Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 50
fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 201650 | Unnið í samstarfi við Dáleiðsluskóla Íslands Sjálfvirk forrit í huganum endurstillt hugræn meðferð þar sem unnið er með undirvitundinni, svokölluð dáleiðslumeðferð, hefur undanfarin 200 ár ítrekað rutt sér til rúms en síðan horfið nær alveg af sjónarsvið- inu á milli. Á nítjándu öld notuðu flestir læknar dáleiðslu og hundruð bóka voru skrifaðar um meðferðina og árangurinn, að sögn ingibergs Þorkelssonar, skólastjóra Dáleiðslu- skóla Íslands. „Á seinni hluta síðustu aldar hófst ný vakning í þessum málum sem enn vex ásmegin og fundnar hafa verið og þróaðar nýjar aðferðir sem hafa reynst afar áhrifaríkar, meðal annars þáttameðferð,“ segir ingi- bergur Huglæg endurforritun nær fót- festu í Evrópu ingibergur segir að huglæg endur- forritun, eða Subliminal Therapy, sem þróuð hefur verið af Dr. edwin Yager, einna öflugustu aðferð sem þekkist. Dr. Yager hafði í nokkur ár kynnt aðferðina fyrir geðlæknum og sálfræðingum í Bandaríkjunum og víðar. „aðferðin byggist á því að meðferðaraðilinn talar við meðferð- arþegann og hans innri vitund til skiptis og fær innri vitund til að gera þær breytingar á forritum hugans sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að aðferðin sé svo framandi og ótrúleg að margir sálfræðingar og geðlæknar sem hafa lært hefð- bundnari aðferðir eigi erfitt með að tileinka sér hana. „Ég frétti að Dr. Yager myndi kynna aðferð sína á þingi sál- fræðinga í glasgow haustið 2012. Við höfðum verið að skrifast á og hann féllst á að hitta mig og sýna mér aðferðina. Samstarfskona mín hóaði í nokkra vini sína til að verða meðferðarþegar en þeir glímdu við mis alvarleg vandamál,“ segir ingi- bergur. Hann segir að meðferðin hafi verið svo sérstök og frábrugðin því sem hann hafði kynnst og rann- sóknir Dr. Yager svo sannfærandi að hann hafi strax ákveðið að fá hann til að kenna á Íslandi. námskeiðið tókst mjög vel og hefur Dr. Yager nú komið þrisvar til landsins til að kenna þessa aðferð. ingibergur segir að vegna þess hve vel hafi gengið á Íslandi, þar sem Dr. Yager kenndi dáleiðslutæknum af ýmsum stéttum, hafi hann ákveðið að láta slag standa og kenna dáleið- endum hvarvetna í evrópu í stað þess að takmarka kennsluna við sálfræðinga og geðlækna. „Ég tók að mér að kynna aðferðina í evrópu með þeim árangri að hún er nú kennd í rúmeníu, Portúgal, Sviss og í Þýskalandi,“ segir ingi- bergur. Í Þýskalandi hefur Dr. nor- bert Preetz verið sérlega öflugur í kennslu og kynningum á aðferðinni sem þar kallast „Yagerian Code“. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó fengið Dr. Yager til að kenna 30 sál- fræðingum aðferðina og þeir hafa byrjað rannsóknir á virkni hennar við fíkn sem er afar stórt vandamál þar. Fíkn, áföll, einelti, vefjagigt, athyglisbrestur og áráttuhegðun Fíkn, áföll og einelti, vefjagigt, athyglisbrestur, áráttuhegðun eru dæmi um vanda sem vel hefur tekist að eyða með huglægri endur- forritun. ingibergur segir að núna stefni hann að því stækka þann hóp sem getur beitt þessari meðferð og byrja síðan kerfisbundnar meðferðir og rannsóknir sem fyrst, jafnvel í haust. „Ég vonast til að geta útskrif- að 20 – 40 fullmenntaða dáleið- endur á ári sem geti beitt þessari aðferð með árangri,“ segir hann. Uppbygging hugans Huglæg endurforritun tekur mið af því módeli Dr. Yager að í undir- vitundinni sé fjöldi þátta sem hver um sig sér um að vinna ákveðið verkefni. Þættirnir verða til að leysa verkefni eða vandamál en með tím- anum getur sjálfvirk vinnsla þeirra farið að vinna gegn vilja og hags- munum eigandans. „Dæmi um slíkt er þegar þáttur tekur að sér að sjá um að þú verðir ekki fyrir aðkasti, t.d. að skólafélagarnir hlæi að þér þú svarar kennaranum vitlaust og gerir það með því að þagga mikið til niður í þér. Þá lendir þú í erfið- leikum síðar á ævinni, t.d. ef þú vilt tala fyrir hóp fólks,“ segir ingi- bergur. Námskeið í meðferðardáleiðslu Þann 5. febrúar byrjar 22 daga nám- skeið í meðferðardáleiðslu. Það er í 2 hlutum, fyrst er það grunnnám- skeið í 10 daga í febrúar og mars og síðan framhaldsnámskeið í 12 daga í apríl og maí. Strax á fyrsta degi skiptast nemendur á að hlusta á kynningar og fyrirlestra svo og að gera æfingar. „nemendur byrja strax á að æfa sig að dáleiða hver annan og gera það oft á dag út námskeiðið,“ segir ingibergur. Sjö kennarar kenna ýmsa hluta nám- skeiðsins. Þar af sex Íslendingar með mjög mikla reynslu og þekkingu á meðferðardáleiðslu. einnig kemur til landsins roy Hunter, sem er höf- undur bókarinnar listin að dáleiða, og kennir hann þáttameðferð í 2 daga. enn er opið fyrir skráningu á nám- skeiðið á síðunni www.dáleiðsla.is Ingibergur ásamt syni og tengdadóttur frægasta dáleiðanda síðustu aldar, Dave Elman, þeim Cheryl og Larry Elman, sem eru meðal kennara Dáleiðsluskóla Íslands. Meðferðir eru ekki tóm alvara. Dr. Edwin Yager og Ingibergur. Dáleiðslukynning í Kringlunni. 1 Að nota heilann er eins og að fara með hann í ræktina. Ef heilinn fær ekki æfingu fer hann fljótt að ryðga. 2 Með því, til dæmis, að læra nýtt tungumál minnkar þú líkur á elliglöpum og Alz- heimer, þar sem sannað er að fjöltyngt fólk fær síður slíka ellikvilla en þeir sem kunna fá tungumál. 3 Þú verður hamingjusamari. Rannsóknir sýna að lærdóm- ur eflir geðheilsu og minnkar þörf fólks á geðlyfjum. 4 Þú tengist yngri kynslóðinni betur – í stað þess að vera ráðþrota þegar kemur að því að stinga borðtölvunni í samband gætir þú farið á tölvunámskeið – fyrr en varir verður þú farinn að fótósjoppa hrukkurnar af enninu. 5 Þú eignast nýja vini – ef þú ferð að læra eitthvað sem þú hefur áhuga á er bókað að þú kynnist skemmtilegu fólki sem er svipað þenkjandi og þú. 6 Þú verður eftirsóknar-verðari starfskraftur – ef þú bætir við þig tungumáli eða tæknilegum hæfileika er líklegra að þú fáir launahækkun eða betri stöðu. 7 Það bætir taugakerfið. Ef þér finnst erfitt að gera margt í einu gæti tungumálanám- skeið verið lausnin, því þeir sem kunna meira en eitt tungumál eru betri en aðrir í að „múltí- taska“. 8 Að ná tökum á tungumáli eða afla þér annarrar nýrrar þekkingar eflir sjálfstraustið – það segir sig sjálft. 9 Heilinn þarf alltaf nýjar áskoranir – ef þú ert farinn að leysa sömu krossgátuna auð- veldlega í hverri viku er kominn tími til að finna erfiðara verkefni fyrir heilann, honum er farið að leiðast. 10 Að læra nýtt tungumál, um aðra menningu og kynnast nýju fólki víkkar sjón- deildarhringinn þinn smám saman og þú ferð að hugsa gagn- rýnna. Kynningar | Námskeið auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is 10 ástæður til að læra ævina á enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.