar að gefa út DVD-disk þegar
hann er komin með 10 þætti og
hefja svo framleiðslu á annari
seríu.
Þættirnir eru nú sjö talsins, en
Krakka Gaman 8 er væntanlegt á
Youtube. | sgþ
Lemon opnar í París
Eva Gunnarsdóttir og Jón
Arnar við Lemon sem
opnaður verður í París í lok
febrúar eða byrjun mars.
Gera grínþætti
í matarboðum
Framleiðsla grínþáttanna Krakka Gamans er einstaklega metnaðarfull.
Margrét
Ketill
Dagur
Konráð
Kolbeinn
Flóki
Þeir Dragon og Tiger eru naggrísabræður sem eru að
hasla sér völl í leiklistarbransanum. Aðdáendur þeirra
hafa séð þeim bregða fyrir í grínþáttunum Tólf núll
núll og á Twitter aðgangi eiganda þeirra, @sveppalicio-
us. Þrátt fyrir að ættartré þeirra liggi ekki fyrir þykja
þeir svo líkir að þeir hljóti að vera bræður. Að sögn að-
standenda naggrísanna eru þeir jafn líkir í útliti og þeir
eru ólíkir að lundarfari. Dragon þykir hvers manns
hugljúfi og elskar að hafa athyglina á sér, á meðan
Tiger er feiminn og hleypur frekar í burtu en að vera í
sviðsljósinu.
Þegar eigandi naggrísanna sá DJ Flugvél og Geimskip
auglýsa eftir ólöglegum dýrum í myndband sitt fann
hann á sér að naggrísirnir væru tilvaldir í slíkt mynd-
band og sendi tónlistarkonunni mynd af þeim og sagði
henni frá ferli þeirra. Hún heillaðist af útliti bræðr-
anna og nú eru þeir stjörnurnar í nýjasta myndbandi
hennar. | sgþ
Líf mitt sem naggrís
Dragon og Tiger eru á barmi heimsfrægðar
Sjarmi naggrísanna þykir óumdeildur og
er vert að fylgjast með ferli þeirra þróast.
64 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016