Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 40
Kæri Árni. Bestu þakkir fyrir bréfið þitt. Það er einmitt þessi glíma við hegð- unarmótun barns sem er eitt af stórum verkefnum hverrar fjöl- skyldu og margir foreldrar eiga í miklum vanda þegar kemur að því að setja viljasterku barni mörk. Mesta hegðunarnámið Góð hegðun og jákvæður agi er það sem leggur grunninn að sjálf- stjórn hvers einstaklings og mesta hegðunarnám fer fram upp að 6-7 ára aldri, eftir það verður erfiðara að eiga við öll hegðunarvand- kvæði. Þess vegna er afar mikil- vægt að þið hjónin grípið til ráða. Samkvæmt lýsingu þinni hefur drengurinn ykkar fengið að æfa neikvæða hegðun heima með til- heyrandi taumleysi, eitthvað sem hann sýnir ekki annars staðar. Börn læra nefnilega hvað er í boði og hvað er ekki í boði af viðbrögð- um fólksins í umhverfinu. Þess vegna sýna þau oft ólíka fram- komu frá einum stað til annars og ábyrgðin er ekki barnanna, heldur fullorðna fólksins í kringum þau. Jákvæð styrking áhrifameiri Hegðunarþjálfun okkar snýst ekki bara um að stöðva barn sem er í ógöngum með framkomu sína. Þvert á móti lærir barn mest um góða framkomu þegar vel gengur og þið skuluð endilega ræða bæði við leikskólann og ömmuna um þær aðstæður sem þau skapa og gerir það að verkum að honum gengur svona vel þar. Mögulega er meiri röð, regla og rútína í leik- skólanum sem auðveldar honum lífið, mögulega hefur amma tíma til að spjalla og leika við hann, mögulega nær amma að semja við hann um millileið áður en hann er kominn í stríðsham til að fá meira sælgæti? Þið getið án efa lært eitt- hvað af þeim til að skapa bæði betri hegðunaraðstæður heima og bæta viðbrögð ykkar sjálfra. Á sama hátt og jákvæðar aðstæður og jákvæð viðbrögð kenna meira heldur en neikvæð, mun hrós ykkar fyrir góða hegðun styrkja drenginn ykkar til áframhaldandi góðra æfinga. Veitið sem sagt góðu hegðuninni athygli og hrósið fyrir hana. Að setja mörk og velja sér orustur Síðan verða öll börn að læra að nei þýðir nei. Þess vegna er best að ákveða fyrirfram reglur heimilsins um aukabita milli mála, aðgengi að sælgæti eða tíma við sjónvarp eða í tölvu og fylgja því eftir. Í svörum ykkar dagsdaglega er svo best að velja sér orustur, þ.e. hvað skiptir máli og hvenær er bara allt í lagi að segja jáið. Foreldrið verður nefnilega að vera tilbúið að fylgja málum eftir. Það þarf ekki að gerast með látum og öskrum á barnið, heldur af festu og hlýju, síendurtekið þar til barnið skilur að hinn fullorðni meinar raunveru- lega það sem hann segir. Undan- látssemi eins og „jæja þá, en bara í kvöld“ er bara kennsla í að brjót- ast áfram af frekju hvað sem hver segir – og þá hefði verið betra að segja bara jáið strax. Ólík börn – en allir geta ruglast Öllum börnum hentar best að hafa einfaldar og skýrar reglur og oftast eru færri reglur betri en margar. Hins vegar eru börn ólík og bregð- ast ólíkt við neitun og mörkum sem foreldrar setja. Auðvitað ber okkur öllum að nálgast börn af nærgætni og skilningi til þess að vera bæði góð við börnin okkar og líka góð fyrir þau sem ábyrgir uppalendur. Börn geta ruglast í hegðuninni sinni og það getum við líka, fullorðna fólkið en öll viljum við stuðning til að laga okkur. Munum að sum börn eru afskap- lega tilfinninganæm og gráta sárt þegar illa gengur og þá má bara hugga án þess að láta undan. Önn- ur bregðast við með mikilli reiði og oft hentar þeim vel að róa sig niður í friði, t.d. í herberginu sínu. Enn önnur munu reyna að snúa sig út úr málum, fara í fýlu og refsa foreldrunum með þögn eða hót- unum og oft er gott að segja þeim glaðlega að þið sjáið í gegnum plottið – og bjóða þeim svo með að undirbúa kvöldmatinn. Sem sagt; engar langar sektarræður og eng- an pirringssvip eftir átök heldur bara bros á vör og hrós þegar þau laga sig eftir ruglið. Samvinna foreldra Að öllu þessu sögðu er ráð mitt til ykkar að ræða saman um bæði reglur heimilisins og viðbrögð ykkar þegar drengurinn heimtar eitthvað sem var búið að neita honum um af öðru hvoru ykkar. Þið verðið að standa saman, byggja upp samkomulag og bakka hvort annað upp því annars lærir drengurinn að stilla sér upp með öðru hvoru ykkar gegn hinu for- eldrinu. Slíkt getur haft mjög al- varlegar afleiðingar fyrir samband ykkar hjónanna. Takið ykkur svo tíma til að rækta ykkar eigið sam- band því að hamingja ykkar hefur bein áhrif á samstöðu ykkar sem ábyrgra foreldra, á fjölskyldulífið – og á hegðun og árangur drengsins ykkar í lengd og bráð. Hlýjar kveðjur og gangi ykkur vel, Magga Pála magga Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. maggapala@frettatiminn.is Sæl vertu Margrét Pála. Ég á fjögurra ára strák sem á það til að taka ansi hressileg reiðiköst ef hann fær ekki það sem hann vill STRAX. Hann leggst á gólfið og grætur og öskrar og hendir hlutum. Við erum búin að fara allan hringinn, til barnalæknis o.s.frv. og það er ekkert að honum. Hann sýnir ekki þessa hegðun í leikskólanum og ekki hjá ömmu sinni sem hann er oft hjá svo að kannski eru þetta aðferðir okkar foreldranna sem ekki eru að ganga upp. Hann er fyrsta barn og við höfum hvorugt mikla reynslu af uppeldi. Ég vil taka harðar á þessu en mamma hans dettur oft í að vorkenna honum og lætur undan. Áttu einhver ráð sem við hjónin gætum sameinast um? Með fyrirfram þökk, Árni. Ósammála í uppeldinu? 40 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Kísillinn kemur beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og nokkur kostur er á. Það eru engin viðbætt efni í vörunni. ANNA GUÐmUNDSDóTTIR „Ég mjaðmargrindar­ brotn aði illa fyrir tíu mán uðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mán­ aða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“ HAFDÍS PRISCILLA mAGNúSDóTTIR „Ég finn mikinn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka kísilinn frá GeoSilica inn reglu lega. Ég ákvað að prófa að taka út kísilinn í tvær vikur til að finna mun og hann finn ég. Beinverkir og vefja­ gigtaverkir sem ég var í raun alveg hætt að finna eru komnir aftur en í minna mæli og eina sem er breytt er að kísillinn er dottin út. Einnig fann ég mikinn mun á nöglum en þær eru mun sterkari en þær voru en þær voru alltaf að brotna hjá mér. Ég get alveg sagt að þið eruð komin með framtíðarkúnna hvað mig varðar.“ GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.