Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.01.2016, Síða 24

Fréttatíminn - 15.01.2016, Síða 24
Kristín von Kistowski Gunn- arsdóttir er komin af sjó- mönnum í Hnífsdal en stýrir baráttu sjö Afríkuríkja gegn sjóræningjaveiðum í Vestur- Indlandshafi. Baráttan er hættuleg og að sögn Kristínar væri miklu einfaldara að sleppa henni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Bakgrunnur minn auðveldar mér vinnuna í Afríku. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir fólki sem vinn- ur á sjó og ég veit hvað það getur verið hættulegt,“ segir Kristín. Hún fer fyrir verkefninu Fish-i Africa sem er átak allra landa við austur- strönd Afríku gegn rányrkju. Lög- saga landanna er í hinu víðáttustóra Vestur-Indlandshafi þar sem frum- skógarlögmálið ríkir og enginn hefur nákvæma yfirsýn yfir það sem þar fer fram. Þar eru önnur stærstu tún- fiskmið í heimi, á eftir Kyrrahafinu. „Löndin geta ekki fylgst með allri umferð um hafsvæði sín og þess vegna sjá fyrirtæki frá Evrópu og Asíu sér leik á borði og sigla skipum sínum þangað. Skipin veiða grimmt og gera allt sem þau geta til að há- marka gróða sinn. Brotavilji þeirra er einbeittur. Þó flestir sem stunda veiðar á svæðinu fari að lögum þá eru ólöglegar veiðar alltof umfangs- miklar. Við höfum komið upp mjög árangursríku kerfi sem hjálpar lönd- unum að hindra slíka starfsemi. Það er í raun einfalt kerfi og snýst um að safna mikilvægum upplýsingum og kortleggja umferð um hafsvæðin með aðstoð gervihnatta.“ Kristín er stödd í Berlín þar sem hún býr með börnum sínum, á milli þess sem hún ferðast um heiminn vegna vinnunnar. Hún á ekki langt að sækja áhuga sinn á lífríki hafsins. Fjölskylda hennar hafði öll unnið á sjó eða í fiskverkun og Kristín taldi ekkert sjálfsagðara en að það yrðu hennar örlög líka. „Ég þráði að vinna í frystihúsi. Mér fannst eins og þann- ig hlyti lífið að verða fullkomið. Þeg- ar ég var 13 ára og komin á aldur til að geta farið að vinna, fluttum við frá Þýskalandi til Indónesíu. Þar bjó ég öll unglingsárin og einhvernveg- inn missti ég alveg af tækifærinu til að vinna í frystihúsi.“ Öll fjölskyldan í slorinu Foreldrar Kristínar kynntust í Kiel þar sem þau störfuðu bæði við haf- rannsóknir. Faðir hennar var Gunn- ar Páll Jóakimsson, fiskifræðingur frá Hnífsdal, en móðir hennar, Helga von Kistowski frá Hamborg, starf- aði sem tæknilegur aðstoðarmað- ur. Þrátt fyrir að Kristín hafi aldrei búið á Íslandi kom hún til landsins á hverju ári og tengdist fjölskyldu sinni hér sterkum böndum. „Sem bjargaði mér sennilega frá því að gleyma mál- inu,“ segir hún á lýtalausri íslensku. Ættingjar Kristínar störfuðu meira og minna allir í fiski og höfðu mikla þekkingu á sjávarútvegi. Svo mikla að Kristín veigraði sér í fyrstu við því að taka að sér þetta ábyrgð- armikla starf, henni fannst eins og skyldmenni hennar væru miklu hæf- ari til þess en hún. Sjálf hafði Kristín lært sjávarlíffræði í Kiel og unnið hjá bandarísku umhverfisstofnuninni í nokkur ár. Síðar var hún fengin til að stýra Fish-i verkefninu. „Mér fannst spennandi að taka þátt í þessari baráttu Afríkuríkjanna. Komandi úr sjómannafjölskyldu hafði ég líka ýmislegt til málanna að leggja. Ég hef skilning á aðstæðum þeirra sem starfa í höfnum og á skipunum í Afr- íku. Það er eitthvað sem ég kom með að heiman.“ Ertu að kljást við alvöru sjóræn- ingja? „Við hjá Fish-i höfum vanið okkur á annað orðalag en í raun má alveg kalla þá sjóræningja. Fyrir- tækin sem stunda veiðarnar tengj- ast mörg hver skipulagðri glæpa- starfsemi svo sem peningaþvætti og þrælkun á fiskverkunarfólki. Við höf- um líka séð smygl á dýrum og dópi. Barátta okkar snýst því ekki bara um fiskinn í sjónum heldur erum við að glíma við fyrirtæki sem svífast einsk- is. Á bak við fyrirtækin er auðvitað fólk sem gerir allt sem það getur til að verða ekki gómað. Löndin þurfa að vinna saman til að sýna að þau viti hvað er á seyði og hiki ekki við að veita því mótspyrnu.“ Fiskurinn fer líka til Evrópu Aðspurð um hverskonar fyrirtæki sigli skipum sínum alla leið til Vestur- Indlandshafs til þess að þverbrjóta lög, segir Kristín að flest komi Leiðir baráttu gegn sjóræningjum Sjóræningjaveiðar Íslensk-þýskur sjávarlíffræðingur ver lögsögu Austur-Afríkuríkja www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur hefur verið framleiddur frá árinu 1965 og rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribo-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með vott af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBO HLÝLEGUR Hinn stolni fiskur getur því hæglega endað í Evrópu þó hann sé veiddur af skipi frá Asíu. Þannig flækj- umst við öll inn í málið. Faðir Kristínar var Gunnar Páll Jóakimsson, fiski- fræðingur frá Hnífsdal, en móðir hennar, Helga von Kistowski frá Hamborg, starfaði sem tæknilegur aðstoðarmaður í hafrann- sóknum. Kristín á ekki langt að sækja áhugann á lífríki hafsins. Skipin stunda blekkingar til að hylma yfir brot sín. Þekkt aðferð er að blanda illa fengnum afla við lög- lega veiddan fisk. Það villir um fyrir eftirlitsaðilum. 24 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.