Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 9

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 9
5% 10% 15% 20% Frjálsi 1 Frjálsi ÁhættaFrjálsi 2 Frjálsi 3 13,2% 10,2% 11,8% 8,5% 11,9% 20,4% 6,8% 6,5% Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins Lífeyrissjóður í fremstu röð Frjálsi lífeyrissjóðurinn Á síðasta ári var Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki í samkeppni á vegum fagtímaritsins Investment Pension Europe. Undanfarin ár hefur sjóðurinn unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna sem staðfesta góðan árangur hans og sterka stöðu. Ef þú hefur frjálst val um hvar þú ávaxtar skyldulífeyrissparnaðinn þinn og vilt faglega stýringu þá er Frjálsi lífeyrissjóðurinn góður kostur. Jafnframt stendur öllum til boða að ávaxta viðbótar- lífeyrissparnað sinn hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Þú færð ítarlegar upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn í næsta útibúi Arion banka, á frjalsi.is, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða í síma 444 7000. Nafnávöxtun 2015 5 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 2011–2015 Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun fyrir tímabilið 2011–2015 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn, þ.á.m. um ávöxtun hvers árs, reglur sjóðsins o.fl., má nálgast á frjalsi.is. Bitur og einmana Sonur Irenuszar bjó hjá honum um hríð og studdi föður sinn með ráðum og dáð en feðgunum kom ekki alltaf nógu vel saman, og á endanum sneri sonurinn aftur til Póllands. Torfi Geir bendir á að Irenusz hafi verið mjög sterkur og einþykkur einstaklingur. Kannski þurfti hann á hörkunni að halda á flakki sínu um Evrópu í margs- konar erfiðisvinnu. Harkan varð honum hinsvegar fjötur um fót sem örkumla einstæðingi, í félags- málaíbúð í Grafarvogi. Hann varð bitur og erfiður í öllu samstarfi. Og það olli því að fólk gafst upp á að hjálpa honum. „Honum gekk illa að vinna úr þessu áfalli og það var svo sem ekki erfitt að skilja það,“ segir Torfi Geir í viðtali við Fréttatímann. „Hann gat ekki talað um neitt annað en sjúkdóminn, fötlunina og stríð, raunverulegt og ímyndað við læknana og hélst illa á allri meðferð því hann fór ekki eftir leiðbeiningum. Þá vildi hann lítið nota gervifæturna og hafði því ekki gagn af þeim sem skyldi.” Örkumla og afskiptur „Irenusz A. Gluchowski er örkumla útlendingur á Íslandi; fótalaus fyrir neðan hné, með ónýt nýru, verulega heyrnarskertur, búinn að missa nánast allar tennur, býr aleinn og er aðstandendalaus á landinu, er aleinn og afskiptur. Hann fær örorkulífeyri og ein- hvern styrk en fé þetta fer að stórum hluta í leigu,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður um hagi Irenenuzsar í bréfi sem hann skrifaði árið 2009 og sendi nokkr- um völdum aðilum sem höfðu komið að máli hans eftir veikindin. Þar segist hann hafa knýjandi áhyggjur af líkamlegu og andlegu heilsufari „Pólverjans fótalausa“, en hann hafi fengið meðferð og þjónustu af mannúðarástæðum þótt ósannað sé að veikindi og ör- kuml hans hafi stafað af atvinnu- tengdum ástæðum og fyrirtækið sem hann vann hjá og veiktist hjá löngu gjaldþrota. Sjálfur sé hann búinn að gefast upp. „Í heimsókn minni til hans í Blóðskilun LSH í síðustu viku varð mér mjög brugðið. Fyrir utan að vera með ofboðslega fráhrindandi svöðusár á læri annars fót-stubbs- ins þá sýnir hann augljós merki vaxandi andlegrar truflunar. Eng- inn sérfræðingur er ég, en mér sýnist augljóst að paranoja fari vax- andi og hann kvartaði mjög undan miklum verkjum í höfði og að hann gæti ekki einbeitt sér og ætti erfitt með rökhugsun og að tala yfirleitt. Mér sýnist satt að segja að hann sé á barmi sturlunar.“ Erfitt líf á bótum Það fækkaði því í stuðningshópi Irenuszar, þeir menn sem helst höfðu reynt að aðstoða hann í sjálfboðavinnu gáfust báðir upp, sonur hans flutti til Póllands og fyrir mann með ekkert félags- legt net á Íslandi annað en það sem hið opinbera lét honum í té, var þetta fremur snautlegt líf. „Ég veit að það var líka oft þröngt í búi hjá honum,“ segir Torfi Geir en Irenusz dró fram lífið í félags- málaíbúð á bótum. „Hann svalt svo sem ekki, en hann hafði ekki ráð á neinu nema því allra ódýrasta til að mynda í mat og drykk. það var aldrei neitt afgangs.“ Lögreglan braust inn Einn dag í ágúst 2012 mætti hann ekki í blóðskilun á Landspítalanum eins og hann þurfti að gera þrisvar í viku. Hann svaraði heldur ekki í síma þegar reynt var að hringja til hans. Lögreglan var að lokum fengin til að brjótast inn í íbúðina. Þegar þangað var komið var hann dáinn í rúmi sínu. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga, segir í sam- tali við Fréttatímann að það geti verið lífshættulegt fyrir sjúkling að mæta ítrekað ekki í blóðskilun. Hann staðfesti jafnframt að þetta hefði ekki verið í fyrsta sinn sem Irenusz lét hjá liða að mæta. „Það fannst engin ákveðin skýring á dauðsfallinu. Þetta var svokall- aður skyndidauði,“ segir Runólfur. „Það átti enginn von á því að hann myndi deyja en það kom heldur ekki á óvart. Hann var farinn að veslast upp.“ Runólfur segir ennfremur að málið hafi vissulega verið hræði- legt, en margir hafi þó viljað hjálpa. Áfallið hafi þó verið meira en hann gat ráðið við. Að lifa við afleiðingarnar, einn og örkuml- aður, í ókunnugu land án þess að geta gert sig skiljanlegan á tungu- málinu, hafi einfaldlega reynst of erfitt. Dýrasta verðið Jóhannes Gunnarsson, fyrr- verandi lækningaforstjóri Landspítalans, sagði í viðtali við Friðrik Þór Guðmundsson blaðamann árið 2006, þegar sá síðarnefndi vann að masters- verkefni um Irenusz og örlög hans á Íslandi, að hann hafi fengið eina dýrustu meðferð sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur þurft að veita. Almenn- ingur greiddi þó þann reikning, líkt og þann sem efnahags- hrunið skildi eftir enda of mikil uppsveifla, of mikill hraði, of mikil gróðavon, til að menn gætu fylgt reglum og haft allar undirstöður í lagi. Dýrasta verðið greiddi þó Irenusz sjálfur. Þótt hann væri ekki sjúkratryggður var honum séð fyrir góðri heilbrigðisþjónustu. |9fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.