Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 48
Ljósmyndarinn og arkítektinn Rafael Pinho er búsettur á Íslandi en ferðast um heiminn og myndar fyrir tímarit á borð við New York Times og Elle. Rafael Pinho kom fyrst til Íslands árið 2006 að starfa á arkítekta- stofu. Síðan hefur Rafael eignast fjölskyldu hérlendis og býr á Ís- landi mestmegnis af tímanum. Áhugaverð verkefni sem eru honum efst í huga er þegar hann varði þremur dögum á varðskipi Landhelgisgæslunnar um hávetur fyrir tímaritið Monocle. Rafael segist njóta verkefna sem fela í sér ævintýri. „Verkefni sem krefjast þess að ég fari á staði sem ég hefði annars ekki heimsótt eru þau bestu. Eftir dvölina á varðskipinu fór ég til smábæjar í Brasilíu að mynda fyrir Wall Street Journal sem var hentugt til þess að jafna sig á kuldanum.“ Vinnunni fylgja mikil ferðalög en ferilskráin er ekki af verri endanum með kúnna líkt og New York Times, Volkswagen, Whis- kas og Playstation, svo fátt eitt sé nefnt. Rafael er sjálfstætt starf- andi og hefur myndað fyrir ýmsar íslenskar auglýsingaherferðir, tímarit og hljómsveitir. Um helgar einbeitir hann sér að drónanum sínum. „Ég fékk dróna nýverið og er enn að læra á hann. Það krefst æfingar að beita honum rétt en ís- lenska náttúran en stórbrotin séð að ofan.“ 280cm 98cm Bláu húsin Faxafeni  S. 588 4499  Opið mán.-fös.  11-18  lau. 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur Ævintýramyndir  Myndir Rafaels á frettatiminn.is Rafael með dóttur sinni Flóru Rafaelsdóttur. Átján ára gömul bók er námsefni í kynfræðslu í Réttarholtsskóla. Kyn- fræðsla er valáfangi í Haga- skóla. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sgd@frettatiminn.is Til viðbótar við fræðslupakka frá landlækni er bók Miriam Stopp- ard, „Stelpur og strákar, ástir og þroski unglinga“ námsefni til að fræða unglinga í Réttarholtsskóla um kynheilbrigði. Að Stoppard ólastaðri hlýtur bókin að teljast ögn úrelt, enda kom hún út árið 1998, fyrir innreið internetsins inn í líf ungs fólks. Í Réttarholts- skóla kemur einnig hjúkrunar- fræðingur heldur fyrirlestur einu sinni á ári, en missi nemendur af þeim tíma er hann ekki í boði aftur. Á meðan skólastjórnendur í grunnskólum og hjúkrunarfræð- ingar, sem Fréttatíminn ræddi við, eru sáttir við kynfræðsluna í skólum eins og hún er, hafa nem- endur aðra sögu að segja. Kristín Sesselja Einarsdóttir og Hrafnhildur Jakobína Grímsdóttir eru nemendur í 10. bekk Réttar- holtsskóla. Þær segjast hafa fengið einn eða tvo tíma í kynfræðslu sem hluta af lífsleikniáfanga, en eru sammála um að það sem fram komi í þessum fáu tímum sé eitt- hvað sem flestir á þeirra aldri viti þegar. Þær segja of miklum tíma varið í þurra líffræðilega fræðslu. „Einu sinni var haldinn spjall- hringur í félagsmiðstöðinni þar sem við gátum spurt spurninga nafnlaust, sem gerði að verkum að fleiri þorðu að spyrja. Það var miklu meiri fræðsla en í kyn- fræðslunni í skólanum.“ Kristín Sesselja segir að hún hafi áður verið í Hvassaleitisskóla og þá fengið nærri sömu fræðslu í sjöunda bekk og Réttarholtsskóli býður upp á í þeim níunda. „Ef ég er með spurningar myndi ég frekar leita til vinkvenna minna en ekki skólans. Við fáum ekki gagnlega kynfræðslu í skólanum.“ Í Hagaskóla er kynfræði boðin sem valáfangi til viðbótar við árlega heimsókn frá hjúkrunar- fræðingi. Þetta fyrirkomulag býður, að sögn nemenda, þó upp á að færri komist að en vilja og krakkar sem ekki þora að sýna áhuga á kynfræðslu veigra sér við að velja hana. Tómas van Oosterhout segist hafa valið kynfræðslu í níunda bekk. Hann segir marga áhuga- sama um að velja kynfræðslu en færri komist að en vilja. Krakk- arnir velja 6 valfög en komast bara í tvö. Komist nemandi ekki í kynfræðsluvalhóp er eina fræðsl- an sem boðið er upp á örfáar heimsóknir skólahjúkkunnar. Sigga Dögg kynfræðingur hefur oft gagnrýnt hvernig kynfræðslu grunnskóla sé háttað. Hún segir aðalnámskrá grunnskóla gera kröfu um kynfræðslu, en enga eftirfylgni um hvenær, hvernig og hversu mikla kynfræðslu nem- endur eigi rétt á. Það kemur henni ekki á óvart að úrelt námsefni sé notað til fræðslunnar, enda ráði hver og einn kennari hvaða gögn skuli notuð til fræðslu. Átján ára gömul bók í kynfræðslu Þau Hrafnhildur, Kristín og Tómas segjast ekki læra margt gagnlegt í kynfræðslu. Myndir | Hari Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is Kjóll Stærðir 14-22Verð: 8.990 kr Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga KL: 11-18 Laugardaga KL: 11-16 48 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.