Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 15.01.2016, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 15.01.2016, Qupperneq 28
Kaupmaðurinn á horninu Þótt þeir séu ekki margir eftir tekst þeim að viðhalda dýrmætri hefð Þegar mest var voru hátt í 200 hverfisverslanir dreifðar um borgina en í dag ná þær ekki einum tug. Tímarnir breytast en alls ekki menn- irnir með ef eitthvað er að marka Kristján í Kjötborg sem segir búðir ekki bara snúast um bisness heldur líka spjall. Kristján byrjaði ungur að hjálpa föður sínum í búðinni, líkt og Kristbjörg í Rangá sem einnig tók við verslun föður síns, en Björk í Pétursbúð ætlaði sér aftur á móti aldrei að verða kaupmaður. Hún gerir allt fyrir kúnnana sína, hvort sem það er að hafa opið á jóladag, sendast með vörur eða passa börn sem eru læst úti. Eysteinn í Sunnubúð segir viðskiptavinina vera þakkláta og allir eru viðmælendur okkar sammála um að kaup- mannsstarfið sé mikil vinna en fjölbreytt og skemmtileg. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Eysteinn segir kjötið nánast vera að detta út, fólk kaupi svo miklu minna af kjötvöru en áður. Björk segir kaupmannsstarfið vera mjög persónulegt. Það er ekki allt bisness Kjötborg Ásvallagötu „Ég byrjaði sjö ára að raða flöskum í fyrstu verslun pabba í Stóragerði,“ segir Kristján Jónas- son, einn eigenda Kjötborgar, en faðir hans rak einnig verslunina Kjötborg í Búðagerði áður en hann flutti með verslunina í Vesturbæinn. „Ég byrjaði að vinna hér með föður mínum árið 1981 en þá var þetta eina verslunarhús- næðið sem var laust í Reykjavík. Þegar pabbi féll frá árið 1988 kom bróðir minn Gunnar Halldór inn í reksturinn og síðan höfum við verið hér saman. Faðir okkar keypti upphaflegu verslunina, sem var stofnuð árið 1928 og hét Péturs- búð, af tveimur bræðrum svo þetta er nú svolítið bræðralegt hérna.“ „Það voru auðvitað búðir á öllum hornum hér áður fyrr. Bara hér í hverf- inu voru sjö verslanir og á næsta horni var rakari, fiskbúð og matvöruverslun. Það voru 180 hverfisbúðir í Reykjavík áður en Bónus opnaði árið 1987 en í dag held ég að við séum fimm. Þetta er mikil breyting fyrir fólk. Við erum með töluverð viðskipti frá Grund en það er ekki allt bisness, þetta snýst líka um spjall. Það byggist upp mikill félagsandi í kringum svona starfsemi. Það býr líka mikið af rithöfundum og listamönnum í hverfinu svo við seljum líka bækur. Þessu starfi fylgir mikill fjölbreytileiki, hér er enginn dagur eins og það kemur eitthvað skemmtilegt upp á alla daga. Það eru allavega ekki launin sem halda manni í þessu. Fólk þarf að vakna og versla við kaupmanninn á horninu því öðruvísi heldur hann ekki lífi. Ég er handviss um að ef Kjötborg fer úr hverfinu þá lækkar fermetrinn hér úr 500.000 í að minnsta kosti 450.000 krónur.“ Byrjaði átta ára á kassanum Rangá Skipasundi „Pabbi var orðin vel fullorðinn þegar við hjónin tókum við rekstrinum fyrir fimm árum,“ segir Kristbjörg Agnarsdóttir, sem á og rekur Rangá ásamt eiginmanni sínum, Konráð Jónssyni. „Pabbi ætlaði að vera hér með annan fótinn en svo féll hann frá fjórum mánuðum eftir að við tókum við. Við vorum eitthvað að spá í að selja en svo gat ég það ekki.“ „Pabbi stóð vaktina mestmegnis sjálf- ur og var hér alla daga og við krakkarnir hjálpuðum til um leið og við gátum. Sjálf fór ég að vinna á kassanum um leið og ég fór að sjá á hann yfir búðarborðið, um átta ára aldurinn. Ég man hvað mér þótti það rosaleg upphefð að fá að vinna við afgreiðslu,“ segir Kristbjörg og hlær. „Þetta er mikil en skemmtileg vinna og fólk talar um það hversu gott sé að koma hingað inn og að því finnist gott að rekast á annað fólk í hverfinu og lenda óvænt á spjalli við hinn og þennan. Ég var búin að mennta mig í allt öðru og ætlaði alls ekkert að verða kaupmaður, en búðin átti sterkari ítök í mér en mig grunaði.“ „Það voru þrjár systur, ættaðar frá Ekru í Rangárvallasýslu, sem stofnuðu verslunina á Hverfisgötu árið 1931 og nefndu hana Rangá. Systurnar fluttu svo hingað árið 1948 og fyrst um sinn var hér nýlenduvöruverslun en í húsinu var bæði fiskbúð og mjólkurbúð. Pabbi keypti svo verslunina árið 1971 ásamt vinkonu sinni, Sigrúnu Magnús- dóttur, núverandi umhverfisráðherra, en þau bjuggu þá bæði á Bíldudal og vildu flytja á mölina. Þegar þau tóku við sameinaðist mjólkurbúðin matvöru- búðinni og þannig varð Rangá fyrsta verslunin í Reykjavík til að fá mjólkur- söluleyfi.“ Hér eru þakklátir kúnnar Sunnubúð Mávahlíð „Ég er búinn að vera í þessum verslunarbransa frá því ég byrjaði sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn, þá tuttugu og eins árs,“ segir Eysteinn Sigurðsson, eig- andi Sunnubúðar. Eysteinn bjó framan af á Seltjarnarnesi en fluttist til Þórshafnar þegar hann gifti sig nítján ára. „Það þótti ekkert ungur giftingaraldur, þá var fólk ekkert að hanga heima hjá mömmu til tvítugs. Ég ætlaði nú upphaflega í bú- skap en það er næstum það sama að gefa á garðana hér eða í fjárhúsinu. Þetta snýst bara um að hafa nóg að borða.“ Eysteinn flutti síðar til Reykjavíkur og varð verslunarstjóri 11-11 búðanna. „11-11 var fyrsta búðin sem var opin á kvöldin og þetta var rosalegt. Ég var annar versl- unarstjórinn á Grensásvegi en það þurfti að leggja þann fyrsta inn því þetta var svo mikið álag. Eftir klukkan sex varð alltaf allt vitlaust og biðröð út á götu öll kvöld,“ segir Eysteinn en eftir 11-11 ævin- týrið keypti hann Krambúðina á Skóla- vörðustíg. „Það var rosalega mikið að gera í Kram- búðinni og ég var með 15 manns í vinnu. En á þessum uppgangstíma var vinnu- mórallinn þannig að ef fólk nennti ekki að taka kvöldvakt því það langaði í bíó þá bara hætti það í vinnunni og fann sér aðra. Ég gafst að lokum upp á þessu og seldi Samkaup búðina árið 2007,“ segir Eysteinn sem ætlaði alls ekkert aftur í rekstur en endaði samt á því að kaupa Sunnubúð árið 2009. „Þessi verslun er orðin 65 ára og það er mjög fínt að vera hérna. Andinn er góð- ur en 95% fólksins sem verslar hér er úr hverfinu og þetta eru þakklátir kúnnar sem gaman er að sinna.“ Er hálfgerður sálfræðingur Pétursbúð Ægisgötu „Ég er utan af landi, fædd og uppalin á Patreksfirði, og hér líður mér bara eins og ég sé í kaup- félaginu heima,“ segir Björk Leifsdóttir, eigandi Pétursbúðar. „Ég byrjaði að vinna í fiski ellefu ára, fór svo í hárgreiðslu, hef þrifið hús og þjónað en hafði aldrei unn- ið í búð þegar ég keypti búðina fyrir tíu árum. Strákurinn minn hjálpar til hérna en svo er ég með krakka í vinnu sem halda mikilli tryggð við búðina, ein hef- ur verið í vinnu hjá mér í níu ár og annar strákur kemur alltaf í kaffi þó hann hafi farið í nám til útlanda.“ Björk segir hverfisbúð um margt minna á félagsmiðstöð. „Þetta er svo persónu- legt starf, maður er hálfgerður sálfræð- ingur hérna. Fólk hringir og spyr um ýmislegt, það er verið að ræða hvað á að hafa í matinn, svo hleypur maður með heimsendingar til fólksins sem hefur til dæmis slasast í hálkunni og kemst ekki. Við gerum allt fyrir kúnnann. Litlu börn- in koma hér með miða og fá aðstoð við að versla og svo koma þau líka ef þau eru læst úti og fá eitthvað að drekka á meðan ég hringi í mömmu og pabba. Svo er ég með kaffi hérna því mér finnst nauðsyn- legt að bjóða upp á kaffi, þó ég hafi aldrei drukkið það sjálf.“ Kristján Jónasson byrjaði sjö ára að raða gleri í hillur í verslun föður síns. Kristbjörg Agnarsdóttir rekur verslunina Rangá við Skipasund. Hún byrjaði snemma að hjálpa til í versluninni og fannst það mikil upphefð að fá að vinna við afgreiðslu. Myndir | Hari 28 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.