Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 40
Ómar Jabali fylgdi flóttamönnum frá flótta- mannabúðum Lesbos til München. Hann lýsir þeim hindrunum sem Evrópu leggur fyrir flóttamenn og hvernig ólík öfl misnota sér aðstæður þeirra. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Íslenski kvikmyndatökumaðurinn Ómar Jabali hélt til Lesbos á Grikk- landi í september 2015 með það markmið að segja sögur þeirra flóttamanna sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum fjölmiðla. Flótta- mannastraumurinn frá ströndum Tyrklands og Norður-Afríku til Evr- ópu fór yfir eina milljón á síðasta ári. Flestir eru á flótta undan stríðs- ástandi í Sýrlandi, Írak og Afganist- an. Ómar er kvikmyndatökumaður sem skjalfesti þá atburði sem hann varð vitni að á þeim mánuði sem hann fylgdi flóttamönnum í gegnum álfuna. Hann segir það mikilvægasta í þessu, og jafnframt það sem týn- ist yfirleitt í fréttaflutningi, sé fólkið sjálft. Þetta er fólk sem er tilbúið til þess að ferðast í gegnum átta lönd í leit að friði. Það siglir yfir höf á gúmmí- bátum og ferðast fótgangandi yfir landamæri með ekkert nema fötin á bakinu og þá peningana sem það önglaði saman með því að selja eigur sínar. Evrópa tekur breytingum Þegar Ómar lagði af stað var áætl- unin að finna fjölskyldu til þess að fylgja eftir í gegnum Evrópu. Hann ætlaði sér að lifa og hrærast með fjölskyldunni. Ómar segir miklar breytingar hafa átt sér stað í Evr- ópu á þeim tíma sem hann kom og flóttamannapólitíkin orðin flókin. Landamæraeftirlit var hert og æ fleiri þjóðir teknar að bregðast við auknum flóttamannastraumi. Þetta var orðin stórhættuleg leið smygl- ara með f lóttamenn í skottinu. Þessar hindranir gerðu Ómari erfitt að fylgja einni sögu en hann týndi HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM? LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS ER ÞAÐ VATNIÐ? „ “ Græða á örlögum bjargarlauss fólks Flóttamenn koma að ströndum Lesbos. Myndir | Ómar Með þriggja daga gamalt skotsár. þremur fjölskyldum á leiðinni vegna skorts á aðgengi. Ómar greinir frá: „Mikið af fólkinu á flótta á ein- hverja peninga, þetta er menntað fólk sem seldi eigur sínar til þess að komast burt úr hryllingnum. Fátæk- asta fólkið og þeir sem eiga ekki neitt eru þeir sem sitja eftir. Vegferðin er dýr og það eru mörg ólík öfl sem reyna að hagnast á því. Stjórnvöld hafa þróað leiðir til þess að láta strauminn raska sem minnst dag- legu lífi sinna borgara. Flóttamanna- búðir eru lokaðar af, bílastæðahús notuð sem geymsla fyrir flóttafólk og aðrar sorglegar, en stundum nauð- synlegar, leiðir.“ Smyglarar á landamærum Á ströndum Norður-Afríku og Tyrk- lands er starfsemi smyglara metin upp á milljarða evra. Malik al-Behar er einn vinsælasti smyglari á Izm- ir í Tyrklandi er kallaður „kóng- ur strandarinnar“. Hann greindi frá í viðtali í New Republic fyrir skemmstu að hann hefði þénaði yfir tvær milljónir evra á síðustu tveimur árum. Hann fær yfir 1500 símtöl á dag frá fólki sem óskar eftir því að komast til eyjunnar Lesbos á Grikk- landi. Malik er þekktur fyrir lága slysatíðni og því vinsæll. Hann rukk- ar 1000-1500 evrur fyrir 20 mínútna sjóferð. Í stóru bátana, öruggasta ferðamátann sem ströndin býður upp á segir Ómar að kosti 2500 evr- ur á mann. Sögurnar af smyglurum voru af ómannúðlegum toga. „Á vegi mínum varð fjölskylda sem 40 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.