Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 15.01.2016, Blaðsíða 32
SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS NÝ SENDIN G VAR AÐ LENDA NÖTRAND I Í LEIKINA! MEÐ EINUM HNAPP ER H ÆGT AÐ KVEIKJA Á VIBRATION MODE SEM G EFUR NÝJA UPPLIFUN Í L EIKINA! MÖGNUÐ 7.1 LEIKJAHEYRNARTÓL MEÐ HLJÓÐNEMA OG ÖFLUGUM 50MM VIBRA- TION BÚNAÐI SEM TRYGGIR NÖTRANDI BASSA OG HÁMARKS HLJÓMGÆÐI.14.900 7.1 GAMINGHEYRNARTÓL Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is hans rottberger var Berlínarbúi og gyðing- ur, fæddur 1903. Hann var kvæntur og rak lítið útvarpsverkstæði, en eftir kæru samkeppnis- aðila og ógnanir flúði hann um Kaupmanna- höfn til Íslands í sept- ember 1935. Í desember leggur Olga, kona hans, upp frá Berlín með tveggja mánaða gamla dóttur þeirra, Evu, til Hamborgar og komu þær mæðgur til Reykja- víkur með Goðafossi skömmu fyrir jól. Fjöl- skyldan bjó á Hjálpræð- ishernum. Hans hóf framleiðslu á leðurvörum um leið og hann kom til Íslands. Hann var þá í sambandi við Atla Ólafsson hjá Leðuriðjunni og naut ráða hans við framleiðsluna. Þá lagði hann á sig mikla vinnu við að læra íslensku með setum á Landsbókasafninu. Vorið 1936 fluttist fjöl- skyldan á Holtsgötu 12. Þeim fæddist drengur þá um haustið og í október komu bróðir Olgu, Heinz Mann, og móðir þeirra, Hel- ena Lea Mann, til landsins. Heinz fór að vinna hjá Geir í Eskihlíð og skráður þar til heimilis. Hans auglýsti verslun sína og verkstæði frá því haustið 1937 til apríl 1938. Iðnrekstur þeirra var í samkeppni við Leðuriðju Atla Ólafssonar og í desember 1936 gerir Iðnráð skriflega at- hugasemd til yfirvalda. Í febrúar 1937 kvartar Atli Ólafsson til lögreglunnar. Hans tilkynnir fæðingu sonar síns í beiðni um framlengt dvalarleyfi 18. júní sem hann skrifar sjálfur á íslensku– en fær synjun. Rottberger-fjölskyldan og allir sem fylgdust með vissu að hér var um líf og dauða að tefla. Haustið 1937 á að flytja fólkið úr landi með tilskipun en Hans fær 19 daga frest til að ganga frá sínum málum. Þau fara hvergi. Yfirvöld kvarta sín á milli yfir óhlýðni þessa manns. Hans snýr sér til danska ræðismannsins og biður um hjálp. Svo vel vill til að fulltrúinn, C. A. C Brun, á von að hitta Hermann Jónasson í kvöldverðarboði og yfir koní- akinu samþykkir forsætisráðherrann að júðinn fá frest til vors. Það er svo í apríl að látið er til skarar skríða. Verkstæðinu er lokað og hjónin flutt með lögreglufylgd í Herkastalann með börnin tvö, eins og tveggja ára. Við bryggju í Reykjavík beið Brúarfoss farþega og þangað eru Rottberger-hjónin flutt með börnin í lögreglufylgd þann 26. apríl. En skipið lætur ekki úr höfn sökum verkfalls yfirmanna: „Fjöldi manna safnaðist sam- an á hafnarbakkanum í gærkvöldi skömmu áður en skipið átti að fara, til að kveðja kunningja og vini. Það vakti athygli, að kl. 10 var ekki hringt til brottferðar eins og venja er til (eimpípan er ekki notuð eftir kl. 10), en kl. 11 var hringt skipsklukkunni og bjuggust þá allir við að skipið myndi fara, en klukkan rúmlega 11 var farþegunum tilkynt, að brottferð skipsins yrði frestað og mun sú tilkynning hafa komið æði flatt upp á marga,“ segir í Morgunblaðinu. Fjölskyldan er flutt aftur í gæsluvist í Herkastal- anum. Verkfalli lauk með lagasetningu og lagði Brúarfoss úr höfn með Hans, Olgu og börnin tvö þann 6. maí. Bróður og móður Olgu, Heinz og Helene Leu Mann, var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum vegna heilsubrests hennar. Hún bar hér beinin, en Heinz ílentist hér á samfelldum fram- lengingum dvalarleyfa – til 1970. Þrautagöngu systur hans og fjölskyldu var ekki lokið. Með þeim fór beiðni til danskra yfirvalda um dvalarleyfi í Dan- mörku, en yfirvöld voru þess meðvituð að fengist það ekki yrðu þau send aftur til Þýskalands. Hans og Olga flúðu frá Danmörku í október 1943 á fiskibát og komust til Svíþjóðar. Börn sín fjögur skildu þau eftir í umhirðu vandalausra. Fjölskylda sem hvarf landi ekkert unnið til saka? Er það bara „kvalaþorsti nazistanna“, sem kemur þeim til að svala sjer á alsak- lausum mönnum? Það mætti mikið vera, ef heil þjóð fyltist slíku hatri al- gerlega tilefnislaust. Sannleikurinn er sá, að Gyðingarnir í Þýskalandi hjeldu saman og mynduðu öfluga hagsmunaklíku, ríki í ríkinu. Þótt þeir væri aðeins örlítið brot af þýsku þjóðinni, höfðu þeir komið ár sinni svo fyrir borð, að þeirra menn voru í æðstu stöðum. Þjóðverjar litu á Gyð- ingana eins og aðskotadýr, nokkurs- konar „setulið“, sem hafði lag á að ota sínum tota altaf og alstaðar þar sem feitt var á stykkinu.“ Sérstakar aðstæður Þegar reglugerð var loks sett við lög- in um útlendingaeftirlit vorið 1937 komst lag á skipulagðar aðgerðir embættismanna varðandi landvist- arleyfi og þá fór að fjölga neitunum við umsóknum um landvist sem þá fór fjölgandi. Aðstæður gyðinga voru þá orðnar alvarlegar og þeir teknir að flýja land í tugum þúsunda til Frakklands, Bretlands, Banda- ríkjanna, landa Suður-Ameríku og til Palestínu. Fréttir af ástandinu birtust í reyk- vískum blöðum: „Gyðingaofsóknum í Þýskalandi er haldið áfram af enn meiri harðneskju en áður,“ segir í Vísi þann 16. júní 1938: „Gyðingar voru handteknir í gær í hundraða- tali í ýmsum hlutum Berlínarborg- ar. Hafa borist fregnir um það, að stjórnin hafi fyrirskipað að herða sóknina gegn Gyðingum á ýmsa lund. Hefir þetta vakið talsverðar æsingar í sumum hlutum Berlínar- borgar, einkum í norðurhluta borg- arinnar, í hverfum þeim, þar sem fátækir Gyðingar búa. Sjónarvottar skýra frá því, að árásir hafi verið gerðar á fjölda Gyðinga í gærkveldi. Þeir hafi verið dregnir út úr húsum sínum og búðum og sárt leiknir. Í sumum tilfellum var Gyðingum hent út um glugga. Á sölubúðir þeirra voru málaðar aðvaranir til manna um að skifta ekki við Gyðinga. ... Í miðhluta Berlínar sáust í gær í fyrsta sinni bekkir, sem á var málað: Að- eins fyrir Gyðinga.“ Samhuga aðgerðir Þegar umsóknir taka berast íslensk- um ráðamönnum og á ræðismanns- skrifstofur Dana víða um Evrópu frá gyðingum og öðrum sem telja sig búa við ógn, þá var mönnum ein- faldast að fylgja settum reglum og hafna þeim sem flestum: „... aðal- reglan á að vera sú, að útlendingar fái alls ekki leyfi til að setjast hér að, nema alveg sérstakar aðstæður séu fyrir hendi,“ segir dómsmálaráð- herra til lögreglustjórans í Reykjavík 8. ágúst 1938. Á síðari tímum er gjarna gripið til þess ráðs að kenna þessar aðgerðir dómsmálaráðherranum Hermanni Jónassyni. Andi laganna frá 1937 var ekki að kenna þingmönnum sem samþykktu þau, f lokkarnir sem stóðu að stjórninni báru enga ábyrgð, né heldur var samhljóða afstöðu allra pólitískra fylkinga í landinu um að kenna. Ríkjandi andi í samfélaginu gat af sér hina opin- beru afstöðu íslenskra stjórnvalda og almennings. Nei, allt var þetta einum manni að kenna. Stefna stjórnarinnar byggði á samstöðu. Í skjóli almenningsálits gekk hún fram: árið 1938 var með vissu hafnað umsóknum 67 einstak- linga um dvalarleyfi á Íslandi, flestir þeirra voru gyðingar, karlar og kon- ur á ýmsum aldri og börn. Úr landi var á því ári vísað úr landi minnst fimm einstaklingum, landflótta gyð- ingum. Þar af voru tvö ung börn. Þá sök bar ekki einn maður held- ur allt valdakerfið. Og að baki þeim aðgerðum var landlægur útlend- ingaótti, rasísk þjóðremba og gyð- ingahatur. Evian-ráðstefnan Sumarið 1938 var kölluð saman al- þjóðleg ráðstefna í Evian að frum- kvæði Roosevelt, forseta Bandaríkj- anna. Til hennar komu fulltrúar 31 ríkis. Árangur af starfi hennar var lít- ill. Nokkrar þjóðir buðust til að taka á móti flóttafólki frá Evrópu. Uppi voru hugmyndir um að flytja þús- undir manna til fjarlægra staða, nýlendur Breta í Afríku, landnáms- svæði Suður-Ameríku voru nefnd, en niðurstaðan var dapurleg. Bretar höfðu til þessa tekið á móti miklum skara flóttamanna og buðust til að bæta við. Bandaríkjastjórn lýsti sig fúsa til að taka á móti 200 þúsund innflytjendum en þeim fjölda varð að dreifa til lengri tíma. Þar voru þegar langir biðlistar og sumt af því flóttafólki sem komið var til Íslands var á þeim og fékk landvistarleyfi tímabundið á Íslandi til að flytjast síðar vestur um haf. Þegar kom fram á árið 1943 kom í ljós að innanríkis- ráðuneytið bandaríska hafði með skipulegum hætti unnið gegn því að veita landflótta gyðingum landvist. Minna varð því úr fyrirheitum. Afstaða ríkisstjórna Norðurlanda var söm sem fyrr þó í öllum lönd- unum væru að starfi félög og ein- staklingar sem unnu skipulega að því að koma flóttamönnum í skjól, oft í bága við útlendingaeftirlit og lögreglu. Spurning Rosenbergs, hugmynda- smiðs nasista og formanns Norræna- félagsins í Þýskalandi, sem Morgun- blaðið birti um mitt sumar 1938 var fullgild: „Innrás Gyðinga í Evrópu er nú að verða lokið og dagar þeirra þegar taldir. Þýskaland mun halda áfram á sömu braut og það hefir gengið nú síðari ár í Gyðingamálun- um. Sama þróunin hlýtur að verða í Póllandi, Ungverjalandi og öðrum löndum Evrópu, þar sem Gyðingar eru búsettir. Hver vill taka að sjer að vernda 8 miljónir Gyðinga?“ Í lok árs Í desember, skömmu fyrir jól, gat að líta svohljóðandi skrif í leiðara Vísis: „Þótt eðlilegt sé að íslenskir borg- arar hafi samúð með Gyðingunum í Þýskalandi í þeim hörmungum sem að þeim steðja, þá er þó hver sjálf- um sér næstur og íslenska þjóðin verður fyrst að sjá farborða sínum eigin börnum, áður en hún tekur á sig framfærslu erlendra flótta- manna. Og þjóðin hefir ennfremur þá helgu skyldu, að vernda hinn ís- lenska kynstofn, hið norræna og keltneska blóð, svo að ekki blandist honum sterkur erlendur stofn sem þurkað getur út hin norrænu ætt- armerki eftir fáa mannsaldra. Það hlýtur að verða ófrávíkjanleg krafa hvers einasta Íslendings, að ríkis- stjórnin sjái svo um að settar verði rammar skorður við innflutningi útlendinga, sem nú leita dvalar um gervalla Evrópu. Þjóðin er einhuga um slíka ákvörðun.“ Hin helga skylda Árið 1938 jókst straumur ferða- manna til Íslands. Komu 7768 út- lendingar til landsins, flestir með skemmtiferðaskipum sem hingað lögðu leið sína, 1592 með öðrum skipum. Var 105 þeirra veitt dvalar- leyfi til skamms tíma. Hjálparsamtök gyðinga í Þýska- landi – Hilfsverein der Juden – sendu frá sér dreifibréf í febrúar 1939 þar sem fjallað var um aðstæður á Íslandi fyrir flóttamenn af gyð- ingaættum. Samtökin aðstoðuðu landflótta gyðinga með styrkjum víðsvegar um álfuna á leið þeirra til nýrra heimkynna, bæði vegna gist- ingar, uppihalds og farmiða með skipum og járnbrautum. Á þessum tíma var farið að þrengja verulega að starfsemi þeirra í Þýskalandi og er leið á árið voru þau lögð niður. Heimildarmaður þeirra á Íslandi var Hans Mann eða Chanoch ben Selig eins og hann hét. Hans kom til Íslands með móður sína, Olga og Hans Rottberger með yngri dóttur sína, Önnu. En hafa þá Gyð- ingarnir í Þýska- landi ekkert unnið til saka? Er það bara „kvalaþorsti nazistanna“, sem kemur þeim til að svala sjer á alsak- lausum mönnum? Það mætti mikið vera, ef heil þjóð fyltist slíku hatri algerlega tilefnis- laust. Úr leiðara Morgunblaðsins í október 1934 32 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.