Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.01.2016, Side 40

Fréttatíminn - 15.01.2016, Side 40
Ómar Jabali fylgdi flóttamönnum frá flótta- mannabúðum Lesbos til München. Hann lýsir þeim hindrunum sem Evrópu leggur fyrir flóttamenn og hvernig ólík öfl misnota sér aðstæður þeirra. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Íslenski kvikmyndatökumaðurinn Ómar Jabali hélt til Lesbos á Grikk- landi í september 2015 með það markmið að segja sögur þeirra flóttamanna sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum fjölmiðla. Flótta- mannastraumurinn frá ströndum Tyrklands og Norður-Afríku til Evr- ópu fór yfir eina milljón á síðasta ári. Flestir eru á flótta undan stríðs- ástandi í Sýrlandi, Írak og Afganist- an. Ómar er kvikmyndatökumaður sem skjalfesti þá atburði sem hann varð vitni að á þeim mánuði sem hann fylgdi flóttamönnum í gegnum álfuna. Hann segir það mikilvægasta í þessu, og jafnframt það sem týn- ist yfirleitt í fréttaflutningi, sé fólkið sjálft. Þetta er fólk sem er tilbúið til þess að ferðast í gegnum átta lönd í leit að friði. Það siglir yfir höf á gúmmí- bátum og ferðast fótgangandi yfir landamæri með ekkert nema fötin á bakinu og þá peningana sem það önglaði saman með því að selja eigur sínar. Evrópa tekur breytingum Þegar Ómar lagði af stað var áætl- unin að finna fjölskyldu til þess að fylgja eftir í gegnum Evrópu. Hann ætlaði sér að lifa og hrærast með fjölskyldunni. Ómar segir miklar breytingar hafa átt sér stað í Evr- ópu á þeim tíma sem hann kom og flóttamannapólitíkin orðin flókin. Landamæraeftirlit var hert og æ fleiri þjóðir teknar að bregðast við auknum flóttamannastraumi. Þetta var orðin stórhættuleg leið smygl- ara með f lóttamenn í skottinu. Þessar hindranir gerðu Ómari erfitt að fylgja einni sögu en hann týndi HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM? LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS ER ÞAÐ VATNIÐ? „ “ Græða á örlögum bjargarlauss fólks Flóttamenn koma að ströndum Lesbos. Myndir | Ómar Með þriggja daga gamalt skotsár. þremur fjölskyldum á leiðinni vegna skorts á aðgengi. Ómar greinir frá: „Mikið af fólkinu á flótta á ein- hverja peninga, þetta er menntað fólk sem seldi eigur sínar til þess að komast burt úr hryllingnum. Fátæk- asta fólkið og þeir sem eiga ekki neitt eru þeir sem sitja eftir. Vegferðin er dýr og það eru mörg ólík öfl sem reyna að hagnast á því. Stjórnvöld hafa þróað leiðir til þess að láta strauminn raska sem minnst dag- legu lífi sinna borgara. Flóttamanna- búðir eru lokaðar af, bílastæðahús notuð sem geymsla fyrir flóttafólk og aðrar sorglegar, en stundum nauð- synlegar, leiðir.“ Smyglarar á landamærum Á ströndum Norður-Afríku og Tyrk- lands er starfsemi smyglara metin upp á milljarða evra. Malik al-Behar er einn vinsælasti smyglari á Izm- ir í Tyrklandi er kallaður „kóng- ur strandarinnar“. Hann greindi frá í viðtali í New Republic fyrir skemmstu að hann hefði þénaði yfir tvær milljónir evra á síðustu tveimur árum. Hann fær yfir 1500 símtöl á dag frá fólki sem óskar eftir því að komast til eyjunnar Lesbos á Grikk- landi. Malik er þekktur fyrir lága slysatíðni og því vinsæll. Hann rukk- ar 1000-1500 evrur fyrir 20 mínútna sjóferð. Í stóru bátana, öruggasta ferðamátann sem ströndin býður upp á segir Ómar að kosti 2500 evr- ur á mann. Sögurnar af smyglurum voru af ómannúðlegum toga. „Á vegi mínum varð fjölskylda sem 40 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.