Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 8
8 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016 Hin sadda, sæla og neyslugráðuga millistétt sem allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur borið upp hagsæld á Vesturlöndum á nú undir högg að sækja, vegna aukinnar misskiptingar. Yfirstéttin er orðin harðari og herskárri og tekur til sín meira af gæðunum. Millistéttin er að skreppa saman og það fjölgar í lágstéttinni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is PEW rannsóknarstofnunin í Bandaríkjunum hefur nýlega staðfest að minna en helmingur bandarísku þjóðarinnar tilheyri nú millistétt­ inni, aðrir hafi skotist upp fyrir hana í tekjum en fleiri þó lent fyrir neðan hana og tilheyri nú lágstéttunum. Hlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan 1970. Þótt þróunin hafi verið hröð í Bandaríkjun­ um eru þau ekki einsdæmi og Ísland er ekki undanskilið. Millistéttin dró áfram hagvöxtinn Bandarískir fræðimenn hafa lengi bent á að millistéttin sé að skreppa saman. Fólkið sem er að útskrifast úr háskóla i dag, geti ekki búist við sömu eða betri lífskjörum og for­ eldrarnir. Allt frá stríðslokum hefur þróunin verið uppávið. Nú hefur þetta snúist við. Fara þarf aftur til ársins 1929 til að finna viðlíka ójöfnuð í bandarísku samfélagi og er í dag. Auðkýfingurinn Nick Hanauer sagði í júní í frægri grein í tímaritinu Politico, sem nefnist: „The pitchforks are coming… for us plutoc­ rats,“ að ójöfnuðurinn væri svo mikill að Bandaríkin væru að breytast úr kapítalísku samfélagi í lénsveldi. Ef stefnunni verði ekki breytt, hverfi millistéttin og ástandið verði eins og fyrir frönsku byltinguna. „Vestræn hagkerfi blómstruðu á eftir­ stríðsárunum þegar stór millistétt með mikla kaupgetu gat menntað börnin sín og keypt sér eigin húsnæði. Hnignun millistéttarinnar þýðir í raun minni hagvöxt,,“ segir Stefán Ólafsson prófessor og bætir við að það sé samasemmerki þarna á milli. Þess vegna hafi einstaka auðmenn áhyggjur af því að þeir hafi gengið of hart fram og það þurfi að skapa jafnvægi þarna á milli,“ segir hann. Og skiljanlega, það væri óviturlegt að slátra gull­ gæsinni. Kjör íslensku millistéttarinnar hafa rýrnað Miðtekjur á Íslandi eru um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Helmingur þjóðarinnar hefur minna en það og helmingurinn meira. Millistéttin er oft skilgreind sem sá hópur fólks sem hefur 75 prósent til 125 prósent af miðtekjum. Efri millistéttin er þá með 125 prósent til 200 prósent af miðtekjum og lágstétt með frá 50 til 75 prósent af miðtekjum. „Kjör sumra hópa millistéttarinnar hafa verið að rýrna á síðustu árum og áratugum, líka á Íslandi,“ segir Stefán. „Fólki án fag­ menntunar sem starfar við afgreiðslu og þjónustustörf ýmiss konar hefur fjölgað talsvert en það er á svipuðum launum og verkafólk. Áður stóðu sumir þeirra hópa betur. Það á einnig við um margskonar skrif­ stofustörf sem þóttu fín millistéttarstörf áður fyrr en nú eru greidd fyrir þau sömu laun og verkafólk fær. Laun iðnaðarmanna og ófaglærðra hafa líka verið að dragast saman. Tæknar og sérmenntað starfsfólk með fram­ haldsskólamenntun hefur fallið í launum og stendur nú nær verkafólki, en fólki með meiri menntun og sérþekkingu hefur haldist betur á sínum hlut. “ Á Íslandi var oft reynt, í kjölfar efnahags­ hrunsins, að höfða til samkenndar millistétt­ arinnar sem venjulega fólksins, sem ætti þak yfir höfuðið, einn eða tvo bíla, ynni fullan vinnudag og hefði skuldsett sig upp í topp. Þetta fólk hefði verið svikið, haft að fíflum. Draumurinn hefði reynst vera spilaborg. Þannig uppskar vinstri stjórnin eftir hrunið bæði gremju og tortryggni, fyrir þá stefnu að hjálpa þeim mest sem ekki gátu hjálpað sér sjálfir en láta aðra um að bjarga sér. „Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaup­ máttarrýrnun upp á tugi prósenta og skatta­ hækkanir,“ skrifaði verkfræðingurinn Karl Sigfússon árið 2011 í viðhorfsgrein sem vakti gríðarlega athygli og var deilt gríðarlega á samfélagsmiðlum. Verkfræðingurinn virtist hafa hitt á um­ ræðuefni sem vakti upp miklar og heitar tilfinningar hjá ”venju­ legu fólki, sem flestir gátu sam­ samað sig með.“ Geta breytingarnar veikt lýðræðið? Það má velta fyrir sér hvort aukin pólarísering í þjóðfélags­ umræðunni, popúlismi, öfgar og dvínandi tiltrú á stofnunum samfélagsins kallist á við hnign­ un millistéttarinnar á Vestur­ löndum. Stefán Ólafsson segir að svo virðist sem breytingar á stéttaskiptingunni geti veikt lýðræðið. Aukinn ójöfnuður geri það vissulega. Hulda Þórisdóttir stjórn­ málasálfræðingur segir að aukin pólarísering í banda­ rískri stjórnmálaumræðu hafi þó verið fremur merkjanleg hjá stjórnmálaskýrendum og elítunni, hún hafi verið mun minni hjá almenningi, sam­ kvæmt rannsóknun. Hún segir að umræðu­ hefðin á Íslandi hafi ekki verið rannsökuð en það sé full ástæða til. Pólitískt traust, til að mynda, til stjórnmálamanna og Alþingis, hafi dvínað í efnahagshruninu en traust til náungans hafi aftur á móti staðið í stað. „Það er jákvætt,“ segir Hulda og bætir við að það megi líkja því við byggingu, þar sem þakið sé farið að gefa sig en undirstöðurnar séu traustar. Millistéttin og stjórnmálin Sjálfstæðismenn hafa fram á síðustu ár talið sig málsvara öflugrar millistéttar,“ segir Stef­ án. „Þeir sem voru á miðjunni og til hægri í stjórnmálum báru uppi séreignastefnuna, til að mynda í húsnæðismálum. Eftir hrunið fjölgaði hinsvegar leigjendum á markaði sem sjá ekki fram á að geta eignast þak yfir höf­ uðið. Flokk­ urinn virðist ekki hafa áhuga á því fólki – vill til dæmis fella niður húsnæðisbætur. Áhugi þeirra á millistéttinni hefur dvínað mikið og áhuginn á yfirstéttinni og hagsmunum hennar aukist að sama skapi í seinni tíð.“ Fyrir síðustu kosningar var það einkum Framsóknarflokkurinn sem reyndi að höfða til millistéttarinnar og hagsmuna hennar, til að mynda í röksemdafærslu fyrir hinni svokölluðu „leiðréttingu.“ Stefán segir að framsóknarmenn hafi verið einna ófeimnastir við að stilla sér upp með brjóstvörn fyrir millistéttina. Jafnaðarmenn og Björt framtíð hafi hinsvegar einblínt á alþjóðahyggju og fjölmenningu en minna á hagsmuni venjulegra heimila og VG hafi ekki sýnt tilburði í þá átt að verða fánaberi milli­ stéttarinnar heldur horft meira til þeirra sem minnst bera úr býtum. Stefán segir að það ætti þó að vera til mikils að vinna fyrir þá vinstri flokkana að tengja sig við breiðari þjóðfélagshóp. Það ætti að vera hlutverk allra stjórnmálamanna að passa upp á að yfirstéttin taki ekki til sín öll gæði samfélagsins. Hún sé afar herská og haldi í raun uppi allri öflugustu stéttabaráttu nútímans. Nýja miðjan lifði skammt Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir stéttahugtökin að mestu horfin úr stjórnmálaumræðunni enda hafi dregið mjög úr samhengi milli stéttar og pólitískra skoðana. Heimilin í landinu hafi þó orðið að einhverskonar táknmynd fyrir millistéttina eftir hrunið og Framsóknarflokk­ urinn hafi talað mikið um þau fyrir síðustu kosningar. Hún segist ekki geta tekið undir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst áhugann á millistéttinni. Það séu í raun frekar óljós hugmyndafræði­ leg skil milli flokkanna. Þá greini helst á um skatta, en enginn segist í raun og veru vilja skera niður þjónustu. Það sé helst verið að deila um rekstrarform en óumdeilt sé að vel­ ferðarkerfið eigi að vera á kostnað ríkisins. Hún bendir á að sú stjórn­ málastefna á Vesturlöndum sem hafi fengið á sig mestan brotsjó á síðustu árum sé „nýja miðjan í stjórnmálunum,“ sem hafi snúist um hugmyndafræði sem átti að höfða til millistéttarinnar og hafna skrifræði, lækka skatta, hvetja til aukinnar markaðs­ sækni. Sú stefna hafi ekki síst verið réttlætt með því að verkalýðspólitík væri úrelt og allir væru að stefna upp á við. „Nú hefur dæmið snúist við,“ segir Stefanía. Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Er millistéttin í útrýmingarhættu? Millitekjufólk í Bandaríkjunum ekki lengur fjölmennasti hópurinn. 80,0 51,6 120,8 121,3 Hátekjur Lágtekjur Millitekjur 1971 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.